Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Síða 10
VIII
Skúla aðalatriðið, að ullin sje unnin hjer
á landinu. Fyrst fólksfjöldi er grund-
völlurinn undir velmegun landsins, þá
veit biskupinn, að ekki má amast við
fólkinu og það verður að liafa stað, þar
sem það getur hallað höfði sínu að.
Hannes Finnsson gefur verganginum hjer
í landinu mesta sökina á manufækkun í
hallærum. Hver fjölskilda, sem flosnaði
upp var rekin á vergang, og gagnið af
henni tapaðist mannfjelaginu. Hann sýn-
ir að vergangur og flakk byrjaði í alvöru
með Guðmundi biskupi Arasyni sem var
kallaður »góði« fyrir það, að hann tók á
móti öllum þess háttar lýð, og fór yfir
land með liann, og ljet aðra fæða liann.
Hann sýnir hvernig kaþólska kirkjan
hjelt líkri stefnu áfram. Þar fann hann
undirrót mannfjelagsmeinsins, og í Ár-
nessýslu og víðar leiddi hann í venju að
styrkja heimilin áður en þau flosnuðu
upp, og segir það vel gefast. Flakkið
var mannfjelagsmeinið, og skoðanir hans
voru síðar tekuar upp í sveitalöggjöf
landsins.
Með byrjun 18. aldar fær Hannes Finns-
son fastan grundvöll til að byggja alhug-
anir sinar á. Fólkið er talið 1703. Um
manndauðann af Stórubólunni rjett á
eftir, vita menn ljóst og liann færir rök
að því, að talan 18000 hafi verið rjett.
1750 hafa biskuparnir fyrir norðan og
sunnan látið presta telja fóJkið, og hann
skýrir frá því manntali, og segir það sje
áreiðanlegt. 1769 lælur stjórnin telja fólk-
ið. 1780 kemur upp fjárkláði fyrir norð-
an, og 1783—84 gengu Reykjamóðuharð-
indin yfir landið. Af þeim eru til góðar
skýrslur, sem Rentukammerið ljet sýslu-
menn á landinu safna, og var fjárskað-
inn þessi. 1783 1783-84 1784 Af liverju 1000 höfðu
voru til mistust lifðu af fallið
Nautpeningur 21457 11461 9996 534
Sauðfje 232731 190488 42243 818
Ilestar 36408 28013 8395 770
Af fólki dóu frá veturnóttum 1784 til
fardaga 1785 9238 manns fleiri en fædd-
ust. Þá vóru það ekki eingöngu fátækir
farandinenn og farandkonur, sem fjellu
úr harðrjetti eins og oftast var áður, þeg-
ar fóik fjell í hallærunum. Heimilismenn,
konur og börn dóu úr hungri á bæjun-
um, þar sem þeir áttu lieima.
Hugsjón Hannesar Finnssonar var þeg-
ar hann skrifar ritgjörð sína, að lands-
menn næðu aftur að verðu 50,000 manna.
Hann hefur góðar vonir um, að skepnunum
fjölgi fljótt aftur. Breytingin á verslun-
inni, sem varð 1787 þegar einokunin fjell
úr gildi, og verslunin við ísland var Ieyfð
öllum dönskum þegnum og íslendingum
sjálfum, fer fram hjá honum, án þess að
hann tali um hana. En Jón Eiríksson
sem fyrst gat komið gamla verslunar-
frelsinu á, eftir að áfallið 1783 — 84 hafði
gjörl það alveg ómögulegt að græða á
verslun við landið, leitaði hjartasár dauða
síns, þegar hann var orðinn úrkula von-
ar um viðreisn Islands þrátt fyrir það,
þó þessu mikla fjelagsmeini væri ljett af
lýðnum. Hannes biskup sá heldur ekki
hugsjónir sínar rætast, hann andaðist 1796,
57 ára gamall, eftir að hafa lagt fram
vitsmuni, fínustu mentun og krafta til
þess að finna orsakirnar tii mannfjelags-
meinsins mikla, fátæktarinnar á íslandi.
Skaftáreldana gat enginn mannlegur
kraftur bugað, og hungrið eftir þá var
ósigrandi með þeirra tíma samgöngum,
verslunareinokun og algerðri vöntun á
fjárhags-miðdepli í landinu sjálfu. Bisk-
upsstólarnir hjeldu uppi sínum smá há-
skólanum hvor þó tátæklingarnir fjellu úr
hungri. Lengra náðu tekjur þeirra í raun-
inni ekki, þó Skálholtsbiskup muni liafa
liaft 70,000 kr. árstekjur og Hólabiskup
líklegast 30,000 kr. í vorra daga pening-
um. Að framfleyta 50,000 manns á korn-
mal í eitt ár hefði lilolið að kosta
heila miljón króna. Alt varð að hallæri
í augum alþýðu þessara tíma. »íslands
óhamingju verður alt að vopni«, varð að
átrúnaði, og fyrir þá trú lagði margur
árar í bát. Alment svartsýni var í hvers