Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Samanlögð áhrif af lækkun tekju- skatts einstaklinga, afnámi tolla og breytingu á fjármagnstekjuskatti, sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi næsta árs verða um 17 milljarðar kr. þegar síðari áfangi breyting- anna kemur til framkvæmda á árinu 2017. Þetta svarar til 1,4% aukningar á ráðstöfunartekjum heimilanna að því er fram kemur í greinargerð frumvarps um for- sendur fjárlagafrumvarpsins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Margar þessara skattkerfisbreytinga sem boðaðar eru verða innleiddar á tveimur árum. Fjölmargar skatta og tollabreyt- ingar eru lagðar til eins og fram hefur komið og að mati fjár- málaráðuneytisins mun afkoma rík- issjóðs versna um 8,1 milljarð kr. á næsta ári frá því sem annars hefði orðið, verði þær lögfestar á Alþingi. Stærstu breytingarnar eru lækkun og einföldun á tekjuskatti einstakl- inga, niðurfelling tolla af fatnaði og skóm um næstu áramót og af öðr- um vörum en matvörum 1. janúar 2017. Lækkun tekjuskattsins leiðir til þess að tekjur ríkissjóðs minnka um 11 milljarða þegar hún verður að fullu komin fram á árinu 2017 og niðurfelling tollanna hefur í för með sér 5,7 milljarða lækkun tekna rík- issjóðs á ári. Útgjaldasvigrúm veitt Þegar ríkisstjórnin setti ráðu- neytunum útgjaldaramma var ákveðið að gera ekki sérstakar að- haldskröfur í almannatryggingum og atvinnuleysistryggingum á næsta ári. Sett var almenn 0,5% að- haldskrafa á ráðuneytin og aðhalds- markmið fyrir skólakerfi og heil- brigðis- og öldrunarstofnanir sem svara til 0,5% af veltu en 0,75% fyr- ir aðrar stofnanir og verkefni. Vegna efnahagsaðstæðna og bættrar stöðu ríkissjóðs var hins vegar ákveðið að veita ráðuneyt- unum útgjaldasvigrúm til að ráð- stafa ýmsum útgjöldum fyrir sam- tals 7,5 milljarða kr. omfr@mbl.is 17 milljarða lækkun og afnám  Lækkun tekjuskatts leiðir til að tekjur ríkisins minnka um 11 milljarða þegar hún verður að fullu komin fram 2017  Ráðuneyti fengu 7,5 milljarða svigrúm Útgjaldarammar ráðuneyta 2016* * Að undanskildum launa- og verðlagsbreytingum í fjárlagafrumvarpinu 2016. ** Í frumvarpinu eru millifærðar 793 m. kr. vegna varnartengdra verkefna frá innanríkisráðuneytinu yfir á utanríkisráðuneytið og eru þær breytingar meðtaldar hér. Milljarðar króna Fjárlög 2015 Frumvarp 2016 br. milljarðar.kr. br. % Útgjaldarammar Æðsta stjórn ríkisins 4,3 4,4 0,1 2,7 Forsætisráðuneyti 3,1 3,3 0,2 6,4 Mennta- og menningarmálaráðuneyti 72,9 75,1 2,2 3,0 Utanríkisráðuneyti** 11,5 12,7 1,2 10,3 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti 30,6 31,4 0,8 2,8 Innanríkisráðuneyti** 58,1 59,5 1,3 2,3 Velferðarráðuneyti 253,6 262,4 8,8 3,5 Fjármála- og efnahagsráðuneyti 41,4 41,3 -0,1 -0,1 Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 10,1 10,1 0,1 0,8 Samtals rammar án óreglulegra liða 485,6 500,2 14,6 3,0 Vaxtagjöld ríkissjóðs 82,5 74,4 -8,1 -9,8 Aðrir óreglulegir liðir 82,0 77,4 -4,6 -5,7 Samtals óreglulegir liðir 164,5 151,8 -12,7 -7,7 Samtals með óreglulegum liðum 650,1 652,0 1,9 0,3 Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Innanríkisráðuneytið gerir m.a. til- lögu í fjárlagafrumvarpinu um tíma- bundna hækkun framlags til forseta- kosninga, komi til þeirra á árinu 2016 en áætlað er að útgjöld rík- issjóðs vegna þeirra geti numið allt að 300 milljónum kr. Alls er gert ráð fyrir auknum eða nýjum útgjaldaskuldbindingum ráðuneytisins í rekstri á næsta ári sem nema rúmum 2,1 milljarði kr og munar þar mest um 800 milljóna framlag til Vegagerðarinnar til að mæta auknum kostnaði við vetr- arþjónustu. 503 milljónir fara til stofnunar embættis héraðssaksóknara og 595 millj. kr. vegna málskostnaðar í op- inberum málum en það stafar m.a. af því að dómstólaráð hefur ákveðið hækkun málsvarnarlauna og þókn- ana til verjenda og réttargæslu- manna. Gert er ráð fyrir að tíma- kaup verjenda hækki úr 10.000 kr. í 16.500 kr. eða um 65%. Kjör forseta kostar 300 milljónir  Tímakaup verjenda hækkar um 65% Utanríkisráðherra leitar eftir 26 milljóna kr. framlagi til að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendi- skrifstofur. Fram kemur í fjárlaga- frumvarpinu að nú sé unnið eftir nýju verklagi við skjalavörslu og framvegis gert ráð fyrir rafrænum skilum en prenta þurfi út og ganga frá öllum skjölum á eldri málum. „Þetta átak er of tímafrekt fyrir fámennar sendiskrifstofur og ekki hægt að bæta því við verkefni skjala- safns utanríkisráðuneytisins í Reykjavík án þess að fjölga starfs- fólki. Í ljósi áherslu ríkisstjórnar- innar á að fjölga störfum á lands- byggðinni, og í anda skýrslu landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra, er lagt til að opnuð verði þriggja manna starfsstöð skjala- safns sendiskrifstofanna hjá eða í nágrenni við héraðsskjalasafn.“ Skjalavarsla á landsbyggð Auka á framlög Íslands til öryggis- og varnarmála um 213 milljónir á næsta ári. Rík áhersla hefur verið á að bandalagsríki NATO auki framlög sín til sameiginlegra varna bandalagsins, sérstaklega í ljósi þróunar í örygg- ismálum í Evrópu að því er fram kemur í fjárlaga- frumvarpinu og bent á að aðild að NATO er hornsteinn í öryggis- og varnarmálum landsins. „Áætlaður kostnaður Íslands vegna öryggis- og varn- armála sem tengjast sameiginlegum vörnum banda- lagsins er nú um 1,2 [milljarðar] kr. á ársgrundvelli. Lagt er til að aukningin verði þríþætt. Fyrir það fyrsta, að gistiríkjastuðningur við loftrýmisgæslu verði færður í fyrra horf og um leið stutt við þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslu Íslands sem gegnir mikilvægu hlut- verki við loftrýmisgæslu. Um er að ræða 75 [milljóna] kr. aukningu á ári,“ segir þar. Í annan stað stendur til að fjölga borgaralegum sér- fræðingum undir merkjum NATO úr fimm í tíu. Mikil eftirspurn er sögð vera eftir sérfræðiþekkingu Íslend- inga svo sem á sviði almannavarna, sprengjuleitar, vef- varna, jafnréttismála, upplýsingamiðlunar og öryggis á hafi. Kostnaður við þetta verkefni nemur um 117 millj- ónum á ársgrundvelli sem jafnframt er sagt geta gefið færi á þátttöku í verkefnum á sviði snjallvarna sem Ís- land hefur eitt ríkja ekki tekið þátt í. 21 milljón verður varið til að styðja við sjóði sem ver- ið er að setja upp til að styrkja uppbyggingu í Úkraínu og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. Utanríkisráðherra óskar einnig eftir 32 milljóna kr. framlagi til að styrkja sendiráðið í Brussel með það að markmiði að auka áhrif Íslands á vettvangi EES– samningsins og gæta betur hagsmuna þegar ný löggjöf er mótuð. Þá er sótt um 40 milljóna kr. framlag til að enduropna fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg. 213 milljónir króna í aukin framlög ÚTGJÖLD VEGNA ÖRYGGIS- OG VARNARMÁLA Í FJÁRLAGAFRUMVARPI ÁRSINS 2016 Mennta- málaráðuneytið leggur til að Rík- isútvarpið fái 20 milljónir til að hefja vinnu við verkefnið Gull- kista RÚV. Það felst í því að varð- veita og færa á stafrænt form efni úr söfnum Ríkisútvarpsins en í þeim er að finna efni allt frá upphafi sjónvarps- og út- varpsútsendinga sem liggur undir skemmdum. Meðal annarra tillagna ráðuneyt- isins er 2,6 milljóna. hækkun fram- lags til Kynningarmiðstöðvar list- greina til að styrkja Iceland Airwaves, 10 milljóna kr. hækkun til Tónlistarsjóðs og 35 milljóna fram- lag til Hljóðritunarsjóðs tónlistar, sem ætlað er að styrkja útgáfu á tónlist. Framlög í Kvikmyndasjóð og ýmsa minni sjóði á sviði menningar og lista hækka um liðlega 240 millj- ónir og framlag í Afrekssjóð ÍSÍ á að hækka um 30 milljónir. Þá er lagt til að 12 milljóna tíma- bundið framlag í fjárlögum til þátt- töku Íslands í Feneyjatvíæringnum verði gert varanlegt og framlag til Sinfóníuhljómsveitarinnar á að hækka um 50 milljónir kr. að frá- töldum launa- og verðlagshækk- unum sem nema 51,2 millj. kr. Leggja fé í Gullkistuna Gömul upptaka í Ríkissjónvarpinu. Áætlað er að tap af rekstri Íbúða- lánasjóðs á næsta ári verði rúmlega 750 milljónir kr. Fram kemur í um- fjöllun fjárlagafrumvarpsins að vert sé að vekja athygli á því að vegna viðvarandi taprekstrar frá árinu 2008 hefur ríkissjóður lagt Íbúða- lánasjóði til eiginfjár- og rekstrar- framlög sem samanlagt nema 50,5 milljörðum kr frá árinu 2010. Taprekstur sjóðsins er að mestu tilkominn vegna útlánataps í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum og virð- isrýrnun, þar sem vanskil eru enn mikil í lánasafni sjóðsins þótt þau fari nú lækkandi. Framlag lækkar um 4 milljarða Í greinargerð frumvarpsins segir að framlag til rekstrar úr ríkissjóði sé áætlað tæpir 2 milljarðar kr. á næsta ári og lækki um tæpa 4 millj- arða kr. milli ára. Útlán Íbúðalánasjóðs á næsta ári eru áætluð 16 milljarðar en eru 24,9 milljarðar í fjárlögum yfirstandandi árs og nemur lækkun milli ára um 36%. „Gert er ráð fyrir að innheimt- ar afborganir af veittum löngum lánum, uppgreiðsla eldri lána og skuldbreytingar á afborgunum í tengslum við greiðsluerfiðleikaað- stoð nemi um 44,2 [milljarðar] kr. Engar lántökur eru fyrirhugaðar á árinu 2016 þar sem gert er ráð fyrir að afborganir veittra lána standi undir fjárþörf til nýrra útlána,“ seg- ir m.a. í greinargerð fjárlagafrum- vparsins. Þá segir ennfremur að nú standi yfir vinna við breytingar á fyrir- komulagi við fjármögnun almennra húsnæðislána í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði frá 28. maí sl. „Í þeirri vinnu er horft til tillagna verkefnisstjórnar um framtíðarskip- an húsnæðismála, nýrrar veðlánatil- skipunar Evrópusambandsins og gagna um rekstrarforsendur nýrra húsnæðislánafélaga og stöðu Íbúða- lánasjóðs. Gera má ráð fyrir að þær breytingar feli í sér að sjóðurinn muni ekki starfa áfram í óbreyttri mynd,“ segir í frumvarpinu. Ríkið hefur lagt ÍLS til 50,5 milljarða frá 2010  Mun væntanlega ekki starfa áfram í óbreyttri mynd Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst fyrir hádegi í dag. Framlög forsæt- isráðuneytisins til Þjóðgarðsins á Þingvöllum hækka um 43 milljónir að raun- gildi á næsta ári. Veita á 136 millj. kr tímabundið framlag til verk- legra framkvæmda við seinni áfanga uppbyggingar á Hakinu, þ.e. vegna viðbyggingar við núverandi gestastofu og gætu verklegar fram- kvæmdir hafist í ársbyrjun 2016. Aukinn fjöldi ferðamanna er sagður sýna þörf á meiri stækkun en áður var talið. Áform eru einnig um gerð nýrra bílastæða í stað bráða- birgðastæða sem byggð voru 1974. Uppbygging á Hak- inu heldur áfram Ferðamenn á Þingvöllum. Lagt er til að veitt verði tímabundið 80 milljóna kr. framlag í fimm ár til verkefnisins Matvælalandið Ísland, í tillögum atvinnuvegaráðuneyt- isins í fjárlagafrumvarpinu. Er til- lagan rökstudd með því að vaxandi fjöldi ferðamanna í heiminum velji áfangastað vegna matarmenningar og upplifunar sem tengist mat með einum eða öðrum hætti. „Markmiðið er að auka verð- mætasköpun með því að vekja áhuga fólks á að upplifa og njóta af- þreyingar sem byggist á matar- hefðum, læra að matreiða og kynn- ast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum,“ segir þar. Njóta matarhefða og læra að matreiða Frumvarp til fjárlaga 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.