Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 35

Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 lendum tónlistarmönnum og samið tónlist við kvikmyndirnar Fíaskó (2000), Strákarnir okkar (2005), Reykjavík Rotterdam (2009), Wo- uld You Rather (2012) og De toutes nos forces, en hún var mjög vinsæl í Frakklandi í fyrra og sáu 700.000 hana í kvikmyndahúsum þar í landi. Hann hefur samið tónlist við fjöl- marga sjónvarpsþætti, útvarps- leikrit og stuttmyndir fyrir RÚV og Stöð 2, svo sem Réttur 1, 2 og Pressa 1, 2, 3 og Heimsendir. Barði hefur einnig samið tónlist í fjölmargar auglýsingar bæði fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Má þar nefna Armani, Yves Rocher, TGV, Lancia, Citroen C5, Símann, Hag- kaup og fleiri. Barði var á samningi við for- leggjarana EMI publishing France 2002-2008 og Universal Publishing France 2008-2011, en þetta eru um- svifamestu forleggjarar í heimi. Hann hefur verið lagahöfundur eða átt í samstarfi með listamönnum eins og Sia, M83, JB Dunckel sem er annar meðlima dúettsins Air, og Lisu Ekdahl. Verðlaun og félagsmál Barði hlaut útrásar- og útflutn- ingsverðlaun Loftbrúar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2004. Hann hlaut íslensku Edduverð- launin fyrir tónlistina í myndinni Reykjavík Rotterdam 2009 og var tilnefndur til Skandinavísku kvik- myndatónlistarverðlaunanna sama ár. Árin 2012 og 2015 var hann einnig tilnefndur til íslensku Eddu- verðlaunanna fyrir tónlist. Barði sat í Innkauparáði Reykja- víkurborgar 2010-2012 og sömu ár sat hann í stjórn Sjóminjasafnsins Víkur. Frá 2013 hefur hann setið í stjórn Svanna - lánatryggingarsjóðs kvenna. Einnig hefur hann hefur haft um- sjón með útgáfu- og höfundarrétt- indum hjá Bang ehf. sem hefur gef- ið út 15 titla og haldið erindi um tónlist og viðskipti, m.a. á nýsköp- unarþingi Rannís og Útflutnings- ráðs. Fjölskylda Dóttir Barða er Ísold Barðadótt- ir, f. 26.2. 2009. Foreldrar Barða eru Jóhann Ó. Þorvaldsson, f. 7.8. 1953, útgerðar- tæknir, og Margrét Barðadóttir, f. 9.5. 1952, sérkennari í Reykjavík. Fósturfaðir hans var Ámundi Ámundason, f. 14.5. 1945, markaðs- stjóri og útgefandi. Úr frændgarði Barða Jóhannssonar Barði Jóhannsson Guðbjörg Sigfúsdóttir húsfrú, frá Snjóholti í Eiðaþinghá, N-Múl. Einar Þórðarson bóndi á Ormsstaðastekk í Norðfirði Þorvaldur Einarsson útgerðarm. í Neskaupstað Rósa Sigríður Ólafsdóttir fiskvinnslukona í Neskaupstað Jóhann Ó. Þorvaldsson útgerðartæknir, bús. í Rvík Sigríður Björnsdóttir húsfrú í Hestgerði Ólafur Gíslason bóndi í Hestgerði í Suðursveit, A-Skaft. Tryggvi Þorsteinsson skurðlæknir í Rvík Gunnþórunn Rannveig Þórhallsdóttir húsfr. á Seltjarnarnesi Finnur Reyr Stefánsson hagfræðingur og fjárfestir í Garðabæ Margrét Friðriksdóttir húsfr. á Kópaskeri Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður í Rvík Kristján Friðriksson iðnrekandi í Reykjavík Eggert Ólafur Jóhannsson feldskeri í Reykjavík Jóhann Friðriksson forstjóri í Reykjavík Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatnsfirði við ÍsafjarðardjúpÞuríður Þorsteinsdóttir safnvörður á Kjarvalsstöðum Barði Friðriksson fv. skrifstofustj. og lögm. Vinnuveitendasambands Íslands Margrét Barðadóttir sérkennari í Rvík Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir á Efri-Hólum Friðrik Sæmundsson bóndi á Efri-Hólum í Núpasveit, N-Þing. Nína Tryggvadóttir listmálari Laufey Tryggvadóttir húsfrú í Vatnsfirði Magnús Jóhannesson framkv.stj. hjá Norður- skautsráðinu Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á Ísafirði og fv. bæjarstj. Jóhannes Þorsteinsson vélstj. á Ísafirði Leður „Þarna er ég í góðum fíling.“ Guðjón Hólm Sigvaldasonfæddist 10. september 1920að Litla-Ási á Kjalarnesi. Foreldrar hans voru Sigvaldi Þor- kelsson, f. 5.9. 1897, d. 17.7. 1978, bóndi á Kjalarnesi, síðar iðn- aðarmaður í Reykjavík, og Guðrún Jónsdóttir, f. 12.9. 1895, d. 30.7. 1979, húsmóðir. Foreldrar Sigvalda voru Þorkell Helgason, síðast verkamað- ur í Reykjavík, og Þórunn Sigur- björg Þorláksdóttir, og foreldrar Guðrúnar voru Jón Jónsson, bóndi í Bakkakoti á Kjalarnesi, og Hólm- fríður Oddsdóttir. Guðjón útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1942 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1947. Héraðs- dómslögmaður varð Guðjón árið 1948. Hann var fulltrúi hjá Sigur- geiri Sigurjónssyni hrl. frá 1947 til 1952 en rak síðan lögfræðiskrifstofu í Reykjavík til ársins 1965 er hann varð forstjóri John Lindsay ehf., en því starfi gegndi hann til ársins 2000. Samhliða rekstri lögmannsstofu sinnti Guðjón kaupsýslu og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var framkvæmdastjóri skemmtigarðsins Tívolí 1951 til 1952 og ýmist sat í stjórn eða tók þátt í rekstri fjölda fyrirtækja í Reykjavík, þ. á m. Kjöt- vers hf., Reykhússins hf. og verslan- anna Angoru, Vogabúðarinnar og Lífstykkjabúðarinnar auk fyrirtækj- anna Efnagerð Reykjavíkur og Agn- ar Lúðvíksson hf. Guðjón varð fyrsti formaður Gigtarfélags Íslands árið 1976, gegndi þeirri stöðu til 1980 og var gerður að heiðursfélaga þess 1990. Guðjón var sæmdur gullmerki Fé- lags íslenskra stórkaupmanna 1988. Eiginkona Guðjóns var Guðrún Stefánsdóttir, f. 28.3. 1920, d. 21.3. 2014, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Stefán Halldórsson, útgerðar- maður og verslunarstjóri í Neskaup- stað, og k.h. Sigríður Guðmunds- dóttir. Börn Guðjóns og Guðrúnar: Jóhann Geir, f. 1948, Gunnar, f. 1949, Stefán Sigurður, f. 1952, d. 1955, lést í umferðarslysi, Stefán Sigurður, f. 1957, og Guðjón Hólm, f. 1959. Guðjón lést 3.7. 2001. Merkir Íslendingar Guðjón Hólm Sigvaldason 95 ára Petrína Jónsson 90 ára Margrét Sigtryggsdóttir 85 ára Elínborg Kristjánsdóttir Lárus J. Helgason 80 ára Gíslína Friðbjörnsdóttir Margrét Ásta Gunnarsdóttir Þórir Marinósson 75 ára Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir Elín Jónsdóttir Laufey Ósk Guðmundsd. Pálína Margrét Bjarnadóttir Samúel Ellert Óskarsson 70 ára Anna Carla Örlygsdóttir Arnfríður Valdemarsdóttir Bragi Ingvason Heimir Svansson Ludwig H. Gunnarsson Rannveig Jónsdóttir Sigrún Emma Ottósdóttir Sigurður Marinósson 60 ára Anna Eiríksdóttir Anton Jan Wasilewski Ágústa Sigríður Sigurðard. Eiríkur Hreinn Helgason Guðríður Inga Andrésdóttir Guðrún Helga Kristjánsd. Halina Aleksandrowicz Hermann Þórðarson Hildur Garðarsdóttir Jón Sævar Sigurðsson Lilja Sigurdís Sigurðardóttir Nína Dóra Pétursdóttir Ólöf Flygenring Pálína Jóna Guðmundsd. Sigurður Hauksson Sigurður Sveinn Alfreðsson Sigvaldi Ólafsson Svanfríður Eygló Ívarsdóttir Þorgeir Hjartarson Þór Ostensen 50 ára Erla Sigfúsdóttir Hólmfríður S Sigurðardóttir Hrefna Gunnarsdóttir Jenný Dagbjört Gunnarsd. Jóhanna Stefanía Birgisd. Jón Ingi Þorsteinsson Lovísa V. Bryngeirsdóttir Magnea Jónasdóttir My Thi Ngo Sigurbjörg Ósk Antonsd. Sveinn Þórarinn Jónsson Valdimar Reynisson 40 ára Aðalbjörn Hrannar Helgas. Coleen Arizala Lastimosa Elís Vilberg Árnason Hary Liberman Jón Sindri Stefánsson Páll Jónbjarnarson 30 ára Airidas Liaugminas Ayesha D. G. Wedagedara Hafsteinn Viðar Hafsteinss. Helga Sif Eiðsdóttir Linda Hrönn Geirsdóttir María Jónasdóttir Michala Krestýnová Michal A. Wieczorek Samúel Rósinkr. Kristjánss. Sigurður Valdimar Olgeirss. Sylvía Clothier Rudolfsd. Þorkatla Inga Karlsdóttir Þórarinn Máni Borgþórsson Þórunn Ríkey Ás Friðriksd. Til hamingju með daginn 40 ára Njörður er fæddur og uppalinn í Garði en býr í Keflavík. Hann er deild- arstjóri yfir fraktaf- greiðslu hjá IGS. Maki: Berglind Elva Lúð- víksdóttir, f. 1975, þroska- þjálfi hjá Hjallastefnunni. Börn: Íris Björk, f. 1999, og Róbert Ingi, f. 2004. Foreldrar: Jóhann Þor- steinsson, f. 1942, d. 2010, og f. Helga Sigur- björg Bjarnadóttir, f. 1943. Njörður Jóhannsson 30 ára Alexander er Sel- fyssingur en býr í Garða- bæ. Hann er verslunar- stjóri í Bónus í Holta- görðum. Maki: Brynja Rún Brynj- ólfsdóttir, f. 1988, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Börn: Óskírður, f. 2015. Foreldrar: Þór Stefáns- son, f. 1961, raftækni- fræðingur, og Sigríður Waage, f. 1965, húsmóðir. Þau eru bús. á Selfossi. Alexander Þórsson 30 ára Brynja býr í Mos- fellsbænum, er fædd þar og uppalin. Hún er líf- fræðingur hjá Actavis. Maki: Matthías Hálfdán- arson, f. 1984, kvik- myndatökumaður. Börn: Guðmundur, f. 2009, og Máni, f. 2012. Foreldrar: Guðmundur Björnsson, f. 1950, d. 2014, sölustjóri, og Ósk Hilmarsdóttir, f. 1952, d. 2006, skrifstofum. Þau voru bús. í Mosfellsbæ. Brynja Guðmundsdóttir Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.