Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  212. tölublað  103. árgangur  EDDA BJÖRG SEGIR VERKIÐ KREFJANDI RÉTTIRNAR HÁPUNKTURINN HAGFRÆÐILEG ÁHRIF ÍÞRÓTTA- AFREKANNA FRÆG RÉTT Í AÐALDAL 18 VIÐSKIPTAMOGGINN4:48 PSYCHOSIS 38 Morgunblaðið/Eggert Upp á þak Alls fóru 22 illa fest trampólín á loft í fyrsta hvellinum. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að litlum og ein- földum verkefnum fari fjölgandi. Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla í fyrrinótt sem Smári seg- ir að hafi verið frekar einföld verkefni og til séu fleiri leiðir til að leysa þau en að hringja í 112 og bíða svo. „Ég er búinn að flytja margar ræður um hegðun Íslendinga og að það sé búið að ala okkur upp í að vera svolitlir aumingjar. Fólk stendur í glugganum heima hjá sér og sér ruslatunnu nágrannans takast á loft og stefna á bíla. Hvers vegna í ósköpunum er ekki farið af stað, náð í tunnuna og komið í veg fyrir tjón?“ spyr Smári en verkefni björgunar- sveita þessa fyrstu haustlægð voru yfirleitt að elta trampólín og tunnur. »4 Eltust við tunnur og trampólín  Fleiri leiðir en að hringja í 112 Alvarlegar afleiðingar » Nýir búfjársjúkdómar gætu haft alvarlegar afleið- ingar fyrir landbúnaðinn. » Það gæti til dæmis kostað 800 milljónir til tvo milljarða að losna við garnaveiki úr nautgripastofninum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Áhættumatið stendur fyrir sínu, ef við þurfum síðar á því að halda að sanna nauðsyn þess að við þurf- um og getum sjálf stjórnað okkar innflutningi á lifandi dýrum,“ seg- ir Halldór Runólfsson, ráðgjafi í atvinnuvegaráðuneytinu og fyrr- verandi yfirdýralæknir, um gildi áhættumats vegna frjáls innflutn- ings lifandi dýra til landsins. Það var gert vegna aðildarviðræðna við ESB. Hann leggur áherslu á að Ísland verði áfram með betri sjúkdóma- stöðu en ríki ESB og hægt sé að sanna afleiðingar frjáls innflutn- ings með þessari skýrslu, ef þess verður talin þörf í framtíðinni. Danskur sérfræðingur var feng- inn til að gera áhættumatið og það hefur verið ritrýnt af svissneskum vísindamanni. Meginniðurstaða þess er sú að ef hafinn yrði inn- flutningur á lifandi dýrum væru miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum húsdýrum strax á fyrsta ári. Áhættan myndi aukast með hverju árinu sem liði. Meðal ann- ars er talið líklegt að garnaveiki kæmi upp í íslenskum kúm og miklar líkur á að veirur sem valda mæði-visnu bærust í sauðfé og geitur. Stýra verður innflutningi  Áhættumat bendir til að búfjársjúkdómar myndu strax berast í íslenska bú- fjárstofna ef leyfður yrði frjáls innflutningur lifandi dýra samkvæmt reglum ESB MSjúkdómar bærust »22 Morgunblaðið/Skapti Stemning Stuðningsmenn Íslands sungu mikið í Hollandi með Tólfuna í fararbroddi. Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur gert lag- ið Ég er kominn heim að sínu og sungið hástöfum. Benjamín Hallbjörnsson, vara- formaður Tólfunnar, tekur undir að lagið sé óopinbert lag Tólfunnar. Lagið hefur gengið í endurnýjun lífdaga en á sunnu- dag var ákveðnum hápunkti náð þegar tíu þúsund áhorfendur á landsleik Íslands og Kasakstan sungu lagið, sem Óðinn Valdi- marsson gerði frægt á sínum tíma. Benjamín er einn af forsprökkum Tólf- unnar og hóf að syngja lagið 2011 þegar hann flutti heim frá Spáni. Hann segir að í Pilzen í Tékklandi, fyrstu alvöru ferð Tólf- unnar, hafi lagið komið rosalega sterkt inn. Eftir sigurleikinn gegn Hollandi í Amsterdam var lagið sungið hástöfum lengi eftir leik. »15  Óopinbert stuðnings- mannalag Tólfunnar Söngur Óðins ómar enn þá Um eitt þúsund íslenskir körfuboltaáhugamenn hafa stutt landslið Íslands með ráðum og dáð í leikjum þess í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín síðustu daga. Stuðningur þeirra við liðið hefur vakið mikla athygli, ásamt góðri frammistöðu íslensku leikmannanna sem þó hafa átt við ofurefli að etja í leikjunum. » Íþróttir Styðja strákana með ráðum og dáð Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Frábær stuðningur við körfuboltalandsliðið á EM í Berlín „Það mun skorta orku á Norðurlandi og Austurlandi og þá þarf að senda orku héðan að sunnan í meira mæli. Þennan flutning þarf að skipuleggja afar vel og kerfið ræður ekki við neina aukningu þegar mikið álag er. Þess vegna horfum við fram á veturinn sem framundan er og sjáum að það þarf að öllum líkindum að grípa til skerðinga,“ seg- ir Guðmundur I. Ásmundsson, forstjóri Landsnets, í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Nú er útlit fyrir að vatnsskortur verði til þess að takmarka raforkuframleiðslu að nokkru marki á komandi vetri. Skerðingin er þó ekki aðeins vegna þess að það vanti orku heldur einnig vegna þess að flutnings- kerfið ræður ekki við verkefnið. „Þá fara menn að keyra á olíu,“ segir Guðmundur. Landsnet hefur látið reikna það út að þjóðhagslegt tap af þessum vanköntum flutningskerfisins hlaupi á bilinu 3-10 millj- arðar á ári. „Á síðustu árum höfum við hreinlega þurft að borga skemmdir á ýms- um rafbúnaði hjá neytendum sem hefur orðið fyrir skemmdum vegna flökts á kerf- inu. Það er að sjálfsögðu óviðunandi," segir Guðmundur. »ViðskiptaMogginn Raforka skert fyrir norðan og austan  Flutningskerfið ræður ekki við aukningu í álagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.