Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Elsku amma, þegar ég lít til baka er ég svo þakklátur fyrir allar minning- arnar sem við áttum saman. Allir dagarnir sem ég eyddi hjá þér á sumrin í Sjáv- argrundinni þegar ég var lítill þar sem þú gafst mér alltaf grill- aða samloku með osti, skinku og tómatsósu. Í minningunni voru þetta bestu samlokur í heimi. Það var svo notalegt að sitja í eldhús- inu með þér og þar gátum við set- ið tímunum saman og spjallað um daginn og veginn. Þú sagðir mér frá Bomma frænda í KR og fleiri hetjum úr Garðastrætinu. Það var alltaf svo spennandi að fara í næturpössun til þín þegar ég var lítill. Við keyptum nammi og gos í sjoppunni (þú notaðir tækifærið og fórst aðeins í spila- kassann) og svo horfðum við á spennumyndir. Ég er viss um að mamma hefði ekki leyft mér að horfa á þessar myndir heima. Þetta lýsti þér svo vel, elsku amma, þú fórst alltaf þínar eigin leiðir í lífinu og varst ekki endi- lega að spá í hvað öðrum fannst um þig. En einmitt það gerði þig að svo einstakri persónu og þess vegna skilurðu svo mikið eftir þig. Ég kann svo vel að meta þennan eiginleika þinn og mun reyna að tileinka mér hann meira í framtíðinni. Þú varst sérlega glæsileg kona og mikil smekkmanneskja, enda rann franskt blóð þér í æðum eins og þú sagðir alltaf. Fatnaður og mublur voru yfirleitt allra fín- asta sort hjá þér. Ég er svo lán- samur að hafa fengið nokkrar mublur frá þér eftir að þú fórst á Ísafold og þykir mér einna vænst um viðar míníbarinn, ég get ímyndað mér að barinn hafi sjaldan verið tómur í gamla daga og því mun ég tryggja að það breytist ekki hjá mér. Mér þykir svo vænt um að þessir hlutir frá þér séu orðnir stór partur af mínu eigin heimili og þeir munu vera það áfram. Ég veit að þú varst mjög hreykin af mér í einu og öllu, en ég brást þér líklega á einu sviði af því ég var ekki búinn að næla mér í „kellingu“ (eins og þú myndir orða það). Þetta var þér ávallt ofarlega í huga. Undir það allra síðasta hjá þér á Ísafold, þar sem þú lást í rúminu, hafðir þú ekki gefið frá þér neitt skiljan- legt orð. Þegar ég mætti hins vegar til þín, kyssti þig á kinnina og horfði í augun þín lifnaði yfir þér og þú gerðir þig loks skilj- anlega og spurðir „ertu ekki kominn með kellingu?“. Ekta þú, elsku amma, sprelllifandi í anda og karakterinn þinn skein í gegn þó að líkaminn hafi verið að syngja sitt síðasta. Mér þótti rosalega vænt um að sjá hvað þér leið vel á Ísafold. Það gaf manni nokkurs konar ör- yggistilfinningu. Mér þykir leitt að hafa ekki heimsótt þig oftar þar en líklega var það þessi ör- yggistilfinning sem olli því, en þú mátt vita að hugur minn var allt- af hjá þér. Þegar ég heimsótti þig á Ísafold hafði ég sérstaklega gaman af því að spjalla við þig og skoða allar ljósmyndirnar sem þú hafðir varðveitt í gegnum tíðina og ná langt aftur í ættir. Fyrir mér er þetta gríðarlega dýrmæt minning um lífsleið þína, elsku amma mín, og ég lofa þér því að sjá til þess að myndirnar verði varðveittar vel áfram um ókomin ár. Þú munt aldrei hverfa úr huga Halldóra Ólafsdóttir ✝ Halldóra Ólafs-dóttir fæddist 9. október 1932. Hún lést 31. ágúst 2015. Útför Hall- dóru fór fram 9. september 2015. mínum, hvíldu í friði, elsku besta amma Dóra. Halldór Ragnar Emilsson. Nú þegar sumri hallar kveður Dóra Ólafs, frænka mín, vini og vandamenn, lífið og tilveruna á látlausan og hóg- væran hátt. Eftir áttatíu og tveggja ára göngu á lífsins vegi fór það svo að undan lét líkamleg heilsa og nú- tíminn fjarlægðist. Eftir hélst þó glampi í auga og reisn þegar um- ræður snerust um þá sem henni þótti vænst um; börnin hennar, tengdabörn og barnabörn. Öll hafa þau sýnt henni virðingu og væntumþykju og alla þá hjálp sem hún leitaði eftir þegar aldur og heilsa stóðu í vegi. Þegar svo er komið er gott að kveðja sáttur og glaður og þakka fyrir sig. Það gat hún frænka mín svo sannarlega gert. Hún naut þess að búa í æsku við gott atlæti for- eldra sinna og frændgarðs, en hún ólst upp hjá móður sinni og með móðursystkinum sínum sem enn bjuggu í foreldrahúsum að Garðastræti 13 í Reykjavík. Þegar leiðir foreldra hennar skildi og móðir hennar flutti aft- ur heim var Halldóra á barns- aldri, en þau höfðu misst eldra barn sitt, Jóhönnu, fáum árum áður. Foreldrar Halldóru voru hjón- in Clara Jóna Guðjónsdóttir og Ólafur Gunnlaugsson, kaupmað- ur í Reykjavík, lengst af á Rán- argötu 15. Það var ekki í kot vís- að hjá frænkum og frændum í Garðastræti 13 á þeim árum sem Dóra var að alast upp, og stutt til pabbans á Ránargötunni. Dóra varð fljótt glæsileg stúlka, dökk á brún og brá og vakti athygli þeirra sem urðu á vegi hennar. Eftir hefðbundna skólagöngu fór hún í Hússtjórnarskóla Reykja- víkur og útskrifaðist þaðan. Hún starfaði sem aðstoðarstúlka tannlæknis og í tískuvöruversl- unum hér í Reykjavík, lengst af í Feldinum við Laugaveginn. Dóra var létt í lund, naut þess að vera innan um gesti og gang- andi og var ólöt við að halda vin- um og ættingjum góðar veislur við hin ýmsu tækifæri. Hún hélt tryggð við vinkonur sínar frá starfsárunum, sem gjarnan voru með þegar gesti bar að garði. Hún bar alltaf hlýjan hug til frændfólks síns í Kaupmannhöfn og heimsótti það oft á meðan Guðrún föðursystir hennar var þar enn á lífi. Þar voru systkinin Óli og Emma og hún rifjaði svo oft upp minningar liðinna sam- verustunda við þau. Halldóra giftist Óla Þorbirni Haraldss. Schou og eignuðust þau dótturina Ólöfu Hönnu, hjúkrunarfræðing, en fyrir átti Dóra soninn Emil Gunnar, við- skiptafræðing. Þau festu rætur í Garða- bænum og undi Dóra þar hag sín- um vel. Dóra var lánsöm í einkalífi sínu, börnin bæði efnisfólk og af- komendurnir gleðigjafar ömmu sinnar. Nú er komið að því að kveðja Halldóru frænku mína. Ég þakka henni samfylgdina í gegnum lífið og óska henni góðrar heimkomu. Við vorum í eldra genginu af barnabörnum ömmu okkar og afa, þeirra Halldóru Hildibrands- dóttur og Guðjóns Jónssonar, járnsmíðameistara í Garðastræti 13, Hildibrandshúsi, en frá þeim hoppuðu 13 systkini niður Fichersundið á sínum tíma. Þau eru vinir í varpa, sem nú fagna góðum gesti. Brynhildur K. Andersen. „Heill og sæll Óskar, þetta er Eyjó.“ „Sæll Eyjó minn, hvað seg- irðu?“ Svona hljóm- uðu kveðjur okkar, oftar en ekki, þegar ég hringdi og átti við þig er- indi. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að kynnast Óskari í gegnum börn hans og æskuvini mína, Ragga og Ingu. Ég minnist þess þegar ég hitti Óskar í fyrsta sinn, en þá hafði ég 13 ára gamall stofn- að hljómsveit þar sem Raggi, son- ur Óskars, og aðrir góðir drengir stigu sín fyrstu spor á tónlistar- brautinni. Raggi hafði spurt for- eldra sína, Óskar og Ellu, hvort við drengir mættum æfa hljóm- sveitina í bílskúrnum á Breiðvang- inum í Hafnarfirði og var það sjálfsagt mál frá þeirra hendi. Þar sem við barnungir drengir bárum nýkeypt hljóðfæri í bílskúr þeirra hjóna með spennu í hjarta og drauma um heimsfrægð var byrj- að að spila með öllum þeim hávaða og látum sem því fylgir. Aldrei var gefist upp á okkur drengjum þrátt fyrir mikil læti og ýmsar falskar nótur sem fylgdu með í okkar tón- listaruppeldi. Allt frá þessum tíma hefur orðið til vinátta og virðing sem hefur staðið óslitið síðan. Heimili þeirra Ellu og Óskars hef- ur nánast verið mitt annað heimili frá fyrstu kynnum og svo mikið var ég heima hjá þeim á tímabili að ég var oftar en ekki kallaður fóstursonurinn. Í gegnum tugi ára höfum við átt samleið og upplifað lífið og allt það sem því fylgir. Matarboð, afmæli, gleði á gamlárskvöldum, brúð- kaup Erlu og aðrar ótaldar gleði- stundir sem ég hef fengið að eiga með þér og þinni fjölskyldu. Mig langar þó að minnast sérstaklega þeirra stunda er við áttum einir saman, spjall í bílskúrnum, bíltúra og ekki síst er þú fórst með mig og sýndir mér vítt og breitt þær eign- ir er þú hafðir til sölu fyrir hönd Ríkiskaupa sem var þinn vinnu- staður. Oft áttum við okkar samtöl um lífið og tilveruna, pólitík og stjórn- un heimsmála, en þrátt fyrir þínar skoðanir á mönnum og málefnum þá heyrði ég þig aldrei hallmæla neinum en gafst mér þess í stað góð heilræði til að hugsa um og velta vöngum yfir þegar okkar samtölum lauk. „Heill og sæll Óskar, þetta er Eyjó“. Í þetta sinn fæ ég ekki svar á móti en mig langar til að þakka þér fyrir allt og allt. Alla þá vin- áttu og umhyggju sem þú sýndir mér. Takk fyrir allt það góða sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig! Um leið og ég sendi mínar samúðarkveðjur á vini og þína fjölskyldu þá vil ég segja: Við sjáumst síðar. Eyjólfur Lárusson. Fallinn er frá vinur minn, Ósk- ar Ásgeirsson. Ég kynntist Óskari fyrir meira en 40 árum þegar ég hóf störf hjá Innkaupastofnun rík- isins. Þar hitti ég einnig Bjössa, Jón Sverri og Pétur. Þeir voru all- ir vinir og var ég strax tekinn í vinahópinn. Eina hefð höfðu þeir sem alls ekki mátti brjóta. Þeir fóru alltaf í sumarbústaðaferð, gistu á bóndadaginn, borðuðu þorramat og fengu sér viðeigandi drykki. Þessi hefð hefur haldist óbreytt í yfir 40 ár. Við vorum allir hættir hjá Innkaupastofnun fyrir tugum ára fyrir utan Óskar sem vann þar fram til síðasta dags. Fyrstu árin var alltaf gist í Nesi- Grímsa en seinni árin var gist í bú- Óskar Kristinn Ásgeirsson ✝ Óskar KristinnÁsgeirsson fæddist 6. apríl 1946. Hann lést 31. ágúst 2015. Útför Óskars fór fram 9. september 2015. stöðum sem einhver af okkur vinunum átti. Óskar var alltaf límið sem hélt okkur saman. Hann hringdi til okkar nokkrum dögum fyr- ir bóndadaginn til að tékka á hvort við værum ekki klárir fyrir daginn. Bjössi vinur okk- ar féll frá árið 2001 aðeins 66 ára og nú er hann Óskar okkar allur. Þegar ég lít til baka þá finnst mér frábært að hafa kynnst svona öðlingsdrengjum. Óskar var mikill hagleiksmaður, sögumaður góður og fengum við félagarnir að njóta þess. Ég hitti yfirleitt engan þeirra oftar en einu sinni á ári síðastliðin 35 ár. Undantekningarlaust hef ég hitt þá á fyrsta degi þorra. Þetta er sönn vinátta. Bóndadagurinn á næsta ári verður því skrítinn fyrir okkur fé- lagana þar sem enginn Óskar hringir. Ég þykist samt vita að Óskar lætur okkur vita tímanlega á einhvern hátt. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Ellu og annarra ætt- ingja. Minningin lifir um góðan dreng. Magnús Björn. Fyrir 55 árum síðan hitti ég í fyrsta sinn vin minn, hann Óskar Ásgeirsson, sem þá var í heimsókn í Smárahvammi hjá frænda mín- um, Sigurði Kristjánssyni, en þeir voru bestu vinir og bekkjarbræð- ur. Hann var grannur, léttur á sér, lífsglaður og góður drengur. Hann ferðaðist um á Riga skellinöðru, sem var frekar óvanalegt á þeim tíma, en það gerði honum létt um vik að renna í Fífuhvamm í Kópa- vogi og heimsækja okkur strák- ana.Vinátta myndaðist strax á milli okkar sem hefur haldist allar götur síðan. Margar minningar fara í gegn- um hugann og stendur það upp úr hvað það var alltaf gaman að hafa Óskar í hópnum og ekki var það þunglyndið sem hrjáði okkur strákana á unglingsárunum. Ósk- ar var harðduglegur strax á unga aldri og byrjaði fljótt að vinna. Hann gerðist strax ríkisstarfs- maður og fór að vinna hjá Við- tækjaverslun Ríkisins þar sem ég vann með honum í eitt ár. Þetta var á þeim tíma þegar sjónvörpin héldu innreið sína og tókum við þá að okkur í aukavinnu að setja upp sjónvarpsloftnet út um allan bæ. Þetta var fyrir tíma körfubílanna og ekki hrjáði okkur lofthræðslan í þá daga. Því rifjast nú upp glæfralegar sögur af okkur þegar við vorum að klifra upp snarbrött húsþökin í misjöfnum veðrum. Svo var alltaf hlegið þegar verk- efnunum var lokið. Kannski mætti segja að við höfum verið mátulega kærulausir. Við ferðuðumst einnig mikið saman í gamla daga, en eftir- minnilegasta ferð mín með Óskari var þegar ég keyrði þau í Nes- kirkju á annan í jólum, í glerhálku og slæmri færð, þá var hann að fara að giftast sinni heittelskuðu og voru það þeirra mestu gæfu- spor, þrátt fyrir hálkuna. Óskar var einstakur gæða- drengur allt sitt líf og alltaf tilbú- inn að aðstoða ef á þurfti að halda. Það var alltaf notalegt að koma inn á skrifstofuna hjá honum hjá Ríkiskaupum, þar sem hann starf- aði í rúm 48 ár. Þar voru margar myndir af börnum hans og barna- börnum, og ræddum við oft okkar á milli hvað við værum hamingju- samir að hafa eignast svona stórar og yndislegar fjölskyldur. Óskar var alltaf heilsuhraustur í gegnum lífið og er því öllum sem til hans þekktu mikill harmur í huga að hann skyldi lenda í þess- um veikindum sem að lokum tóku hann alltof fljótt frá okkur. Við hjónin kveðjum Óskar með söknuði og þakklæti fyrir sam- fylgdina öll árin. Ella mín, við sendum þér og fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Við kveðjum nú Óskar og biðjum að Guð hann leiði í ljósheiminn bjarta. Og hugljúfar minningar lífinu frá, létti ykkur sorgina í hjarta. (Birgitta) Magnús, Birgitta og fjölskylda. Óskar hafði verið dyggur starfsmaður Ríkiskaupa í tæp 38 ár þegar hann lést þann 31. ágúst. sl. Hann var aðeins á 22. aldursári þegar honum var falið að halda áfram með og síðar að ljúka verk- efnum Viðtækjaverslunar Íslands eftir að þau voru flutt til Inn- kaupastofnunar ríkisins þann 1. janúar 1968. Sama dag tók stofn- unin einnig við verkefnum Véla- sjóðs ríkisins sem urðu síðar mjög stór þáttur í starfi hans hjá stofn- uninni. Óskar var ekki aðeins dyggur starfsmaður, hann hafði einnig alla þá helstu kosti sem samstarfs- menn á góðum vinnustað óska sér. Hann var einstakur vinnufélagi og átti ríkan þátt í þeim góða starfs- anda sem jafnan hefur einkennt Ríkiskaup. Hann tók drjúgan þátt í starfi starfsmannafélagsins Búða á sínum yngri árum og var jafnan fyrstur manna til að leggja sitt að mörkum við viðhald sumarhúss félagsins. Hann var einnig dugleg- ur að bjóða vinnufélögum aðstoð við eitt og annað utan vinnutíma því handlaginn var hann. Sérkenni Óskars var jákvæðni. Sama hvað dundi á talaði hann alltaf um jákvæðar hliðar verkefn- is eða breytingar á vinnustaðnum. Allir hafa kynnst misjöfnum skoð- unum á vinnustaðamötuneytum. Alveg sama hvað kokkurinn bras- aði og hverjar skoðanir aðrir höfðu þá hallmælti Óskar aldrei matnum. Eftir hverja máltíð lýsti jafnan hversu vel hann naut hvers réttar, allt niður í smæsta með- læti. Slík afstaða smitar út frá sér og hjálpar til að skapa jákvæðan anda sem er mikils virði hverjum vinnustað. Óskar var einkar samvisku- samur og duglegur. Honum voru því falin ýmis ábyrgðarstörf hjá stofnuninni á löngum starfsferli. Hann stjórnaði til fjölda ára sölu notaðra bifreiða og tækja ríkisins, var ritari og starfsmaður bíla- nefndar ríkisins og vann einnig að sölu fasteigna í ríkiseigu. Í gegn- um störf sín kynntist hann fjölda fólks um allt land sem kunni hon- um þakkir fyrir sérstaklega góða þjónustu enda vílaði hann ekki fyrir sér að mæta utan venjulegs vinnutíma og um helgar ef það hentaði viðskiptavinum betur, ekki síst þegar landsbyggðarfólk átti í hlut. Þessi samskipti við við- skiptavini og einnig við gamla vinnufélaga setti hann gjarnan í þann búning að öðrum varð til mikillar skemmtunar. Á löngum starfsferli varð Ósk- ari vart misdægurt, að minnsta kosti lét hann sig ekki vanta í vinnu. Það var honum alltaf keppi- kefli að mæta vel og var öðrum góð fyrirmynd. Samviskusemi hans gekk svo langt að það þurfti nánast að reka hann til læknis þegar hann var farinn að kenna sér meins fyrir ári síðan. Hann hélt samt jákvæðni sinni og bar- áttuvilja allt fram undir það síð- asta. Hann kíkti við þegar hann hafði þrek til og þurfti þá alltaf að vinna svolítið. Starfsmenn Ríkiskaupa votta Elínborgu og fjölskyldu hennar innilega samúð. Hann var sam- starfsmönnum sínum kær og glað- lyndi hans og geðprýði hafði góð áhrif á jafnt þá og viðskiptavini. Óskars er sárt saknað. Við minn- umst hans með hlýhug og virð- ingu. Fyrir hönd Ríkiskaupa og sam- starfsmanna, Halldór Ó. Sigurðsson. Fjallhress og glaðbeittur – þannig var Óskar. Þótt stutt væri í glensið hjá Óskari var fag- mennska og umhyggja um við- skiptavini Ríkiskaupa alltaf í fyr- irrúmi. Allir þekktu Óskar, allir vildu þekkja Óskar og Óskar þekkti eiginlega alla. Óskar er eitt þekktasta andlit Ríkiskaupa – fyrr og síðar. Fyrir því eru margar ástæður. Langur og farsæll starfsferill Óskars hjá Ríkiskaup- um í ríflega fjóra áratugi. Einstak- lega ljúf og þægileg nærvera Ósk- ars. Snöfurmannleg vinnubrögð Óskars og einlægur vilji til þess að leysa öll mál, stór og smá. Með Óskari er góður drengur fallinn frá. Það eru forréttindi að hafa unnið með Óskari. Hann gerði okkur sem eftir lifa að betri mann- eskjum. Blessuð sé minning Ósk- ars. Guðmundur Hannesson. Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson) Kæri Óskar. Með nokkrum fátæklegum orð- um kveð ég þig, kæri vinur og gleðigjafi. Okkar kynni vörðu frá árinu 1991 þegar ég fékk vinnu hjá Ríkiskaupum, unnum við þar sam- an í tíu og hálft ár. Er það skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á, ekki endilega vegna vinnunnar heldur vegna fólksins sem þar vann og án þess að halla á nokkurn mann varst þú skemmtilegastur, þú ert skemmti- legasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Alltaf hress og kátur, tilbúinn að fíflast og djóka, sem mér fannst ekki leiðinlegt. Þegar ég var á ferð fyrir sunn- an í vor kom ég við í Ríkiskaupum til að hitta þig og aðra fyrrverandi vinnufélaga. Þar hitti ég Sævar og Kollu, þau einu sem eftir eru af gamla liðinu, sögðu þau mér að þú værir veikur og værir á sjúkra- húsi. Ekki hvarflaði að mér eitt andartak að við ættum ekki eftir að hittast oftar og djóka smá. Ákvað ég að kíkja bara á þig í næstu suðurferð en úr því verður ekki þar sem sú ferð er farin til að fylgja þér síðasta spölinn. Þetta segir manni að halda aldrei að lífið sé sjálfgefið. Það er sagt „það lifir lengst sem lýðnum er leiðast“ en það á alls ekki við um þig, þar sem þú ferð allt of snemma og ég get ómögu- lega trúað að nokkrum manni hafi leiðst þú. Var ég svo heppin að fá að vinna stundum með þér við bílauppboðin á þriðjudögum og dagana á eftir að hringja út til uppboðsbjóðanda fyrir þig, það var góður tími. Á hverjum morgni komstu fram í afgreiðslu til að fletta Mogganum og sagðir „mað- ur byrjar að fletta aftan frá til að lesa minningargreinarnar, þegar maður er kominn á þennan aldur þekkir maður oftast einhvern á síðunni“. Þetta var fyrir um 15 til 25 árum. Ég gat ómögulega skilið hvað þú varst að tala um aldur, enda við öll á mjög góðum aldri. Þú glottir jú reyndar alltaf um leið. Núna, þessum árum seinna, erum við samstarfsfélagar þínir að lesa minningar um þig á þess- um síðum. Það er ekki sanngjarnt, þú sem áttir að fara að hætta að vinna og njóta lífsins, en hvenær er lífið sanngjarnt? Það er margs að minnast frá þessum skemmti- legu Ríkiskaupaárum – þær minn- ingar geymi ég í minningabank- anum mínum með hellings vöxtum. Takk fyrir okkar góða samstarf sem aldrei bar skugga á. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Kæra fjölskylda Óskars, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Missirinn er mikill. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.