Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 ✝ Bjarni Kjart-ansson fæddist á Siglufirði 31. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 27. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Kjartan Bjarnason, f. 13. október 1911, og Helga Gísladóttir, f. 31. maí 1910, bæði látin. Börn þeirra auk Bjarna eru: Svanhildur (Stella), f. 3. ágúst 1934, d. 31. mars 2013. Ásta, f. 1937, d. 1939, Ást- hildur, f. 14. mars 1940, Gísli, f. 2. júní 1944, og Sigurjón, f. 5. desember 1949. Bjarni giftist Brynju Guð- mundar er Friðrikka, móðir hennar er Geirný Geirsdóttir. Brynja og Bjarni bjuggu alla tíð í Reykjavík, nú síðast í Sól- heimum 23. Bjarni ólst upp á Siglufirði, gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar. Síðan lá leið hans suður í Verslunarskólann þar sem hann tók verslunarpróf. Bjarni hóf störf í víxladeild Landsbanka Íslands og starfaði í ýmsum öðrum deildum bankans. Hann réðst til Seðlabanka Ís- lands við stofnun hans og var ráðinn deildarstjóri ávís- anaskiptadeildar 1971 og varð síðan deildarstjóri í endurskoð- unardeild 1977. Hann lét af störfum 30. apríl 1999 eftir 45 ára starf. Útför Bjarna fór fram frá Fossvogskirkju 31. ágúst 2015. mundsdóttur, f. 27. ágúst 1937, þann 1. apríl 1956. Börn þeirra: 1. Þórhallur Stefán Skjaldarson, f. 15. ágúst 1953, d. 13. nóvember 2010. 2. Helga, f. 1955, dó 2ja mánaða. 3. Helga Björk, f. 8. október 1956, dótt- ir hennar Tinna. Faðir Tinnu er Gunnar Erlingsson. 4. Sigrún (Didda), f. 22. nóvember 1957. 5. Kjartan, f. 15. júlí 1959, giftur Margréti S. Sigurðardóttur, börn þeirra eru María Vigdís og Bjarni. 6. Guðmundur Grétar, f. 21. mars 1968, í sambúð með Alice Haywood, dóttir Guð- Mig langar að minnast tengda- föður míns, en það eru liðin 38 ár frá því að ég kynntist Bjarna. Hann sá ávallt spaugilegu hlið- arnar á hlutunum og stutt var í grínið. Þegar við Kjartan giftum okkur þá sagði hann brosandi: „Það er ekki hægt að skila“. Tengdapabbi var rólegur, góð- hjartaður og hlýr maður sem hafði góða nærveru. Ég kveð hann með miklum söknuði. Hann fékk kærkomna hvíld eftir veik- indin. Eftir lifa dýrmætar minn- ingar. Bjarni var Siglfirðingur, elstur fimm systkina. Faðir hans var Kjartan Bjarnason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Siglufjarðar, og móðir Helga Gísladóttir kennari. Bjarni söng með karlakórnum Vísi á yngri árum og var alla tíð mikill tónlistarunnandi. Brynja, eftirlifandi eiginkona Bjarna, er einnig Siglfirðingur. Brynja átti fyrir soninn Þórhall Stefán (Halla), sem Bjarni leit ávallt á sem sinn. Börnin komu eitt af öðru, fyrst Helga, f. 1955, dó 2ja mánaða. Ári síðar kom Helga Björk, þá Sigrún (Didda), Kjartan og svo Guðmundur Grétar (Gummi). Bjarni og Brynja bjuggu á Langholtsvegi þegar ég kynnist þeim. Tengdapabbi æfði badmin- ton tvisvar í viku, með félögum úr bankanum allt frá því að TBR- húsið var byggt og hætti ekki fyrr en 80 ára. Bjarni ferðaðist þó- nokkuð um ævina m.a. til Sri Lanka, Kína og fór tvisvar í sigl- ingu um Karíbahaf. Í síðara skipt- ið fóru þau með okkur fjölskyld- unni. Bjarni var mikill matmaður og naut þess að borða og laga góð- an mat. Margar minningar koma fram. Þegar Bjarni (junior) sonur minn var 3ja ára og við á þorra- blóti stingur tengdapabbi há- karlsbita upp í þann litla. Ég vara hann við að sá stutti muni spýta bitanum út úr sér. Hann horfði sigri hrósandi á mig þegar junior bað um meira. María dóttir mín fór að fá lánaða klassíska diska hjá afa sínum þegar hún var ung- lingur. Hann hafði gaman af því. Bjarni var veðuráhugamaður mikill og þurfti að fá að vita hvernig veðrið var þar sem ástvin- ir dvöldu. Ef við heyrðum í Maríu í Salzburg eða í junior í Japan þá varð að muna að spyrja um veðrið. Hann rengdi eitt sinn Kjartan, sem var staddur á Ítalíu, um að það væri sól hjá honum því veð- urfréttirnar höfðu spáð rigningu. Bjarni heimsótti oft Halla, Diddu og Gumma sem öll bjuggu í Noregi. Hin síðari ár fór Bjarni með Gísla bróður sínum í heim- sóknir til yngsta bróðurins, Sigga, í Þýskalandi. Samvera bræðranna var Bjarna mjög kær, nú búa Gísli og Siggi að þessum minningum. Stórt áfall varð í fjölskyldunni þegar Halli dó og svo rúmu ári seinna þegar Helga fékk heila- blæðingu. Mikið var lagt á tengdaforeldra mína á stuttum tíma og nú tengdamömmu við frá- fall Bjarna. Megi hún finna styrk í sorg sinni. Tengdafaðir minn kvaddi þennan heim umvafinn ástvinum, á afmælisdegi tengdamóður minnar, 27. ágúst sl,. á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Þar hafði hann dvalið í rúmlega hálft ár á 3. hæð suður, Sólheimum. Þar hlaut hann mjög góða umönnun. Starfsfólkið þar er alveg einstakt og reyndist honum og fjölskyldunni frábær- lega á erfiðum tímum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Blessuð sé minning þín elsku tengdapabbi. Margrét S. Sigurðardóttir. Bjarni Kjartansson Fallin er nú frá heiðurskonan Em- ilía Jóhanna Bald- vinsdóttir, eða frú Emilía, eins og hún var gjarnan kölluð, hvort heldur sem var af starfsfólki bæj- arskrifstofu Kópavogs eða vinum og kunningjum. Emilía byrjaði að vinna hjá Kópavogsbæ 1. janúar 1969 og vann þar í rúm þrjátíu ár. Ég var svo heppinn að fá að kynn- ast Emilíu frá tveimur hliðum. Annars vegar í gegnum ástkæran son hennar, Hlyn Guðjónsson, og svo í gegnum Kópavogsbæ þegar ég var fyrst kjörinn bæjarfulltrúi í Kópavogi. Emilía var starfsmaður bæjar- lögmanns og manntalsfulltrúi lengst af en sinnti einnig ýmsum öðrum störfum á bæjarskrifstof- unum. Það orð fór af henni að hún hafi verið samviskusöm og dugleg og ég varð fjótt var við það hversu vakin og sofin hún var yfir þeim störfum sem henni voru falin. Emilía var skemmtilegur „kar- akter“ og var mikill fagurkeri og Emilía Jóhanna Baldvinsdóttir ✝ Emilía Jó-hanna Bald- vinsdóttir fæddist 23. september 1926. Hún lést 10. ágúst 2015. Útför Emilíu fór fram í kyrrþey að eigin ósk. smekkvís og segir starfsfólkið mér að þess hafi víða gætt á bæjarskrifstofunum. Vegna þessara eigin- leika hennar kom ekki annað til greina en að fela henni að stjórna vali á vinnu- fatnaði sem sveitar- félagið afhenti starfsfólki sínu eins og hefð var fyrir á sínum tíma. Dugnaðarforkurinn Emilía var oft í margfaldri vinnu og lagði mikið á sig til að framfleyta heimili sínu og búa sonum sínum öruggt skjól. Hún var ákveðin og lá ekki á skoðunum sínum gagnvart póli- tískum fulltrúum og samstarfs- fólki. Þá var hún órög við að koma skoðunum sínum til skila við yf- irmenn sína ef henni fannst þeir taka rangar ákvarðanir eða hafa rangt við. Emelía var ekki kölluð „frú“ Emilía að ástæðulausu. Þarna fór kona sem naut virðingar fyrir dugnað sinn og eljusemi um leið og hún bar höfuðið hátt og var virðuleg í fasi. Frú Emilía var virkileg sómakona og hvunndags- hetja. Ég færi ættingjum og ást- vinum frú Emilíu innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ármann Kr. Ólafsson. Það tók í hjartað þegar þær fregnir bárust að Guðni frændi væri horfinn úr þessum heimi, einhvern veginn frýs allt í augnablik á meðan maður rifjar upp allar þær minningarnar sem maður á og allt verður eitthvað svo óraunverulegt. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar hugs- að er til baka. Það var alltaf svo gott að heimsækja ykkur Öldu, hvort sem var í Dísarásinn eða upp í bústað. Við Skorradalinn tengjum við skemmtilegar báts- ferðir út á vatnið og einnig var óendanlega gaman að reyna að leysa gestaþrautirnar sem virt- ust í fyrstu óleysanlegar. Þið Alda voru alltaf svo samtaka í lífinu og ykkar stuðningur þegar pabbi kvaddi var okkur ómet- anlegur. Það var alltaf eitthvað svo gott að hitta Guðna frænda, ekki bara af því að hann hafði svo af- ar góða nærveru að einhvern veginn leið manni alltaf vel í ná- vist hans heldur einnig vegna þess að það var eitthvað í hon- um sem minnti svo mikið á pabba þó þeir bræður hafi nú ekki verið líkir. Það er því óendanlega sárt að sjá á eftir Guðna þegar maður síst átti von á og að sætta sig við að fá ekki að njóta aftur hans notalegu nærveru en við treystum því að pabbi og afi hafa tekið vel á móti þér, en við sem eftir erum hér munum sakna þín. Elsku amma, Alda, Friðrik, Anna, Guðni Viðar og Gunnlaug- ur Dan, við færum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og meg- ið þið öðlast styrk til að takast á við þessa raun. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (B.V.S.) Guðni Frímann Guðjónsson ✝ Guðni FrímannGuðjónsson fæddist 13. júlí 1944. Hann lést 26. ágúst 2015. Útför Guðna fór fram 9. september 2015. Guð geymi þig, Guðni minn, takk fyrir allt og sjáumst síðar. Aldís Guðný og Málfríður Dögg. Elsku frændi. Sárar voru þær fréttir að þú værir látinn, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Til þín gat ég alltaf leitað og það stóð aldrei á hjálpinni; já, það er al- veg sjálfsagt, svaraðir þú ávallt. Ég á margar hlýjar og góðar minningar um þig en vænst þyk- ir mér um þegar þú leiddir mig upp að altarinu er við Elli gift- um okkur. Það var einmitt sama svarið er ég bað þig um að fylla í skarðið hans pabba; já, það er alveg sjálfsagt. Mér er einnig minnisstætt er við Elli héldum okkar fyrstu skírnarveislu heima, þá vorum við nýflutt á Hjallabrautina og dagurinn var yndislegur í alla staði. Um kvöldið kom í ljós að nýlagða parketið var allt gatað eftir hæ- laskó og ekki laust við að svolít- ið skyggði á dásemdardaginn. Þú sagðir mér þá sögu sem inni- hélt góðan boðskap sem hefur fylgt mér síðan. Þú sagðir að þegar þið pabbi voruð litlir áttuð þið leikfanga- bíla. Pabbi átti heldur ómerki- legri bíl sem hann lék sér mikið með, bæði inni og úti en sá bíll var allur rispaður og illa útleik- inn, þinn bíll var hins vegar svo fínn að þú tímdir ekki að nota hann og naust hans því aldrei. Ég var fljót að hrista af mér leiðann vegna gólfefnisins og spáði ekkert meira í þetta. Börnunum fjölgaði og rispurnar urðu fleiri, við nutum samver- unnar og gólfefnið fékk ekki meiri athygli. Þegar Ívar Elí okkar, sjö ára, frétti af andláti þínu horfði hann á mig með sínum stóru augum og sagði svo; en hann var svo góður smiður. Það var svo auð- séð að hann sá ekkert réttlæti í því að þú værir látinn og ég skildi hann svo vel. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú svo vel, enda einstaklega laginn. Elsku Guðni frændi, það var svo gott að eiga þig að, svo gott að leita til þín og svo gott að fá þitt faðmlag. Kærar þakkir fyrir alla þína aðstoð. Hvíl í friði og við Elli og fjölskylda minnumst þín með hlýju í hjarta. Elsku Alda, Friðrik, Anna, Guðni Viðar, Gunnlaugur Dan og amma, ég bið allar góðar vættir að vera ykkur hjá. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Saknaðarkveðja, Hildur Brynja, Erlendur (Elli) og börn. Þegar sumri hallar gengur haustið í garð. Eitt af haust- verkunum hjá þeim mörgu sem starfa í kórum er að koma sam- an til æfinga eftir sumarið. Þannig er það hjá eldri félögum í Karlakór Reykjavíkur. Fram- undan afmælistónleikar í októ- ber. Tilhlökkun í lofti. En þá kom harmafregnin. Góður félagi okkar til margra ára skyndilega horfinn. Í söng- ferð til Vestfjarða og Stranda sl. vor, voru þau hjón, Alda og Guðni eins og lífið í blóma í söngglöðum hópi eldri félaga og maka þeirra. Við Guðni ræddum þá um að hittast að hausti í gönguferð með öðrum gömlum félögum úr Reykholtsskóla, þar sem allir verða ungir í annað sinn, en við ráðum ekki göngum lífs og dauða. Sumir eru þeirrar gerðar að gera alla nærveru notalegri. Oft nægir hlýlegt bros. Og þannig lifir minningin um Guðna Frí- mann. Í félagsskap okkar eldri félaga í Karlakór Reykjavíkur voru þau Guðni og Alda sem eitt og þegar við prufusungum í kirkjunni á Hólmavík, var Alda mætt að hlusta. Í hæglæti sínu var Guðni afar traustur kór- félagi og alltaf tilbúinn til verka. Við eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur, minnumst ljúflings og samúð okkar er hjá þér, Alda Guðrún, og fjölskyldu þinni. Reynir Ingibjartsson. Ástkær eiginkona mín, móðir og systir, BJARNFRÍÐUR BJARNADÓTTIR, meinatæknir, Glæsihvarfi 1, 203 Kópavogi, lést á heimili sínu þann 25. ágúst síðastliðinn. Útför Bjarnfríðar hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu. . Stefán Loftur Stefánsson, Úlfhildur Stefánsdóttir, Eyrún Magnúsdóttir, Gunnar þór Finnbjörnsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamamma, RENATA ERLENDSDÓTTIR, dómtúlkur og skjalaþýðandi, lést á heimili sínu þann 2. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. september kl. 15. . Örn Erlendsson, Ormur Jarl Arnarson, Amanda Garner, Rolf Hákon Arnarson, Eva Sif Jóhannsdóttir, Íris Ormsdóttir, Nora, Leon og Ýmir Örn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGURÐSSON, fyrrum bóndi í Sauðhaga á Völlum, lést á hjúkrunarheimilinu á Egilsstöðum 2. september. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 12. september kl. 11. . Guðrún Magnea Pálsdóttir, Guðmundur Hjálmars, Pálína Aðalbjörg Pálsdóttir, Örn Friðriksson, Sigríður Pálsdóttir, Einar Birkir Árnason, Þórhildur Pálsdóttir, Skúli Hannesson, og fjölskyldur. Elsku Ingý, mig langaði að skrifa niður nokkur orð til að minnast þín, minningarnar eru margar. Ég var að baka í vikunni fyrir hann Hlyn minn sem á afmæli 2. sept- ember, þá fór margt í gegnum huga minn. Þá rifjaðist upp fyrir mér að þú hefðir sagt mér þegar ég eignaðist hann að þetta væri brúðkaupsdagur ykkar Einars. Það fannst mér ánægjulegt að ég skyldi eignast hann á deg- inum ykkar, því mér fannst ég alltaf eiga svolítið mikið í ykkur. Þær voru margar og góðar stundirnar sem ég var hjá ykkur á Miðstrætinu, ég gat alltaf komið þegar ég vildi, alltaf var tekið vel á móti mér. Þegar ég fermdist fékk ég ferð til Noregs að gjöf frá mömmu og pabba, Ingibjörg Guðfinnsdóttir ✝ Ingibjörg Guð-finnsdóttir fæddist 1. janúar 1941. Hún lést 26. ágúst 2015. Ingibjörg var jarðsungin 5. september 2015. þangað fór ég svo með þér og Einari, því gleymi ég aldr- ei, það var svo gam- an. Eftir að ég flutti norður og mig lang- aði að koma vestur í heimsókn þá var alltaf pláss hjá ykk- ur, eins eftir að ég var komin með fjöl- skyldu, alltaf var nóg pláss og það var stjanað við okkur eins og við værum kóngafólk. Við hittumst síðast í mars, þá komum við Haukur til þín á Hrafnistu, það sem mér fannst gott að fá að faðma þig en það varð okkar síð- asta faðmlag. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér, elsku Ingý, Einhvern tímann hittumst við aftur. Takk fyrir allt . Þegar sorgar titra tárin, tregamistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin, hlý og fögur minning þín. (FS) Hvíldu í friði. Elísabet Árný (Beta).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.