Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjárlaga-nefnd hefurspurt ráðu-
neyti um útboð á
vegum stofnana
þeirra og svör hafa
borist frá einu
þeirra. Í samtali við Morg-
unblaðið í gær sagði Guð-
laugur Þór Þórðarson alþing-
ismaður að svörin séu enn ein
staðfesting þess að hægt sé að
spara tugi prósenta með því að
nýta kosti útboða. „Þetta stað-
festir þá skoðun mína,“ segir
hann, „að það eigi að skera nið-
ur framlög til þeirra stofnana
og ráðuneyta sem ekki bjóða
út.“
Guðlaugur segir ennfremur
að hann skilji ekki hvers vegna
stofnanir nýti ekki öll tækifæri
til þess að bjóða út þegar
þannig sé hægt að spara um-
talsverða fjármuni. „Ekki
vantar það að stofnanir mæti
og segist vanta peninga. Það er
fullkomin mótsögn falin í því
að segjast vanta peninga en
ætla sér ekki að nýta kosti út-
boða,“ segir Guðlaugur.
Gott er að sjá að innan fjár-
laganefndar er áhugi á að
spara í rekstri ríkisins, ekki
veitir af. Og jákvætt er að
nefndin veiti ráðuneytum og
stofnunum aðhald með skipu-
legum hætti eins og þeim að
óska upplýsinga um útboð.
Sjálfsagt er að forstöðumenn
stofnana þurfi að sýna aðhald í
rekstri og gera grein fyrir því
hvaða aðferðum þeir beiti til að
lágmarka kostnað við að sinna
lögbundnum verkefnum stofn-
ananna, hvort sem það er gert
með útboðum, sem oft geta
verið gagnleg, eða með öðrum
hætti.
En Alþingi þarf
að gera fleira til að
draga úr kostnaði
hjá ráðuneytum og
stofnunum þeirra.
Þar er ekki síður
brýnt að huga vel
að þeim verkefnum sem þingið
ákveður að fela ráðuneytum og
ríkisstofnunum og reyna að
halda þeim í lágmarki.
Tryggasta leiðin til að spara
í rekstri ríkisins er að fækka
þeim verkefnum sem ákveðið
er að ríkið sinni. Allt of oft ger-
ist það að í gegnum þingið
renna frumvörp og verða að
lögum sem kalla á aukin út-
gjöld án þess að raunverulegar
umræður fari fram um hvort
að hægt sé að fara aðrar leiðir
til að ná markmiði frumvarps-
ins. Hvað þá að rætt sé hvort
að ríkið eigi yfirleitt að víkka
starfsemi sína út á viðkomandi
svið.
Umsvif hins opinbera hafa
farið mjög vaxandi í langan
tíma og eitt mikilvægasta
verkefni stjórnmálamanna er
að hemja þennan vöxt og snúa
þróuninni til baka eftir því sem
nokkur kostur er á. Fáir eru
hins vegar áhugasamir um
þetta, enda flókið verkefni sem
mætir jafnan harðri andstöðu
þeirra sem hagsmuni hafa af
viðkomandi ríkisútgjöldum.
Minna heyrist í þakklátum
skattgreiðendum, enda hags-
munir þeirra ekki eins skýrir
og miklir af hverju einstöku
verkefni. Hagsmunir skatt-
greiðenda af því að koma bönd-
um á útþensluna eru engu að
síður gríðarlegir og þeir
mættu að ósekju vera betur
vakandi yfir þessum hags-
munum sínum.
Mikilvægt er að
stigin séu skref til
að draga úr út-
gjöldum ríkisins}
Aðhaldsaðgerðir
Val á forseta-frambjóðanda
fyrir flokk demó-
krata í Bandaríkj-
unum hefur síð-
ustu misserin
verið talið hreint
formsatriði. Slíkir
hafa yfirburðir Hillary Clin-
ton, fyrrverandi utanrík-
isráðherra og forsetafrúar,
verið. En nú blæs hvasst á
móti.
Hillary hefur um hríð verið
gagnrýnd fyrir að hafa sem
utanríkisráðherra notað sitt
eigið tölvukerfi fyrir öll sín
samskipti og hýst heima hjá
sér, þvert á reglur utanrík-
isráðuneytis og fyrirmæli
Hvíta hússins.
Ekki batnaði það þegar hún
lét eyða 30.000 tölvupóstum
sem hún fullyrti að verið
hefðu um einkamál sín. Því
trúa margir var-
lega. Hillary kall-
aði gagnrýnina
ómerkilegar árásir
andstæðinga sinna
í Repúblik-
anaflokknum. En
nú hefur alríkis-
lögreglan FBI skorist í leik-
inn og krafist þess að tölvu-
kerfið verið þegar í stað
afhent dómsmálaráðuneytinu.
Það gerist eftir að leyniþjón-
ustustofnanir höfðu séð að
Hillary hafði sent og hýst
leyniskjöl sem varðar við lög
að hafa í fórum sínum.
Þau ágætu hjón Bill og
Hillary hafa marga fjöruna
sopið og ekki er víst að þetta
mál skaði til lengdar eða eyði-
leggi framboð hennar. En
málið er óneitanlega orðið
mun alvarlegra en það hefur
verið fram að þessu.
Efasemdir hafa auk-
ist um að val á
Hillary Clinton sem
frambjóðanda verði
slétt og fellt}
Slær í bakseglin
S
umri hallar hausta fer eins og segir
í kvæðinu. Sólarhringurinn er aft-
ur orðinn hringur, ekki bara
óþrjótandi birta með tilheyrandi
undran ferðamanna og raunar
undirritaðs líka. Þessar næturlausu sumar-
nætur koma alltaf jafnmikið aftan að mér,
þrátt fyrir nokkuð langa jarðvist. Íslend-
ingum hefur verið lýst sem þjóð í geð-
hvörfum. Manísk á sumrin og þunglynd á
veturna. Síðasti vetur og síðustu sumur þar á
undan hafa reyndar ekki gefið mikið tilefni til
maníu, allavega ekki þegar horft er til veð-
urs. Lægðin varð að einhverjum sorglegasta
framhaldsfréttaflokki mbl.is, sem minnti á
skandínavískt fjölskyldudrama, algjörlega
rislaust með endalausri eymd.
Óbærilega háværu mótorhjólin, rónarnir sem birtast
eins og farfuglar og forundran kaupmanna við Lauga-
veg í öllum miðlum þegar sumargöturnar glæða borgina
lífi eru vorboðar miðborgarrottunnar. Að sama skapi
eru umræður um hvernig umferðarteppur eru aftur
orðnar stókostlegt vandamál í höfuðborginni – þið vitið,
þessar 90 mínútur á hverjum sólarhring sem ekki er
hægt að keyra á hámarkshraða milli ljósa alltaf, alls-
staðar – og það að pólfaraklæddir ævintýraferðalangar
séu ekki lengur allsráðandi í Flíspeysustræti – áður
Bankastræti – áminning um að vetur konungur nálgast.
Önnur áminning um þetta er auðvitað sú að atvinnu-
stjórnmálabirnir skríða nú einn af öðrum úr sumarhíði
sínu, þar sem þeir hafa margir hverjir dvalið
með fjölskyldunni á Benidorm eða sofandi
úti á palli í sólinni. Fyrsta áminningin um
þetta eru hugleiðingar um hvort ekki sé rétt
að ríkið stígi inn í og ákveði hvert sé nú rétt
verð á leiguhúsnæði. Hugmyndin er án
nokkurs vafa sett fram í góðum tilgangi, að
gera fólki auðveldara um vik að koma yfir
sig þaki með einum eða öðrum hætti.
Hugmyndin er þrátt fyrir það hrikaleg.
Leiguverð í Reykjavík, sérstaklega mið-
svæðis í Reykjavík, er ekki hátt vegna
græðgi leigusala, þó svo það kunni að ein-
hverju leyti að spila inn í. Hár fjármagns-
kostnaður, skattur á brúttó- en ekki nettó-
leigutekjur og fleira gerir það að verkum að
einstaklingar sem leigja öðrum einstaklingum íbúðir
koma oftar en ekki út á sléttu þegar allt er talið. Í þessu
væri nær að draga úr kostnaði leigusala með skattkerf-
isbreytingum. Hvort sem fólk er tilbúið að trúa því eða
ekki þá myndi það raunverulega lækka húsaleigu, því
leigusalar hittast ekki til að ákveða leiguverð, heldur
stjórnast það af framboði og eftirspurn. Og eftirspurnin
er mikil.
Frekar en að þvinga leiguverð niður með handafli, og
mistakast, væri nær að auka framboð á leiguhúsnæði
þar sem þörfin er mest: miðsvæðis í Reykjavík. Með til-
heyrandi þéttingu byggðar mætti líka létta næstþyngsu
fjárhagsbyrðinni af fólki, kostnaðinum við að eiga og
reka bíl. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Pistill
Haustboðinn ljúfi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Forsvarsmenn þriggja stofn-ana; Sýslumannsins á höf-uðborgarsvæðinu, Þjóð-skrár og Tollstjóra,
samsinna því að úr sér genginn
tæknibúnaður og úrelt tölvukerfi í
stjórnkerfinu geti staðið skilvirkni í
stjórnsýslu fyrir þrifum. Í sumum til-
fellum leiði slíkt til aukins kostnaðar
og lægra þjónustustigs til handa
borgurum samfélagsins.
„Almennt séð er tölvubúnaður
mjög lélegur og úr sér genginn. Það
snýr algjörlega að fjárskorti. Þá eru
einnig léleg starfskerfi sem við
vinnum með. Starfskerfi eru mörg og
ólík eftir málaflokkum. Þau elstu sem
við vinnum með eru í tengslum við
nauðungarsölur og aðför og eru frá
1992. Þó að þessi kerfi séu eitthvað
uppfærð tala þau illa við nútíma
tölvubúnað,“ segir Þuríður Árnadótt-
ir, staðgengill sýslumanns á höf-
uðborgarsvæðinu.
Nokkur umræða skapaðist í
kringum verkfall BHM, sem náði
m.a. til lögfræðinga hjá embættinu.
Mikil bið myndaðist eftir þinglýs-
ingum sem enn er ekki búið að vinda
ofan af að sögn Þuríðar. Í kjölfarið
gagnrýndu margir þann seinagang
sem fylgir þessu kerfi. Þuríður segir
að þessa dagana sé unnið að rafrænu
þinglýsingarkerfi að norrænni fyr-
irmynd.
75 þúsund vegabréf gerð í ár
Samkvæmt upplýsingum frá
sýslumanni er meðalbiðtími eftir
vegabréfi 13 virkir dagar. Að auki
getur biðtími eftir komu til sýslu-
mannsins verið á aðra klukkustund
þegar sótt er um nýtt vegabréf.
„Álagið og biðraðir sem myndast við
að sækja um vegabréf helgast af því
að tölvubúnaður við myndatökuna er
lélegur,“ segir Þuríður. Hún segir að
þessa dagana sé verið að prófa nýjan
myndavélabúnað. „Reynsla okkar er
sú að þessi nýi búnaður sé betri og
þetta taki styttri tíma. Gamli mynda-
vélabúnaðurinn er úr sér genginn og
var alltaf að frjósa, sem leiddi til þess
að sífellt þurfti að endurræsa hann,“
segir Þuríður.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri
Þjóðskrár, segir að í dag taki fram-
leiðsla vegabréfa um tíu daga frá því
beiðni komi fram en að auki taki við
þrír sendingardagar. Að vetri til er
heildarbiðtími níu virkir dagar. Hún
segir að aukið álag sé á embættinu í
ár og á hverjum degi séu 300-500
vegabréf búin til. „Í ár er toppár í út-
gáfu vegabréfa því nú renna út bæði
bréf með fimm ára og tíu ára gildis-
tíma. Því áætlum við að um 75 þús-
und vegabréf verði framleidd í ár,“
segir Margrét. Hún segir að langur
biðtími helgist m.a. af gömlum bún-
aði og afkastagetu hans.
Útboð á nýju kerfi
„Hafin er vinna að því að halda
útboð fyrir nýtt vegabréfakerfi. Gerð
útboðslýsingar mun taka einhverja
mánuði og við gerum ráð fyrir því að
það fari fram á næsta ári, “ segir
Margrét. Hún segir að tvennt komi
til greina. Annars vegar að kaupa
búnað til vegabréfagerðar eða láta
erlenda verktaka um framleiðsluna.
„Í þessu samhengi höfum við
horft til nágrannalandanna. Nokkur
Norðurlandaríkjanna hafa valið
að kaupa árituð vegabréf af að-
ila sem framleiðir bækurnar
með öllum öryggiskröfum.
Öryggiskröfurnar eru miklar
og má líkja þeim við kröfur
þegar peningaseðlar eru
framleiddir,“ segir Margrét.
Hún segir að ekki verði ein-
göngu horft á kostnaðarliðinn,
heldur einnig þann tíma
sem framleiðslan tek-
ur.
Úr sér gengin tölvu-
kerfi í stjórnsýslunni
Morgunblaðið/RAX
Úrelt kerfi Tölvubúnaður og kerfi hjá hinu opinbera eru í mörgum tilfellum
orðin úrelt og getur það komið niður á skilvirkni í þjónustu við borgarana.
Við greiðslu skattskulda er ekki
hægt að fá kröfu þess efnis í
heimabanka, heldur ber greið-
anda að leggja inn á reiknings-
númer, hjá Tollstjóraembætt-
inu. Þurfi hann enn fremur að
skipta greiðslum þarf að semja
um það við starfsmann emb-
ættisins og muna eftir því að
greiða inn á reikninginn reglu-
lega.
Snorri Olsen tollstjóri segir
að greiðslur og opinber gjöld
séu ekki eins og eðlileg krafa
sökum þess að skuldajafna
þurfi bótum ríkisins upp í
þessar kröfur ef þurfa
þykir. „Þetta mun
breytast í framtíðinni.
Kerfið núna helgast af
flóknu kerfi sem snýr
að eindaga og gjald-
daga. Við erum að
skoða það að breyta
þessu en það kallar á
breytta löggjöf um inn-
heimtu á opinberum
gjöldum,“ segir Snorri.
Engar kröfur
í heimabanka
SKATTSKULDIR
Snorri Olsen