Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 19
Norðurþing varð til árið 2006 við sameiningu fjögurra
sveitarfélaga, þ.e. Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps,
Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps. Þar og í Þing-
eyjarsveit búa rúmlega 3.700 manns, en samanlögð stærð
sveitarfélaganna er yfir 9.700 ferkílómetrar.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
14.990
19.900
15.000
fólks. „Réttin er umgjörð um þessa
uppskeruhátíð sem réttardagurinn
er. Fólk sér hvernig lömbin koma af
fjalli og hvernig afkoma ársins er.
Það leggur á sig mikil ferðalög til
þess að koma og fjölskyldur samein-
ast í þessu ferli.“
Fjölskylduhefðirnar leika einnig
stórt hlutverk í réttum. „Hver fjöl-
skylda á sér sínar hefðir á réttardag-
inn. Snýr það m.a. að því hvaða nesti
er valið og hvaða rútínu farið er eftir.
Það er hluti af því sem ég kalla, sem
þjóðfræðingur, hátíðarhald. Að fólk
myndar sínar eigin hefðir í kringum
tilefnið. Þær geta verið mjög hvers-
dagslegar en skipta engu að síður
máli. Okkar fjölskylda sest t.d. niður
þegar við komum heim og fáum við
okkur kaffi og vöfflur. Ég held að
flestir hafi einhverja hefð og að því
leyti svipar réttunum til jólahalds.“
Ljósmynd/Margrét Sverrisdóttir
Urð og grjót Gríðarleg vinna fór í að endurhlaða réttina og gera hana stöðugri. Hér sést Oddur Bjarni að störfum.
Ljósmynd/Margrét Sverrisdóttir
Tilbúin Réttin hefur sjaldan eða aldrei verið í jafn góðu ástandi.
Að Laugum tók Matarskemman
til starfa fyrir ári. Þar er aðstaða
fyrir áhugasama til þess að vinna
matvæli bæði til sölu og til einka-
nota og stunda þar tilraunastarf-
semi í matvinnslu. Má þar finna
þurrkofn, suðupott, tæki til kjöt-
vinnslu og bjúgnagerð, en einnig
er þar leitast við að koma til
móts við þá sem koma með nýjar
hugmyndir.
Á bænum Vallakoti í næsta ná-
grenni Lauga búa Jóhanna
Magnea Stefánsdóttir og Þór-
steinn Rúnar Þórsteinsson. Þau
hafa stundað búskap í tuttugu ár
en með opnun Matarskemm-
unnar hafa þau getað selt afurðir
sínar beint frá býli. Ær og kýr
eru ær þeirra og kýr, en hjá þeim
fæst ferskt lamba- og nautakjöt
auk krydds og sultna og á haust-
in má þar fá frosna súpu sem þau
eru að hefja framleiðslu á.
„Við fórum út í þetta til að fá
meira fyrir afurðir okkar. Þann-
ig gerum við milliliði óþarfa og
vitum að það er engu verið að
blanda út í kjötið okkar. Við er-
um því að senda frá okkur mjög
hreina vöru,“ segir Jóhanna, sem
vinnur í hlutastarfi í skemmunni
meðfram búskap. bso@mbl.is
Tækifæri til nýsköpunar í matvælaframleiðslu
Ljósmynd/Hanna Þórsteinsdóttir
Heima í stofu Hjónin á bænum hafa stundað búskap í tuttugu ár.
Matarskemma og
beint frá býli
Ljósmynd/Vallakot
Vinnsla Aðstaða er í Skemmunni
til ýmissar matvinnslu.
bæjarbúa við upphaf skammdegis.
„Þetta verður heilmikil dagskrá
og eitthvað á hverjum degi. Það
verður sagnanámskeið og sam-
koma sem við köllum „Skrínukost“,
en þá kemur fólk með mat og gleðj-
umst við saman yfir öskunum. Þá
verður einnig sýning í tilefni af 70
ára afmæli Raufarhafnar, en dag-
skráin er enn í mótun og verður
kunngjörð bráðlega. Þetta hefur
verið vel sótt og ég tel að flestir í
bænum nýti einhvern viðburð,“ seg-
ir Silja.
Bæjarfélag í sókn
Silja leiðir jafnframt atvinnu-
þróunarverkefni í bænum, en hún
segir ýmislegt hafa áunnist í þeim
efnum. „Fólki hefur fjölgað í bæn-
um síðustu ár og ýmsir aðilar eru
að hugsa sér til hreyfings í ferða-
þjónustu. Þeir horfa mikið til af-
þreyingarferða og hér eru þegar
tvö ferðaþjónustufyrirtæki – annað
í veiðiferðum og hitt í heilsugeir-
anum. Hér eru tvö gistihús og eitt
hótel sem gengu ágætlega í sumar
þrátt fyrir veðrið fyrir norðan.
Fiskvinnslan er einnig mjög stöðug
og með fjölbreytta vinnslu. Það er
því mikið að gerast.“
Ljósmynd/Silja Jóhannesdóttir
Heimskautagerði Miðsúlan er ris-
in með fjögur hlið til höfuðátta.
Spurður hvaða minningar standi einna helst upp úr
þegar kemur að réttum segist Böðvar muna eftir
mörgum góðum atvikum. Ein minning sker sig hins
vegar úr. „Maður gleymir aldrei réttunum 2012. Það
drapst um þúsund fjár í afréttinni og það tók sex
vikur að ná því niður. Það var skelfilegt.“
Sigurlaug upplifði það haust einnig sterkt. „Fólk-
ið fann fyrir samstöðunni og sorginni vegna þessara
atburða. Það birtist þarna hnotskurn af samfélag-
inu sem kristallaði stemninguna á þessum tíma.“
Gleymir aldrei réttunum 2012
UPPLIFÐI MIKLA SAMSTÖÐU
Frost Mikill fjöldi fjár
varð úti árið 2012.