Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 44

Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 44
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Tilkynnti farþegum um … 2. Gisti eina nótt í Reykjavík 3. Fríkirkjuvegur 11 fauk í nótt 4. „Kærastinn“ reyndist kona »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fiðluleikarinn Eva Mjöll Ingólfs- dóttir og tónskáldið og raftónlistar- maðurinn David Morneau flytja nýja tónlist fyrir rafmagnsfiðlu og elektróník eftir Mark Hagerty og Rain Worthington, auk tónlistar eftir þau sjálf, á tónleikum í Mengi í kvöld kl. 21. Á þeim verða einnig sýnd mynd- bandsverk eftir Nicole Anteby og Rakel Steinarsdóttur. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum voru samin sérstaklega fyrir Evu Mjöll. Eva Mjöll og David Morneau í Mengi  Tónlistarkonan Unnur Sara Eld- járn fagnar útgáfu fyrstu plötu sinn- ar, Unnur Sara, með tónleikum í kvöld á Húrra sem hefjast kl. 21. Platan kom út í mars sl. en þá út- skrifaðist Unnur Sara úr söngnámi við Tónlistarskóla FÍH. Hún lýsir tón- listinni sem popptónlist undir áhrif- um frá ýmsum stefnum, m.a. rokk- og djasstónlist. Öll lög og textar eru frumsamin og sungin á íslensku. Sér- stakur gestur á tónleikunum í kvöld verður dj. flugvél og geimskip. Unnur og dj. flugvél og geimskip á Húrra  Evrópska kvikmyndaakademían, EFA, hefur opinberað lista sinn yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverð- laununum, 52 tals- ins, og eru Hrútar og Fúsi þeirra á meðal. Verðlaunin verða veitt 12. des- ember í Berlín. Á 52 mynda lista EFA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eft- ir hádegi, sunnan 5-10 m/s í kvöld með smáskúrum, en þurru fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. VEÐUR FH-ingar áttu frábæran endasprett þegar þeir sigr- uðu Fram, 23:21, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld. Fram var með forystuna í leiknum lengst af. Víkingar léku sinn fyrsta leik í efstu deild í sex ár en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Íslandsmeisturum Hauka og töpuðu með níu marka mun á heimavelli sín- um í Fossvoginum. 2-3 Endasprettur FH og tap hjá Víkingi „Við höfum alltaf verið með lið til þess að landa Íslandsmeistaratitl- inum, en vantað ein- hvern herslumun uppá,“ sagði Jóna Kristín Hauksdóttir, nýkrýndur Ís- landsmeistari í knattspyrnu með Breiðabliki. Hún segir ýmsa þætti hafa stuðlað að því að þess- um herslu- mun skuli hafa verið eytt með eft- irminnilegum hætti í ár. »1 Alltaf verið með lið til að landa titlinum „Sandra er að koma til baka eftir krossbandaslit og búin að eiga al- gjörlega frábært tímabil. Hún hefur sýnt mikinn og sterkan karakter, sem hefur ekki síður heillað mig en það hve mörg mörk hún hefur skorað og hversu vel hún hefur spilað,“ segir Freyr Alexandersson sem í gær til- kynnti landsliðshóp kvenna í knatt- spyrnu. 4 Búin að eiga algjörlega frábært tímabil ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján Jónsson kris@mbl.is Bæklunarskurðlæknirinn Björn Zoëga er íslenska körfubolta- landsliðinu til halds og trausts í lokakeppni Evrópumóts landsliða í Berlín. Þeir sem fylgjast með fréttum kannast vel við Björn frá því hann var forstjóri Landspít- alans en hann hefur talsvert verið viðloðandi íþróttirnar í gegnum tíðina. „Ég spilaði sjálfur körfubolta þegar ég var yngri og náði því að vera í liði Vals sem varð Ís- lands- og bikarmeistari 1983, en það var mitt fyrsta ár í meistaraflokki. Sem læknir að- stoðaði ég handboltalandsliðið nokkrum sinnum en það var áð- ur en ég fór utan í sérnám. Ég fór til dæmis í tvær æfingaferðir með þeim fyrir Ólympíuleikana 1992. Þá var ég liðslæknir hjá karlaliði Vals í fótbolta í tíu sumur. Einnig hef ég aðeins komið að því að aðstoða Vals- liðið aftur í sumar ásamt því að hjálpa handbolta- og körfubolta- liðum félagsins í gegnum tíð- ina,“ sagði Björn sem gegnt hef- ur formennsku í Knattspyrnu- félaginu Val frá því í fyrra. Samheldni og sigurvilji Hvernig kom það til að Björn endaði á EM í Berlín? „Svali Björgvinsson (nefndarmaður hjá KKÍ) hringdi í mig og sagði að það vantaði læknisaðstoð vegna EM. Hann spurði hvort ég vildi hjálpa og fyrir mig var einfalt að segja já við því. Ég vissi að ég hefði tíma í þetta á þessum tíma- punkti en tók mér eitthvert frí í vinnu til að sinna þessu. Þetta snýst um lengri tíma heldur en vikuna sem EM fer fram, því einnig er undirbúningsferli. Á þeim tíma voru einhver meiðsli og við þurftum að plana endurhæf- inguna til að allir gætu verið heilir þegar að keppninni kæmi,“ sagði Björn og bætti við: Mikil upplifun í Berlín „Upplifunin er mjög skemmtileg og fagmannlega að þessu staðið, bæði hjá FIBA Europe og KKÍ. Margt er mjög vel gert og liðið hefur staðið sig frábærlega. Þar er mikil samheldni og sigurvilji. Menn ætla ekki að láta traðka á sér þrátt fyrir að við séum að spila við stærstu körfuboltaþjóðir Evrópu,“ sagði læknir körfubolta- landsliðsins, Björn Zoëga, enn- fremur þegar Morgunblaðið tók hann tali í Berlín. Landsliðinu til halds og trausts  Læknirinn Björn Zoëga stendur í ströngu Morgunblaðið/Kris Samherjar Björn Zoëga, læknir körfuboltalandsliðsins, og Páll Kolbeinsson, aðalfararstjóri KKÍ, stilltu sér upp á landsliðsæfingu í Berlín í vikunni. Þeir eru jafnaldrar og voru saman í unglingalandsliði Íslands á sínum tíma. Segja má að Björn Zoëga hafi á vissan hátt horfið úr sviðsljósinu þegar hann hætti á Landspít- alanum, en forstjórastarfinu fylgdi töluverð fjölmiðlaum- fjöllun eins og gengur. Björn hef- ur haldið áfram að starfa sem læknir eins og hann gerði með forstjórastarfinu en þó ekki ein- göngu. „Ég er í ýmsum verkefnum. Ég vann að hluta til við skurðlækn- ingar þegar ég var forstjóri. Eftir að ég hætti því hef ég unnið áfram sem læknir í hlutastarfi. Fljótlega eftir að ég hætti á spít- alanum tók ég að mér uppbygg- ingu á nýju fyrirtæki sem fór í eigu útlendinga eftir stuttan tíma. Á þessu ári hef ég unnið í ýmsum ráðgjafarstörfum með- fram vinnunni sem læknir.“ Sinnir ýmsum störfum HVARF ÚR SVIÐSLJÓSI FJÖLMIÐLANNA Á föstudag Suðaustan 8-15 m/s A-lands, annars hægari vindur. Rigning, einkum á SA-verðu landinu, en úrkomulítið V-til fram á kvöld. Hiti 8 til 14 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.