Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Síða 161
141
Staddir Fjarverandi
karlnr konur kailar konur
í kaupstöðum................... 390 254 336 119
Utan kaupstaða................. 2491_____1566 2414 1709
Á öllu landinu... 2881 1820 2750 1828
Af stöddum voru 103 (100 karlar og 3 kfonur) fæddar utan íslands, en
heimilisfang ulan íslands áttu þó að eins 72.
2. Vöxtnr íiiannljöldans.
Accroissement de la population.
Skýrslur um mannfjöldann á íslandi ná rúmlega 200 ár aftur í tímann, því
að fyrsta opinbert manntal var tekið hjer af Árna prófessor Magnússyni árið 1703*).
Reyndist þá tala landsmanna alls 50444. Eftir það fækkaði landsmönnum af land-
farsóttum og óáran, svo að 1769, þegar næsla alment manntal fór fram, voru þeir
ekki nema 46201 manns. Síðustu þrjá áratugi 18. aldarinnar fjölgaði fólkinu aftur
litið eitt þrált fyrir Móðuharðindin 1783—1784.
Á töflu II (bls. 142) má sjá mannfjöldann í hverri sýslu og landsfjórðungi (miðað
við sýsluskiftingu þá sem nú er) á ýmsum tímum á 19. öldinni og við síðasta manntal.
Á siðastliðnum 110 árum (1801—1910), sem laílan nær yfir, liefir lands-
búum fjölgað úr 47240 upp í 85183 eða um 80%. Vöxturinn hefir þó verið æði
misjafn í landsfjórðungunum. Mestur hefir liann verið á Austurlandi, þar sem fjölg-
unin nam 112%, nokkru minni á Suðurlandi, 106%, en á Norðurlandi að eins 66%
og minst heíir fjölgunin verið á Veslurlandi, ekki nema 51%.
Til samanburðar á mannfjölguninni á ýmsum tímum hefir verið reiknuð úl
árleg fjölgun að meðallali, svo sem sjá má á síðari dálkunum í töfiu II. Hefur það
verið reiknað þannig, að gert er ráð fyrir, að mannfjöldinn vaxi sem höfuðstóll
með vöy.tum og vaxtavöxtum. Með því móti má beinlínis bera saman mannfjölg-
unina á öllum tímabilunum, enda þótl þau sjeu mislöng (síðasta tímabilið, 1901 —
1910, er t. d. 97i2 ár, 1890 —1901 11 ár og 1880 —1890 10l/i2 ár). Við samanburð
á mannfjöldanum fyr og siðar ber þess að gæta, að við eldri manntölin voru taldir
þeir, sem heimili áttu á hverjum stað, en síðan 1870 þeir, sem viðstaddir eru á
hverjum stað. Pegar lilið er á mannfjöldann í heild sinni gerir það að visu ekki
mikinn mun, því að þeir, sem fjarverandi eru, eru flestir staddir annarsstaðar á
landinu. En i einstökum sýslum kynni aftur á móti að verða vart við nokkurn
mun af þessari ástæðu og sjerstaklega í einstökum sóknum.
Alla síðastliðna öld og það sem af er þessari hefir mannfjöldinn á landinu
í heild sinni farið vaxandi frá einu manntali til annars, að undanskildum áratugn-
1) Reyndar segir Ilannes biskup I'innsson í ritgerð sínni um mannfækkun af hall-
ærum á íslandi (Lærdómslistafjelagsrit 14. b. bls. 213), að Porleifur lögmaður Kortsson hafl
látið tclja fólk í landinu milli 1670 og 1680 og að mannfjöldinn bafi þá verið rúmlega 50000
manns, en engar skýrslur munu annars vera til um pað manntal. Vmsar tilraunir liafa verið
gerðar til pess að ákveða mannfjöldann á fyrri öldum eftir ýmsum ágiskunum og likum.
Rækilegust cr sú tilraun, setn próf. Björn M. Ólscn liefir gert í ritgerð í Safni til sögu Islands
4. b. bls. 310—384. Leitasf hann þar við að ákveða mannfjöldann 1311 eftir tölu skattbænda,
1095 eftir tölu þeirra, sern þingfararkaupi áttu að gegna, og 965 eflir samskotum, sem bændur
gcrðu til launa lianda Eyvindi skáldaspilli. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að mannfjöld-
inn árið 965 hafi verið um 60000, 1095 um 78000 og 1311 um 72000.