Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 11
Raymond heldur námskeið, sem eru öllum opin, á hverju ári á ólíkum stöð- um í heiminum. Yfirskrift þeirra er: „How to see and shoot like a National Geographic Photographer.“ „Ég ferðast með námskeiðshópnum í nokkra daga hverju sinni, ýmist á hestbaki í Banff þjóðgarðinum í Kanada, á Indlandi, Toscana á Ítalíu, há- lendi Bólivíu eða á Íslandi, sem ég geri núna í fyrsta sinn. Þessi námskeið eru fyrir fólk sem er statt á misjöfnum stað í ljósmyndun, bæði byrjendur og lengra komna. Við erum með Power point kynningu í byrjun og svo leið- um við fólk inn á listrænu hliðina í ljósmyndun, en ég legg mikla áherslu á listræna þáttinn og fer yfir það hvað það er sem gerir ljósmynd að lista- verki.“ Þar sem Raymond leggur áherslu á landslagsljósmyndun á námskeið- unum, að fanga undur náttúrunnar, segir hann það hafa blasað við að koma til Íslands með námskeið. „Á Íslandi er endalaus efniviður fyrir ljósmyndara í undrum náttúrunna. Við fórum um Reykjanes, á Nesjavelli, Þingvelli, Gullfoss og Geysi, til Víkur í Mýrdal, í Skaftafell, upplifðum andstæður svörtu sandanna og Vatnajök- uls, fórum að Jökulsárlóni og enduðum á Höfn í Hornafirði. Mig langar að koma aftur á næstu ári með námskeið til Íslands, helst um vetrartím- ann.“ Á nýliðnu námskeiðinu á Íslandi segist Ray- mond hafa verið með nýjan flöt, þar sem kom- ið var sérstaklega inn á sálfræði ljósmynd- unar, en kona Raymonds, Constance Avery- Clark er sálfræðingur og sá um þann þátt. „Við spyrjum og leitum svara, til dæmis: Hvað er það í ljósmynd sem verður til þess að fólk bregst við henni? Hvað gerir ljós- mynd áhrifaríka?“ Nánar á heimasíðu Raymonds: www.raymondgehman.com Námskeið á Íslandi og um víða veröld OPIÐ FYRIR ALLA af þegar hann benti mér á dýr sem ég gæti náð góðri ljósmynd af, þá skaut hann dýrið um leið og ég var búinn að mynda. Hann fláði skrokkana og tók með sér heim, enda nýtir þetta fólk allt af skepnunni og kjötið grafa þeir í jörð, þar sem það geymist í frosti. Við lok ferðarinnar þegar hann var ekki með riffilinn með sér, komumst við í tæri við skógarbjörninn. Hann var svakalegur, klærnar á honum voru eins og silfurhnífar. Við fórum ótrú- lega nálægt honum og ég náði stór- kostlegum ljósmyndum, þar sem björninn var reiður, á hlaupum,“ seg- ir Raymond og bætir við að fátt finn- ist honum betra en að vera úti í nátt- úrunni. Kynnir þeim töfrana Undanfarin fimm ár hefur Ray- mond kennt ljósmyndun í Bandaríkj- unum. „Ég kenni átta mánuði á ári og ég er búinn að hafa gríðarlegan fjölda nemenda á þessum tíma, ætli ég sé ekki með um 1500 nöfn á netfanga- listanum mínum. Þetta fólk kemur allsstaðar að úr Bandaríkjunum. Mér finnst mjög skemmtilegt að kenna byrjendum í ljósmyndun, opna þeim þennan stórkostlega heim sem ljós- myndun er. Það er gefandi að kynna þeim töfrana,“ segir Raymond sem heldur áfram að ferðast og taka ljós- myndir á námskeiðunum sem hann býður upp á, hvort sem þau er á Ís- landi, Indlandi, Kanada, Ítalíu eða Bolívíu. Þar deilir hann reynslu sinni af því að hafa tekið myndir um víða veröld árum saman við ólíklegustu aðstæður. „Ég legg mikið upp úr því að hafa fáa einstaklinga í einu á hverju námskeiði, af því ég vil eyða eins miklum tíma með hverjum og einum og hægt er.“ Jasper þjóðgarðurinn Í Alberta í Kanada. Ein frægasta mynd Raymonds. Ferðin góða Óli 21 árs á Vatnajökli með Raymond fyrir 30 árum. Mackenzie-áin Skógarbjörninn sem Raymond myndaði í bátsferð með frumbyggja í Kanada árið 1998 var reiður. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. MC Planet - 3322 frönsk hönnun „Ég varð heldur betur kát- ur þegar ég komst að því að Raymond væri að koma til Íslands til að halda nám- skeið í ljósmyndun og kynna fólk fyrir íslenskri náttúru,“ segir Ólafur Bald- ursson læknir sem lenti í óvæntu ævintýri fyrir þrjá- tíu árum þegar hann var leiðsögumaður Raymonds og Peters Stark í ferð um Íslands. „Þetta var ógleymanleg ferð sem ég fór með þeim og ofsalega gaman að hitta Raymond aftur eftir öll þessi ár. Hann er sami gaurinn og hann var, þögull en með mikið og gott skop- skyn. Raymond er snill- ingur, hann hefur ótrúlegt auga fyrir landslagi. Ég var bara strákur þegar þetta var, 21 árs björgunarsveitamaður og vann við að afgreiða í Skátabúð- inni. Ég var alveg reynslulaus í fararstjórn en var með góða reynslu í björgun. Og til merkis um það hvað tímarnir hafa breyst, þá kom þetta óvænta leiðsögumannshlutverk mitt þannig til að það hringdi einhver í mig og sagði að það vantaði mann til að fara á Vatnajökul með tvo útlendinga, hvort ég væri ekki til í að gera það. Ég sló til, og sé ekki eftir því. Ég hafði reyndar aldrei keyrt jeppa, en við fórum á Bronco og festum hann á leiðinni frá Vatnajökli til Akureyrar og mátti litlu muna að við veltum honum. Við lentum í ýmsu og það mynduðust sérstök tengsl á milli okkar þriggja. Ég hefði ekki viljað missa af þessu.“ „Ég hafði reyndar aldrei keyrt jeppa áður“ Endurfundir Ólafur Baldursson læknir og Raymond hittust í s.l viku, 30 árum eftir að hafa farið saman í ævintýraferð á Bronco upp á Vatnajökul. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.