Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sannkallað knattspyrnulandsliðsæði ríkti í gærkvöldi á meðan á landsleik Íslands og Hollands stóð, bæði á Ís- landi og í Amsterdam. Löngu eftir að flautað var til leiksloka voru þús- undir Íslendinga á Dam-torginu í borginni að mála borgina bláa. Ís- lenska landsliðið í knattspyrnu þarf aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Liðið leikur gegn Kasakstan á sunnudag og er fyrir löngu uppselt á leikinn. Um 4.000 Íslendingar sungu og trölluðu í Amsterdam fyrir leik og þeir sem höfðu enn orku eftir leik héldu viðteknum hætti. Þar var gleðin við völd og viðbúið að þetta langstærsta Íslendingapartý á er- lendri grundu stæði langt fram á nóttina. Rafmögnuð stemning Á Íslandi voru flestir barir þétt- setnir, fjölmenni var á Ingólfstorgi þar sem leikurinn var sýndur á risa- skjá og heimahús voru undirlögð af landsliðsstemningu. Alls staðar var stuð og stemningin rafmögnuð – nema í Vestmannaeyjum. Þar fór rafmagnið af í gær og misstu Eyja- menn því af leiknum í sjónvarpinu eftir að bilun varð í spenni í tengi- virki. Vinnuflokkar Landsnets fóru á staðinn og uppúr klukkan 22 var for- gangsorka komin á í Vestmanna- eyjum. Þrír leikir eftir Hollendingar tapa ekki oft heima- leikjum og er Ísland fyrsta þjóðin sem leggur Holland að velli í báðum leikjum í undankeppni og fyrsta þjóðin sem vinnur keppnisleik á Amsterdam ArenA. Hollendingar höfðu ekki tapað heimaleik síðan í október árið 2000. Íslenska landsliðið á þrjá leiki eft- ir, gegn Kasakstan, Lettlandi á heimavelli og svo gegn Tyrklandi á útivelli. Ísland er efst í riðlinum með 18 stig, tveimur stigum meira en Tékkland og heilum átta stigum á undan Hollendingum. Nánar er fjallað um leikinn sjálfan á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. Skapti Hallgrímsson Stuð Dam torgið í Amsterdam fyrir leik. Þar komu Íslendingar saman og sungu sigursöngva og drukku í sig kjark áður en haldið var á Amsterdam Arena þar sem leikurinn fór fram. Allt ætlaði um koll að keyra  Sögulegum sigri íslenska landsliðsins í knattspyrnu fagnað víða  Eyjamenn misstu af leiknum  Gríðarleg stemning á íþróttabörum og í heimahúsum  Amsterdam máluð blá í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Víti Þeir sem ekki komust út til Amsterdam hittust víða til að horfa saman. Á Ölveri var Tólfan með hitting þar sem allt ætlaði um koll að keyra þegar íslenska landsliðið fékk dæmt víti eftir að brotið hafði verið að á Birki Bjarnasyni. Morgunblaðið/Eggert Áfram Sigurreifir Íslendingar veifuðu fánum og fylltust þjóðarstolti þegar flautað var til leiksloka. Eitt stig dugar til að komast á EM í Frakklandi. Skapti Hallgrímsson Kóngurinn Fáni með nafni Eiðs Smára Guðjohnsen á lofti. Morgunblaðið/Eggert Tilfinningar Trúlega hafa margir öskrað jafnhátt og þessi ágæti maður þegar Gylfi Þór skoraði markið sem tryggði Íslandi sigur á Hollandi. Skapti Hallgrímsson Risastórt Íslendingapartý Sennilegaa hefur aldrei áður verið haldið stærra Íslendingapartý en á Dam torginu í Amsterdam í gær. Íslenski fáninn og landsliðstreyjur gerðu Dam torgið að bláu mannhafi þar sem allir voru glaðir. „Það er víst ekki hægt að vera á tveimur stöðum í einu,“ segir Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur KSÍ, en hann mun ekki verða á vell- inum á sunnu- dag þegar Ísland leikur gegn Kasakstan heldur í Berlín. Er þetta fyrsti landsleikur sem Páll missir af í langan tíma. Í stað hans verður Þorsteinn Ragnarsson, vallarþulur Fylkis. „Ég er að fara til Berlínar að vinna með KKÍ á Evrópumótinu í körfubolta. Við Þorsteinn höfum verið í sambandi síðustu daga og farið yfir hlutina. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fara eftir og það má ekki segja hvað sem er. Það verður erfitt að hugsa til Íslands á sunnudag en ég hef fulla trú á strákunum.“ Fjarverandi á sunnudag PÁLL SÆVAR GUÐJÓNSSON ER RÖDDIN Á LAUGARDALSVELLI Páll Sævar Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.