Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Allmörg dæmi má
finna í íslenzkri stjórn-
sýslu um að fáránleik-
inn hafi tekið völdin og
svipt ágæta menn vit-
rænni rökhugsun með
raunalegum afleið-
ingum. Dæmi um slíkt
eru málefni Reykjavík-
urflugvallar.
Svonefnd Rögnu-
nefnd hefur fyrir all-
nokkru skilað áliti sínu. Hlutverk
hennar var að finna nýjan stað fyrir
Reykjavíkurflugvöll. Nefndin starf-
aði í marga mánuði, safnaði gnótt
gagna og þáði drjúg laun fyrir. Nið-
urstaða hennar var að enginn staður
væri til í Reykjavík fyrir nýjan
Reykjavíkurflugvöll. Bezt væri að
fara með hann suður í Voga.
Reyndar hefði án efa mátt finna í
gagnasafni nefndarinnar upplýsing-
ar um að flugvallarstæði á áform-
uðum stað í Hvassahrauni væri ill-
nothæft vegna veðurfarsskilyrða.
Auk þess liggur stæðið nánast við
hliðina á öðrum flugvelli og mundi
vegna fjarlægðar frá höfuðborgar-
svæðinu drepa allt innanlandsflug.
Um það voru víst ekki notuð mörg
orð í niðurstöðum nefndarinnar.
Ekki fjallaði nefndin heldur mikið
um það hvort rétt og skynsamlegt
væri að hafa flugvöllinn áfram á sín-
um stað enda var það ekki í verka-
hring hennar. Hin heilögu skipu-
lagsyfirvöld sveitarfélagsins höfðu
víst skipulagt flugvöllinn í burtu af
fullkomnu ábyrgðarleysi án þess að
vita almennilega hvert hann ætti að
fara. En nefndin þurfti að finna stað
og skásti staðurinn að dómi nefnd-
arinnar var jafn fáránlegur og skip-
un nefndarinnar í upphafi.
En það er athyglisvert og til um-
hugsunar fyrir ábyrga kjósendur að
þeim mun meir sem einstaklingar í
framvarðarstöðum í þjóðfélaginu
beita sér fyrir framgangi fáránlegra
hugmynda, þeim mun fleiri tilnefn-
ingar fá þeir til forsetakjörs lýðveld-
isins.
Aðkoma sumra borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins að þessu máli
er hin hörmulegasta og telja vísir
menn, að með samvinnu við fárán-
leikaflokkana um útrýmingu flug-
vallarins úr aðalskipulagi sé að finna
eina meginskýringuna fyrir fylgis-
hruni flokksins í Reykjavík. Reynd-
ar hefur þorri fyrri borgarfulltrúa
flokksins hrökklast úr starfi, innan-
ríkisráðherrann og fyrrverandi
borgarstjóri hrökklast úr embætti
og enn virðist mega finna skemmd
epli innan kjörinna fulltrúa flokks-
ins, sem gott væri að losna við svo að
flokkurinn ætti möguleika á að
endurheimta sitt fyrra fylgi. Ein-
hugur flokksins í
stuðningi við veru flug-
vallarins í Vatnsmýr-
inni þarf að vera hafinn
yfir vafa.
Ofan á þetta bætist
að núverandi innanrík-
isráðherra virðist ger-
samlega ráðalaus og
dáðalaus í þessu efni
og lætur fulltrúa fárán-
leikans og fylgislausra
flokka í borgarstjórn
vaða áfram með áform
sín um að eyðileggja
flugvöllinn og þá mikilvægu starf-
semi, sem þar er að finna, í blóra við
tilmæli 69.000 Íslendinga um hið
gagnstæða.
Það er umhugsunarefni hvernig
fræðimenn og braskarar hafa ruglað
dómgreind ráðamanna í þessu efni.
Nóg byggingarland er í borginni,
sem hentar fyrir húsbyggingar.
Flugvallarsvæðið er óspennandi og
nánast óhæft til húsbygginga vegna
jarðvegsins, nýlega er búið að gera
flugbrautir í stand fyrir ærið fé, mik-
ilvæg starfsemi er nú þegar á svæð-
inu, sem liggur óvenju vel við aðflugi
og brottflugi, sem er aðallega yfir
sjó. Leitun er á jafn hagstæðu flug-
vallarstæði. Það sjá allir heilvita
menn og skynsamlega þenkjandi.
Ljóst er, að Reykjavíkurflugvöllur
verður ekki aflagður fyrr en nýr
flugvöllur verður gerður. Það tekur
áratugi og hinn óþarfi kostnaður við
hugsanlega illnothæfan flugvöll er
tugir milljarða. Það er fullkomið
ábyrgðarleysi ráðamanna að þvaðra
endalaust um jafn vondar hug-
myndir. Þetta mál er það fráleitt, að
það hefði aldrei átt að koma til um-
ræðu. Þá væri ný flugstöð risin í
Reykjavík, bezta flugöryggi væri til
staðar, varaflugvöllur tiltækur fyrir
utanlandsflug með tilheyrandi
sparnaði og engin óvissa væri til
staðar sem spillti framtíðarskipu-
lagningu flugvallarsvæðisins og höf-
uðborgarinnar í heild sinni.
Höfundur þessa pistils bjó á upp-
vaxtarárum sínum í Kvosinni er
millilandaflug fór um Reykjavíkur-
flugvöll og ekki mátti heyra manns-
ins mál í húsum inni og innanstokks-
munir léku á reiðiskjálfi, er sprengi-
hreyflar flugvélanna lyftu þeim á
loft rétt yfir húsþökunum. Þeir
tímar eru liðnir. Hávaðamengun af
flugi er mun minni en áður var, bú-
seta í miðbænum hefur dregist sam-
an, þar eru helzt á ferð flækingar og
fyllibyttur, sem kæra sig kollótta um
dagflug smávéla yfir borginni.
Ástæða er til að gefa gaum þröng-
sýnum viðhorfum sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Nýr flugvöllur kynni
að vera búbót fyrir viðkomandi
sveitarfélag og þess vegna ágætur.
Ekki er spurt að því hvort hann sé
landi og þjóð til heilla eða hvort
lausn væri þegar fyrir hendi.
Sveitarfélög, sem ekki eru þeim
vanda vaxin að geta farið með hið
heilaga skiplagsvald af ráðdeild og
ábyrgð, eiga ekki skilið að fá að fara
með það vald. Skerðing skipulags-
valds sveitarfélaga að því er flugvelli
varðar á því fullan rétt á sér. Engin
sanngirni mælir með að óábyrg
sveitarfélög geti í krafti þess valds
sér að kostnaðarlausu velt tugmillj-
arða óþörfum kostnaði yfir á rík-
issjóð.
Vonandi eru hugmyndir um nýjan
flugvöll fáránleikans ekki aðeins
dauðar heldur steindauðar.
Flugvöllur fáránleikans
Eftir Sverri
Ólafsson » Vonandi eru hug-
myndir um nýjan
flugvöll fáránleikans
ekki aðeins dauðar held-
ur steindauðar.
Sverrir Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vaðlaheiðargöng
áttu ekkert að kosta
íslenska skattgreið-
endur þegar ráðherra
af Norðurlandi tróð
þessari framkvæmd
fram fyrir tengingar
milli suður- og norð-
urbyggða Vestfjarða
sem og tengingu
Seyðisfjarðar við
þjóðvegakerfið. Var
látið sem Víkurskarðsvegur væri
þá svo ónýtur að hann stæðist eng-
an samjöfnuð við Fjarðarheiði,
Oddsskarðsveg og Fagradal og
þaðan af síður Hrafnseyrarheiði og
Dynjandisheiði og fékk verkefnið
því náð fyrir augum ríkisstjórn-
arinnar sem færði okkur kostarýrt
Evrópuþras með Icesave-kryddi og
fátt annað.
Framkvæmdin átti að borgast
með veggjöldum og ætluðu nú ráð-
herrar að plokka gat þetta sem
skjótast, enda öll þeirra frægð frá
upphafi verið möglunarlaust greidd
af skattborgurum þessa lands. Nú
er svo staðfest sem vitað var af
okkur hálfvitum, sem og skárri, að
það verða skattgreiðendur sem
borga þessi göng, nú þegar ókláruð
og líka lokafrágang þegar þar að
kemur. Frá hvatamönnum þessa
verks liggja engar upplýsingar fyr-
ir um verklok eða kostnað við þetta
verk og ætti þar með að vera kom-
ið þar sögu, að hætta þessari fram-
kvæmd að sinni og leggja af stað
við að setja upprunalega forgangs-
röð aftur á dagskrá.
Ráðherrum, fyrrverandi sem og
núverandi, hefur líkast til yfirsést,
að um Víkurskarð liggur nútíma-
vegur þveröfugt við hinar fornu
slóðir um Fjarðar- og Hrafneyr-
arheiðar, en þær eru þessum lands-
hlutum allt það gagn sem skap-
aranum auðnaðist að gefa, ekki
bara Þingeyri og Seyðisfirði heldur
Austfjörðum og Vestfjörðum öllum.
Hafi núverandi stjórnvöld ekki átt-
að sig á þessu þá þurfa kjósendur
að krota það á minnissnepilinn til
hliðar við annað sem betur mætti
fara.
Jóhanna Sigurð-
ardóttir, fyrrverandi
forsætisráðherra, og
félagar stunduðu smíð-
ar á axarsköftum af
verri gerðinni á kjör-
tímabili sínu. Skyldi
það ekki vera hlutverk
núverandi samgöngu-
ráðherra að lagfæra
mistök fyrrverandi
ráðherra samgöngu-
mála varðandi
Vaðlaheiðargöng? Jó-
hanna og hjálp-
arkokkar hennar drógu svo úr afli
útgerða í minni sjávarútvegs-
plássum að þær hafa bara unnið á
hálfum afköstum síðan á miðju
kjörtímabili þeirrar vanlukku-
stjórnar. Skyldi það nokkuð vera á
dagskrá hjá núverandi forsætisráð-
herra að ýta á núverandi sjáv-
arútvegsráðherra að lagfæra það
lítilræði?
Bjarni Benediktsson er fjármála-
ráðherra, en líka formaður Sjálf-
stæðisflokksins. Það er þá væntan-
lega hans hlutverk að hafa yfirsýn
og áhrif á gang mála í ríkisstjórn
og fylgja eftir stefnu flokksins til
hags fyrir landann. Eftir banka-
hrun, dollubank og þrautagöngu
með Jóhönnu og Steingrími, var
kominn tími til að leita að ró og
stöðugleika en þá heimtuðu allir
meira kaup og allir nema gam-
almenni hótuðu verkföllum svo
ónæði hefur verið töluvert og nú
ætlar Icesave-gengið að flytja inn
múslíma, líklega til að kenna okkur
að slappa af, og því betur sem sá
innflutningur gengur, því fyrr
verða hér sem annarstaðar til svo-
kallaðir öfgaflokkar með öllu því
næði og yndisleik sem þeim fylgir.
Vaðlaheiðar-
göng áttu
ekkert að kosta
Eftir Hrólf
Hraundal
Hrólfur Hraundal
»Nú er svo staðfest
sem vitað var af okk-
ur hálfvitum, sem og
skárri, að það verða
skattgreiðendur sem
borga þessi göng
Höfundur er vélvirki.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 1. september var
spilaður Mitchell tvímenningur með
þátttöku 26 para.
Efstu pör í N/S (% skor):
Kristín Óskarsd. - Unnar Guðmss. 67,0
Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 61,4
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 58,5
Björn Árnason - Eðvarð Hallgrímss. 55,3
Sverrir Jónsson - Óli Gíslason 49,7
A-V
Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss.
62,6
Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmanns. 57,9
Jón H. Jónsson - Þórólfur Árnason 57,2
Friðrik Jónsson - Björn Svavarss. 54,4
Þorl. Þórarinss. - Ragnh. Gunnarsd. 53,5
Föstudaginn 4. september var
spilaður tvímenningur með þátttöku
26 para.
Bestum árangri náðu í N/S:
Björn Árnason - Albert Þorsteinss. 60,3
Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 57,1
Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 55,3
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 54,5
Bjarni Þórarinss. - Haukur Guðmss. 53,8
A-V
Tómas Sigurjss. - Björn Svavarsson 61,1
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 60,4
Örn Jónsson - Sveinn Rúnar Eiríkss. 57,5
Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 53,7
Ólöf Hansen - Alma Jónsd. 53,2
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl.
13.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei-
ríksson og er hjálpað til við myndun
para fyrir staka spilara.
Fjórtán borð hjá FEBR
Fimmtudaginn 3.september var
spilaður tvímenningur á 14 borðum
hjá bridsdeild Félags eldri borgara
í Reykjavík
Efstu pör í N/S
Magnús Oddsson –Oliver Kristóferss. 389
Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 372
Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 361
Sigurður Láruss. – Logi Þormóðss. 343
A/V
Bjarni Þórarinss. – Gunnar Jónsson 414
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 386
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 345
Óli Gíslason – Magnús Jónsson 340
Mánudaginn 7. september var
spilað á 14 borðum
Efstu pör í N/S
Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartansson 374
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 368
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 364
Örn Isebarn – Hallgrímur Jónsson 350
A/V
Lúther Kristjánss. – Björn Péturss. 358
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd.
353
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 346
Bjarni Þórarinss. – Gunnar Jónsson 338
Spilað er í Síðumúla 37...
Aukablað alla
þriðjudaga