Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Andlit bæjarins nefnist sýning sem
opnuð var í Duus Safnahúsi í gær.
Sýningin er framlag Listasafns
Reykjanesbæjar til Ljósanætur og
unnin í samstarfi við Ljósop, félag
áhugaljósmyndara í Reykjanesbæ.
„Það hefur verið stefna Lista-
safnsins að á Ljósanótt, menningar-
og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar,
sé heimafólk í fyrirrúmi og hafa
listamennirnir hverju sinni tengst
Reykjanesbæ með einum eða öðrum
hætti. Að þessu sinni er hvort
tveggja, viðfangsefnin og ljósmynd-
arinn, heimafólk og á sýningunni
verða rúmlega 300 myndir af bæjar-
búum til sýnis og um helgina verða
teknar fleiri myndir af íbúum og
brottfluttum á fyrirfram auglýstum
tímum því takmarkið er að ná sem
flestum,“ segir m.a. í tilkynningu frá
safninu.
Þar kemur fram að upphaflega
hafi verkefnið Andlit bæjarins orðið
til eftir áramótin 2015 þegar Ljósop
ákvað að setja upp litla sýningu fyrir
Safnahelgi á Suðurnesjum sem hald-
in var í mars sl. Að sögn Björgvins
Guðmundssonar, sem tekið hefur
allar myndir sýningarinnar, byrjaði
hann á því að mynda vini og vanda-
menn en fljótlega fór hann að hafa
uppi á fólki sem gaman væri að
mynda. „Verkefnið hefur spurst út
og smám saman hefur það aldeilis
undið upp á sig. Verkefnið hefur
mikið og skemmtilegt sögulegt gildi,
þá sérstaklega fyrir komandi kyn-
slóðir,“ segir Björgvin.
Aðalsteinn Ingólfsson er sýning-
arstjóri og bendir hann á að metn-
aður hópsins sé mikill. „Upprunaleg
áform þeirra snerust um almenna
hyllingu íbúa Reykjanesbæjar, gerð
andlitsmynda af ákveðnum fjölda
bæjarbúa á öllum aldri. Fram-
kvæmdin hefur nú undið upp á sig.
Sú sýning sem kynnt er hér á Ljósa-
nótt er fyrsti kafli mikillar her-
ferðar, hverrar endanlegt markmið
er að taka ljósmyndir af öllum núlif-
andi Reyknesingum, heimamönnum
jafnt sem burtfluttum íbúum bæjar-
ins. Vissulega er hér ekki tjaldað til
einnar nætur, en takist þeim Björg-
vin og félögum hans þetta ætlunar-
verk sitt, að öllu eða langmestu leyti,
er hér lagður grunnur að mikils-
verðu framlagi til uppsöfnunar-
myndlistar, og ekki síður til átta-
hagabundinnar sagnfræði, mann-
fræði og félagsfræði,“ segir
Aðalsteinn í sýningarskránni.
Opnuð hefur verið sérstök vefsíða
í kringum verkefnið á slóðinni: and-
litbaejarins.com/
Sýningin er opin alla daga milli kl.
12 og 17, en aðgangur er ókeypis.
Andlit bæjarins í Duus
Ljósmynd/Björgvin Guðmundsson
Ásjóna Á sýningunni verða rúmlega 300 myndir af bæjarbúum til sýnis.
The Drop Dead Diet nefnist dans-
verk sem frumsýnt var á Reykjavík
Dance Festival í seinasta mánuði, en
tvær sýningar verða á verkinu í
Tjarnarbíói sunnudaginn 6. sept-
ember og föstudaginn 11. september
kl. 20 bæði kvöld. „Í verkinu er tek-
ist á við útlitslegar staðalímyndir í
samfélaginu og öfgar í megrunar-
kúrum. Áhorfendum er boðið á
kynningu á nýjum og öfgafullum
megrunarkúr, The Drop Dead Diet.
Þeir fá jafnframt að sjá hvernig
manneskjan tekst á við megrunar-
kúra, meðal annars líkamlega
áreynslu sem og breytingar á lík-
amsvexti, freistingar og aðrar and-
legar þolraunir,“ segir í tilkynningu.
Höfundar og flytjendur verksins
eru Gígja Jónsdóttir og Guðrún
Selma Sigurjónsdóttir. Þær útskrif-
uðust báðar af samtímadansbraut
Listaháskóla Íslands árið 2013, en
höfðu áður stundað skiptinám í lát-
bragðsleik haustið 2012, Gígja í Prag
og Guðrún Selma í Stokkhólmi.
Þriðji flytjandi verksins er mynd-
listar- og tónlistarmaðurinn Loji
Höskuldson sem jafnframt semur
tónlistina. Loji, sem er meðlimur
hljómsveitarinnar Sudden Weather
Change, reynir að sameina tónlist og
frásagnarlist og hefur m.a. samið tvö
útvarpsleikrit. Leikmynda- og bún-
ingahönnuður er Eleni Podara, sem
búið hefur á Íslandi sl. tvö ár og m.a.
unnið með Páli Óskari og Grísalap-
palísu. Podara er með masters-
gráðu, annars vegar í arkitektúr frá
Aþenu og hins vegar í leikmynda-
hönnun frá Prag.
Dansverk um megrun
Látbragð Guðrún Selma Sigurjónsdóttir og Gígja Jónsdóttir í sýningunni.
Amber is the color of your energy nefnist sýning sem
Anna Hrund Másdóttir opnar í Galleríi Listamönnum í
dag. „Stöðug leit Önnu Hrundar að földum fjársjóðum í
hennar nánasta umhverfi einkennir list hennar að miklu
leyti. Hversdagsleg fyrirbæri eins og vaxlitir, köku-
skraut og límbandsrúllur öðlast nýtt líf í meðförum
hennar og úr verða oftar en ekki litskrúðug málverk,
skúlptúrar og innsetningar. Verk hennar fá fólk til að
sjá hlutina í kringum sig í nýju ljósi ekki síður en að vísa
í listasöguna og eiga samtal við hana,“ segir í tilkynn-
ingu. Anna Hrund lauk B.S. gráðu í stærðfræði frá HÍ
áður en hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá
LHÍ 2010. Hún stundar nú mastersnám við California
Institute of the Arts í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Anna Hrund opnar sýningu
Fjársjóðir Anna Hrund vinnur með hversdagsleg fyrirbæri.
Fiðluleikarinn Eva Mjöll
Ingólfsdóttir heldur tón-
leika í Löngubúð á Djúpa-
vogi annað kvöld kl. 20.
Þar frumflytur hún tvö ný
verk; „Meistarinn himna
hers“ útsett af David Mor-
neau og „Hugsanir
Hrafna“ eftir Mark Hagg-
erty. Auk þess flytur hún
stutt verk eftir 15 tónskáld
og tekur hvert um sig eina mínútu í flutningi; „An
Evening indigo“ eftir Rain Worthington með vídeó
eftir Rakel Steinarsdóttur og ljóð Gunnbjargar Óla-
dóttur og „Lavaflow“ eftir sjálfa sig við vídeó eftir
Daða Harðarson og Rakel Steinarsdóttur.
Eva nam fiðluleik við Tónlistarháskólann í Brussel,
síðar í Genf og loks Sweelink tónlistarháskólann í
Amsterdam. „Fiðluleikur hennar ber keim af hinum
a-evrópska og rússneska skóla með slípuðum, fín-
gerðum en jafnframt tilfinningaþrungnum tóni. Eva
var um tíma búsett í Japan þar sem hún efndi til tón-
leika sem hlutu mikið lof, en efni þeirra var hljóðritað
á fyrsta geisladisk hennar 1995. Annar geisladiskur
kom út 1998. Eva stundaði um tíma nám í tónsmíðum,
hljómsveitarritun og stjórn við Harvard háskólann í
Boston. Hún hefur búið og starfað víða um heim og er
núna búsett í New York,“ segir í tilkynningu.
Fiðlutónleikar í Löngubúð
Eva Mjöll Ingólfsdóttir
Útför – saga ambáttar og skatt-
svikara nefnist nýr gamanleikur
sem frumsýndur verður á Bryggju-
loftinu á veitingastaðnum Bryggj-
unni á Akureyri í kvöld kl. 21. Í
verkinu er leitað svara við því
hvað geri Íslendinga að Íslend-
ingum, hvaðan þeir komi og hvert
þeir séu að fara. „Í verkinu er mis-
kunnarlaust gert grín að hegðun
og hugðarefnum Íslendinga, en
þar koma m.a. við sögu landflótti
til Noregs, offjölgun ferðamanna,
byrjendalæsi og Framsóknarflokk-
urinn. Veigamikill þáttur verksins
eru frumsamin lög, en sýningin
inniheldur titla á borð við „For-
feðraveldið“, „Þetta reddast allt“
og „Miðað við höfðatölu“,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Sýningin er samin og flutt af
Vandræðaskáldum, en þau eru
Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og
leikstjóri, og Vilhjálmur B. Braga-
son, leikskáld. Bæði eru þau til-
tölulega nýkomin heim úr námi frá
London, en Útför er þeirra fyrsta
sýning eftir heimkomu. Búninga-
og sviðsmyndahönnuður er Herdís
Hermannsdóttir.
Ljósmynd/Daníel Starrason
Vandræðaskáld Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir í hlutverkum sínum í
gamanleiknum Útför – saga ambáttar og skattsvikara sem frumsýndur verður í kvöld.
Nýr gamanleikur sýndur á Bryggjunni
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 4/9 kl. 19:30 Sun 13/9 kl. 19:00 Fim 24/9 kl. 19:00
Lau 5/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Fös 25/9 kl. 19:00
Lau 12/9 kl. 19:00 Sun 20/9 kl. 19:00 Sun 27/9 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 10/9 kl. 20:00 aukas. Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 aukas. Mið 23/9 kl. 20:00
Aukasýningar í september
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 Sun 4/10 kl. 13:00 Sun 11/10 kl. 13:00
Sun 27/9 kl. 13:00 Lau 10/10 kl. 13:00
Haustsýningar komnar í sölu
Hystory (Litla sviðið)
Lau 12/9 kl. 20:00 Sun 20/9 kl. 20:00 Sun 27/9 kl. 20:00
Fös 18/9 kl. 20:00 Fös 25/9 kl. 20:00
Aðeins þessar sýningar!
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Þri 8/9 kl. 19:30 fors. Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn
Mið 9/9 kl. 19:30 fors. Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn
Fim 10/9 kl. 19:30 fors. Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn
Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 4/9 kl. 19:30 Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn
Fös 4/9 kl. 19:30 Aðalæ. Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn
Lau 5/9 kl. 19:30 Frums. Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn
Sun 6/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Fim 10/9 kl. 19:30 Frums. Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn
DAVID FARR
HARÐINDIN