Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Side 13
með þólt stórar gloppur sjeu í þær. Fyrir
Ijeð sem til þeirra var varið, voru engin
líkindi til að meira gæti fengist, en feng-
ið er. —
Auk þessara tveggja manna sömdu þeir
Ólafur Pálsson, síðar dómkirkjuprestur,
Halldór Guðmundsson, síðar skólakenn-
ari, Magnús Slephensen, siðar landshöfð-
ingi og Westergaard, danskur maður í
stjórnardeildinni, skýrslur um landshagi.
þegar Bókmentafjelagið hætli að gefa
úl Landshagsskýrslur 1875, var það starf
lagt undir skrifstofu iandshöfðingja. Fyrstu
árin var litið unnið að því verki. Fjár-
veilingin voru einar 300 kr., og fyrir þær
var sára lítið gjört. Að undirlagi Arn-
ljóts Ólafssonar var fjárveitingin hækkuð
siðar uppí 50 kr. fyrir örkina til þess
að fá skýrslurnar samdar, og af því
leiddi að skýrslurnar fóru að koma út
1882, og því var haldið áfram þólt fjár-
veilingin væri færð niður i 40 kr. fyrir
örkina.
I5eir sem unnu að samningu þessara
skýrslna, voru fyrst og fremst þáverandi
landritarar, Jón Jónsson (frá Álaborg),
Jón Jensson yfirdómari, Hannes Hafstein
ráðherra og Jón Magnússon bæjarfógeti.
Jeg byrjaði þegar eftir 1880, og hef unnið
að þvi við og við til þessa. Miklu fleiri
verður að nefna en þessa menn. Sighvatur
Bjarnason bankastjóri vann lengi að
skýrslugjörð, einkum verslunarskýrslum.
þórður Jensson, Pjetur Zóphóníasson,
Sigurður Briem og Vilhjálmur Briem unnu
að ýmsum skýrslum um landshagi fyrir
landshöfðingjadæmið. Eftir að III. skrif-
stofa í Sljórnarráðsins lók við útgáfunni,
hafa unnið að skýrslugjörð Eggert Briem
skrifslofusljóri, Klemens lónsson landrit-
ari, cand. polit. þorsteinn þorsteinsson,
sem nú er hagstofustjóri, cand. polit. Georg
Ólafsson, cand. philos. Páll Eggerl Ólason
og cand. philos. Pjetur Hjaltested.
Utan Stjórnarráðsins hefur landlæknir
Guðmundur Björnsson gefið úl heilbrigðis-
skýrslur árlega, og ritsímastjórnin skýrsl-
ur um ritsímann.
þess verður að geta hjer, að árið 1910
kom út ritgjörð prófessors Björns M.
Ólsens um skattbændatal 1311 (Safn lil
sögu íslands IV. 4.) ítarleg og röksludd
ritgjörð um fólksfjöldann á landinu. Þar
sem jeg kann engin rök að rekja móli
því sem prófessorinn heldur fram, þá
liafa getgátur hans verið teknar upp í
II. kafia formála þessa.
1907 gaf Hagstofan í Kaupmannahöfn
út útdrált úr Landshagsskýrslum vorum,
sem eiginlega átti að vera einskonar hand-
hók fyrir danska þingmenn. Ríkisþingið
hafði veilt 7000 kr. til útgáfunnar. Ritið
heitir: »Sammendrag af Statistiske Op-
lysninger om Island« og eru 72 síður.
Það er snildarlega samið, og hvergi er
hlaupið yfir neitt frá síðari árum, sem
hjer hefur verið gefið út. í formálanum
fyrir því er sagður kostur og löstur á
Landshagsskýrslum vorum. Jeg vil vísa
til þess dóms, í stað þess að fara að
dæma um skýrslurnar eftir 1875 sjálfur.
En vil að eins geta þess, að fyrir þá
borgun, sem fengist hefur fyrir vinnuna,
er ekki unt að fara út í neinar verulegar
liagfræðilegar ransóknir. Það hefði verið
sama sem að vinna fyrir ekkert. Fjár-
veitingarvaldið liefur að minsta kosti
fengið svo góðar skýrslur fyrir framlög
sín, sem það gal búist við að fá.
Margur maðurinn álilur að hagskýrslu-
gjörð sje mesla leiðindaverk, en það er
alls ekki svo, þegar sá senr verkið vinnur,
fer að sjá lífið, sem liggur falið hak við
tölurnar. Verkið er þá líkast vinnu Iækn-
isins, sem þreifar á lífæðinni lil að kynna
sjer ástand þess, sem hann er sóttur til.
Sá er einn munurinn, að liagfræðingur
þreifar á lifæð þjóðarinnar, til þess að
komast fyrir, og skýra frá því, hvernig
lienni Iíði. Það vekur gleði ef ástandið
er gott, en hrygð sje það ílt. Frá 1880
lil 1912 eru það ein tvö tímabil, en bæði