Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þessir vösku menn unnu saman eins og einn mað- ur við að að útbúa settjörn við stífluna við Elliða- vatn í Kópavogi í vikunni. Regnvatnið rennur fyrst í settjörnina áður en það fer í Elliðaárnar. Fylgst er með vatninu í tjörninni og gripið til við- eigandi ráðstafana ef vart verður til dæmis við mengun. Þessi settjörn er nokkuð stór og er áætlaður kostnaður 50–60 milljónir króna, að sögn sviðsstjóra umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Settjarnirnar eru fljótar að fyllast af gróðri og falla fljótt inn í borgarlandslagið. Þegar gaumur er gefinn að er þær víða að finna í borginni. Stefnt er að því að fjölga þeim jafnt og þétt innan Kópavogs. Fyrstu settjarnirnar í Kópavogi voru útbúnar fyrir nokkrum árum. thorunn@mbl.is Kostnaður við framkvæmdina 50–60 milljónir Morgunblaðið/Golli Lífríki Elliðavatns í Kópavogi verndað með settjörn Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verð á raforku hefur hækkað um 3,8%–6,65% frá því í janúar 2014. Mesta hækkunin er hjá Orkusölunni, 6,65%, en minnst hjá Fallorku þar sem verðið hækkaði um 3,8%. Þetta kemur fram í nýrri könnum ASÍ á raforkuverði. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar segir skýringuna vera hækkun á heildsöluverði Lands- virkjunar. Heimilin í landinu greiða annars vegar fyrir flutning og dreifingu raf- orku og hins vegar fyrir raforkuna sjálfa. Ekki er hægt að velja dreif- ingaraðila, því dreifiveitur hafa sér- leyfi á tilteknum landsvæðum. Aftur á móti velur hver og einn kaupandi af hverjum hann kaupir raforkuna. Heimili á Reyðarfirði greiðir þannig Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir flutn- ing og dreifingu rafmagns en gæti vel keypt rafmagn af Orkubúi Vest- fjarða eða Orku náttúrunnar. Skattabreytingar á tímabilinu Í könnuninni var gert ráð fyrir að heimilið keypti 4.000 kWst á ári af raforku. Samanburðurinn nær til rúmlega eins og hálfs árs, en á því tímabili var skattur á raforkusölu, umhverfis- og auðlindaskatturinn, lækkaður úr 0,13 kr. á kWst. í 0,129 kr. á kWst. Virðisauki var lækkaður úr 25,5% í 24% og nýtt jöfnunar- gjald, sem leggst á alla greiðendur, sett á sem er 0,2 kr./kWst. Þetta eru gjöld sem fyrirtækin innheimta fyrir hönd ríkissjóðs. Mislangir samningar „Þetta liggur alfarið í hækkun á heildsöluverði frá Landsvirkjun sem hefur verið töluvert umfram verð- lag,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Hækkanir okkar fylgja þeim alger- lega.“ Spurður hvers vegna hækk- unin sé hlutfallslega mest hjá Orku- sölunni segir hann ýmsar skýringar á því. Gerðir séu mislangir samning- ar við Landsvirkjun og að auki séu sumar orkusölur með eigin virkjanir og það hafi áhrif á verð. Orkubú Vestfjarða er sú orkusala sem hækkaði verð sitt næstmest, en er þrátt fyrir það með lægsta verðið. „Það eru tvö hækkunartímabil inni í þessu,“ segir Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, spurður um skýringar á hækkuninni. Þar á hann við að þeir langtíma- samningar sem orkuveiturnar gera við Landsvirkjun um kaup á raf- magni feli í sér að verðið hækkar 1. júlí ár hvert í samræmi við vísitölu- hækkanir. Aðrar skýringar segir Kristján vera launahækkanir og dýr- ari aðföng sem tengjast orkufram- leiðslu Orkubúsins. Raforka hækkaði mismikið  Hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar sögð vera skýring  Launahækkanir og dýrari aðföng hafa einnig haft áhrif  3,8%–6,65% hækkun frá janúar 2014 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Til stendur að hefja viðræður við stjórnendur framhaldsskólanna í Reykjavík um möguleika á gjald- skyldu á bílastæðum á lóðum skól- anna. Sóley Tómasdóttir, borg- arfulltrúi VG og formaður Bílastæðanefndar Reykjavík- urborgar, segir að tilgangurinn sé að efna til viðræðna um bílastæða- mál. Ekki standi til að skikka skólana til að taka upp gjaldskyldu. „Það er mikilvægt að hvetja fram- haldsskólanema til að nota almenn- ingssamgöngur. Þeir eru að fá bíl- próf og það er jákvætt á margan hátt að stytta þann tíma sem ungt fólk er háð einkabílnum,“ segir Sól- ey. „Bílastæði kosta peninga eins og öll önnur þjónusta við einkabílinn og það er ekkert óeðlilegt að þeir taki þátt í þeim kostnaði.“ Að sögn Sóleyjar er stefnt að því að þessar viðræður hefjist í vetur og að þeim muni koma fulltrúar borg- arinnar, bílstæðanefndar, fulltrúar framhaldsskólanna og nemenda- félaganna. FÁ rukkar fyrir stæði Gjaldskylda hefur verið á bíla- stæðum við Fjölbrautaskólann í Ár- múla í nokkur ár. Bílastæðinu er lokað með aðgangshliði og er gjaldið fyrir bílastæði á haustönn 5.000 kr. auk 1.500 króna skilagjalds. Sóley segir að þetta fyrirkomulag hafi gengið vel, en segist ekki geta sagt til um hvort aðrir skólar muni hafa sama háttinn á. „Við bjóðum fram ráðgjöf okkar, ef það er vilji hjá skólunum til að fara þessa leið. Þær yrðu eflaust mismunandi, skólarnir eru með mismikinn fjölda stæða og misgott aðgengi að almennings- samgöngum.“ Hafa skólastjórnendur kallað eftir þessu? „Nei, þetta er að okkar frum- kvæði.“ Yrði ekki lagt í næstu íbúð- argötum ef það yrði farið að rukka fyrir stæði við skólana? „Auðvitað gæti gjaldheimtan haft neikvæð áhrif. En það þarf að skoða þetta á hverjum stað fyrir sig. Það er ekki Bílastæðasjóðs eða borgarinnar að taka ákvarðanir í þessum efnum, flestir af þessum skólum eru á lóðum í eigu ríkisins,“ segir Sóley. Vilja ræða gjaldskyldu á bílastæðum framhaldsskóla Samið var í kjaradeilu VM, Félags vélstjóra og málmtækni- manna, og Sam- taka atvinnulífs- ins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Guðmund- ur Ragnarsson, formaður VM, segir að í samn- ingnum sé bókun varðandi launaþró- unartryggingu sem skili sér í meiri upphafshækkun til félagsmanna en í fyrri samningnum sem VM og SA gerðu með sér hinn 22. júní sl. en sá var felldur í allsherjaratkvæða- greiðslu um samninginn í júlí með rúmlega helming atkvæða. Samningurinn nær til um 1.800 fé- lagsmanna VM sem höfðu boðað til ótímabundins verkfalls frá og með sunnudeginum næsta. „Við teljum okkur hafa bætt samninginn sem var felldur,“ segir Guðmundur en í nýja samningnum er einnig kveðið á um breytingar á orlofsréttindum félagsmanna. Með samningnum hefur, líkt og áður sagði, verkfallinu sem átti að hefjast á sunnudag verið frestað til 5. október verði samningurinn felld- ur. Félagsmönnum verður kynntur samningurinn á næstu dögum, að sögn Guðmundar, og verður niður- staða úr kosningu um samninginn að liggja fyrir eigi síðar en 22. sept- ember nk. ash@mbl.is Samið í kjaradeilu VM og SA Guðmundur Ragnarsson  Nær til 1.800 fé- lagsmanna VM Undirritaður var kjarasamningur milli kennara Tækniskólans og Tækniskólans í gær. Samningurinn byggist ekki á breyttu vinnumati líkt og innleitt var í ríkisreknum fram- haldsskólum með kjarasamningum sem voru undirritaðir í vor. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir að samninganefnd hafi verið skip- uð félagsmönnum úr röðum kennara Tækniskólans og var samið um 1,3 prósenta launahækkun kennara Tækniskólans frá 5. júní í stað 9,3 prósenta hækkunar í ríkissamn- ingnum. Gildistími samningsins er til 31. október 2016. ash@mbl.is Vinnumatið helst óbreytt HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ STUÐIÐ e-Up! rafmagnsbíll verð frá: 2.990.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.