Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Vinur okkar hjóna, hann Palli Magg, er látinn. Það er erfitt fyrir okkur að skilja hvers vegna hann varð fyrir val- inu núna en honum eru líklega ætluð önnur mikilvægari hlutverk á æðri stað en hér á jörð. Palli var samferða mér allt frá 16 ára aldri er við hófum að læra vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni, 1. september 1961. Hann kom til náms í vélvirkjun í Héðni ásamt fleiri nemendum sem höfðu verið í Gagnfræðaskóla Verknáms í Brautarholti. Í Vélsmiðjunni Héðni hófust okkar kynni og hafa þau varað í 54 ár. Þar af unnum við Palli sam- an í samfleytt 19 ár. Á vegum Héðins vorum við á Seyðisfirði, Siglufirði, Djúpavogi, og Stöðvar- firði. Saman vorum við svo í Iðn- skólanum í Reykjavík og Vélskóla Íslands og að honum loknum réð- um við okkur til að setja saman vélar í Búrfellsvirkjun. Í júlímán- uði 1969 réðum við okkur til vél- stjórastarfa hjá Landsvirkjun og vorum við saman á vöktum í alls 11 ár. Fjölskyldur okkar bjuggu þar lengst af í húsum hlið við hlið þannig að návígi fjölskyldna okk- ar var mikið. Er við Palli vorum á Siglufirði 1963 þá kynntumst við elskuleg- um konum okkar sem hafa fylgt okkur alla tíð síðan. Þegar við Ása giftum okkur á Siglufirði á jólum 1965 þá var auðvitað Palli fenginn til að vera svaramaður minn þannig að tenging okkar var margvísleg. Palli og Góa bjuggu við Búrfell 1969-1980 en árið 1980 fluttu þau til Reykjavíkur vegna nýrra starfa Palla í Stjórnstöð Lands- virkjunar að Geithálsi sem hann tók að sér að gegna. Palli var mikill félagsmálamað- ur. Hann varð strax virkur félagi í Iðnnemasambandi Íslands og Páll Magnússon ✝ Páll Magn-ússon fæddist 24. júlí 1944. Hann varð bráðkvaddur 30. ágúst 2015. Út- för Páls fór fram 9. september 2015. Vélstjórafélagi Ís- lands. Hann gegndi starfi aðaltrúnaðar- manns vélfræðinga hjá Landsvirkjun, var í Hreppsnefnd Gnúpverjahrepps, í stjórn Sparisjóðs Vélstjóra og félagi í Rotary-hreyfingunni í Kópavogi þar sem hann naut sín vel. Á þessu sést að Palla var treyst fyrir ýmsum trúnaðarstörfum sem hann leysti vel af hendi. Víð Ása vottum Góu , Magna Þór, Ingva Má og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð við fráfall góðs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og vinar um ára- tuga skeið. Blessuð sé minning hans. Benedikt og Áslaug (Ása). Kveðja frá Landsneti. Páll Magnússon starfaði sem fjargæslumaður í stjórnstöð Landsnets frá stofnun fyrirtæk- isins þar til hann fór á eftirlaun. Páll hafði þó unnið lengur við raf- orkukerfið því hann starfaði hjá Landsvirkjun við byggingu Búr- fellsvirkjunar og síðar vélstjóri við rekstur hennar. Í Búrfelli bjó hann með fjölskyldu sinni í all- mörg ár áður en hann fluttist til Reykjavíkur og hóf störf í stjórn- stöð Landsvirkjunar og síðar Landsnets sem fjargæslumaður. Páll var mjög góður fagmaður, nákvæmur, vandvirkur og mjög áhugasamur um nýjungar. Þegar almenn tölvuvæðing var að byrja þá tók hann sig til og forritaði gagnavinnslukerfi á litla tölvu. Þetta frumkvæði hans þróaðist síðar yfir í bilanaskráningu fyrir raforkukerfi landsins. Þetta eru í dag mikilvægar upplýsingar sem stuðst er við þegar ákvarðanir eru teknar. Páll var einn af lykil- mönnum verkefnisins og sá um skráningarnar fyrir Landsnet þar til hann hætti. Páll var virkur í félagsmálum, sat í stjórn Vélstjórafélagsins og tók virkan þátt í hagsmunabar- áttu þess. Eins og með önnur störf leysti hann þetta hlutverk vel af hendi af einlægni og góðum samskiptum. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan hans að málum lauk í sátt og án eftirmála. Þessir eiginleikar einkenndu hann í öllu sem hann gerði. Málin ræddi hann án fordóma, með opnum hug, víðsýni og góðum rökum. Af samstarfsmönnum sínum var hann alla tíð mjög vel liðinn. Síðustu starfsár Páls óx raf- orkukerfið hratt og sífellt flókn- ara var að stjórna því. Páll aðlag- aðist þessari þróun vel og fylgdi þróuninni eftir og stóð fyrir sínu. Hann var mjög virtur af sam- starfsmönnum sínum. Þeir sem yngri voru leituðu iðulega ráða hjá Páli þar sem hann var mjög jákvæður að eðlisfari, úrræðagóð- ur og átti auðvelt með að útskýra verkefnin. Þannig skilaði hann reynslunni og þekkingunni áfram. Við fyrrverandi samstarfs- menn Páls sendum eiginkonu hans Jóhönnu, sonum þeirra, Magna og Ingva Má, ásamt fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Við söknum öll góðs fé- laga. Guðmundur Ingi Ásmundsson. Það fer að nálgast fimmta ára- tuginn síðan leiðir okkar Palla Magg, eins og hann var kallaður daglega, lágu fyrst saman, sem var í stjórn Vélstjórafélags Ís- lands, VSFÍ, á áttunda áratug lið- innar aldar. Á þessum árum var margt álitamálið sem kom til um- ræðu og úrlausnar hjá félaginu. Þá var m.a. verið að leggja niður vaktir hjá Landsvirkjun, Lv., og taka upp í staðinn dagvakt, en Palli var hjá Lv. nánast allan sinn starfstíma og á þessum árum yf- irtrúnaðarmaður. Breyting á vaktafyrirkomulagi af þessu tagi fylgdi mikil röskun á högum vél- fræðinganna sem störfuðu hjá fyrirtækinu, bæði félagslega og launalega, sem þurfti að finna við- unandi lausnir á. Í þessu sem öðru reyndist Palli hollráður, en hlutverk hans sem yfirtrúnaðarmanns var að vera í stöðugum samskiptum við fé- lagana á stöðvunum, hlusta eftir áherslum þeirra og bera þeim þær hugmyndir sem uppi voru til breytinga á vinnufyrirkomulag- inu og hvernig Lv. hygðist breyta launagreiðslunum þannig að höggið yrði sem bærilegast. Annað eftirminnilegt álitamál sem snerti Lv. og kom upp á vakt- inni hans Palla var bæði ráðning í stöður álagsstjóra í nýja stjórn- stöð Lv. og gerð kjarasamnings þar um, sem m.a. kvað á um starfslok við 65 ára aldur. Með nýju stjórnstöðinni var öll álags- stjórnun flutt frá einstökum stöðvum í stjórnstöðina þar sem sérþjálfaðir starfsmenn sinntu þessu vandasama hlutverki. Palli var í hópi þeirra sem vald- ir voru af Lv. til þessara starfa, sem segir nokkuð um stöðu hans hjá fyrirtækinu. Af almennum málum sem komu á borð VSFÍ á vakt Palla er mér m.a minnisstæð upptaka kvótakerfis í íslenskum sjávarút- vegi. Þetta mál var eins og flestir muna afar umdeilt og er enn á meðal almennings. Þrátt fyrir að Palli tengdist ekki sjósókn né út- gerð á nokkurn hátt var hann fljótur að átta sig á því að ef við sem þjóð ætluðum okkur að hafa hámarks arð af þessari sameigin- legu auðlind yrðum við taka upp gjörbreytta fiskveiðistjórn. Hætta veiðum umfram ráðgjöf sem hafði viðgengist hömlulaust á þessum árum þrátt fyrir fögur fyrirheit um breytt vinnubrögð margra ríkisstjórna. Í þessu máli sem og öðrum þeim sem komu á okkar borð var Palli alltaf mál- efnalegur og ráðagóður, man ekki til þess að hann hafi nokkurn tím- an hækkað róminn eða hreytt ónotum í nokkurn mann þrátt fyr- ir skoðanaágreining. Palli var eld- klár og heilsteyptur einstakling- ur, maður orða sinna, sem alltaf var gott leita til og eiga að. Síðustu árin vorum við félagar í Rótarýklúbbi Kópavogs; þar sem annars staðar reyndist hann nýt- ur og góður félagi. Í lok síðasta fundar bað ég hann að aka mér heim, sem var auðsótt mál. Á leið- inni var margt spjallað en ekki hvarflaði það að mér þá þegar ég kvaddi hann og þakkaði greiðann að kveðjustundin væri runnin upp en enginn má víst sköpum renna. Kæri vinur, góða heimkomu og hafðu þökk fyrir allt og allt. Við hjónin vottum eftirlifandi eiginkonu og aðstandendum öll- um dýpstu samúð. Guðrún og Helgi Laxdal. ✝ Eva Kristjáns-dóttir fæddist á Ísafirði 25. febrúar 1913. Hún lést á Droplaugarstöðum 6. september 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 1877, d. 1967, og Kristján Hans Jóns- son, f. 1875, d. 1913. Systkini hennar voru Jón, f. 1904, d. 1999, Solveig, f. 1905, d. 1998, Soffía, f. 1907, d. 1976, og Krist- jana, f. 1909, d. 1977. Vorið 1914 fer Eva í fóstur í Möðrudal á Fjöllum til Aðalbjargar Önnu Stefánsdóttur, f. 1878, d. 1953, og ólst upp hjá henni. Fóst- mann Óskar Karlsson, f. 1943, d. 1992. Synir þeirra eru Krist- ján Hans og Markús Már. Lang- ömmubörnin eru 7. Árið 1921 flytur Eva með fóstru sinni til Reykjavíkur og bjó þar síðan, utan nokkurra ára, þegar hún var hjá móður sinni á Akureyri. Frá fermingu og þar til hún gifti sig vann hún að mestu í prentsmiðjum. Fyrst hjá Jóni Helgasyni, eiginmanni fóstru sinnar, síðan hjá Oddi Björnssyni á Akureyri og að síð- ustu í Gutenberg. Eva sinnti ein- göngu börnum og búi í um tíu ár, en fór þá aftur að vinna utan heimilis og þá við fiskvinnslu. Seinna vann hún við ræstingar og þrif í heimahúsum, sem hún sinnti fram yfir 85 ára aldur. Eva fluttist 93 ára í þjónustu- íbúð við Lönguhlíð 3, en síðustu fimm árin hefur hún búið á Droplaugarstöðum. Bálför Evu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 10. september 2015, kl. 13. ursystir hennar, dóttir Aðalbjargar og Jóns Helgason- ar, var Helga, f. 1923, d. 2009. Eiginmaður Evu var Kristján Bene- dikt Gauti Jónsson, f. 1913, d. 1990, giftu þau sig þann 15. nóvember 1947 og bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru fjögur: 1) Jón Gauti, f. 1949, d. 2012. 2) Kristjana, f. 1951, maki Stefán Magnússon, f. 1951. Börn þeirra eru Gauti, Brynhildur og Bjarni. 3) Þórdís Anna, f. 1953. Son- ur hennar er Benedikt Gauti. 4) Guðbjörg Eva, f. 1956, maki Ár- Á mildri haustnóttu kvaddi Eva móðursystir mín eftir langt og farsælt líf. Ævi hennar var á margan hátt óvenjuleg. Þegar hún var á fyrsta ári breyttust að- stæður fjölskyldu hennar á grimmilegan hátt, svo að segja á svipstundu. Fjölskyldan bjó á Ísa- firði nálægt frændfólki og vinum, börnin fimm voru hraust og efni- leg, og björt framtíð virtist blasa við öllum, þegar Kristján, heim- ilisfaðirinn, lést eftir skamma sjúkdómslegu. Á þessum tíma áttu ekkjur með mörg ung börn ekki margra kosta völ og varð Guðbjörg, móðir Evu, að tvístra börnum sínum því hún gat aðeins haft eitt barnið hjá sér í vinnu- konustarfi. Hinum bauðst fóstur hjá ættingjum og vinum. Lengst frá móður sinni fór Eva litla, alla leið að Möðrudal á Fjöllum. Þar dvaldi hún fáein ár og eignaðist góða fóstru, Aðalbjörgu Stefáns- dóttur, sem sýndi henni mikið ást- ríki. Fluttist Eva svo með henni til Reykjavíkur og ólst þar upp hjá henni. Móðir Evu hélt alltaf bréf- legu sambandi við fóstru hennar og síðar Evu sjálfa og gat þannig fylgst með henni úr fjarlægð. Árið 1933 var viðburðaríkt ár í lífi Evu. Þá fór hún til Akureyrar til móður sinnar sem þar var bú- sett. Á heimili hennar hittust öll systkinin og móðir þeirra, saman í fyrsta skipti eftir 19 ára aðskiln- að. Í rauninni voru þetta fyrstu kynni Evu af fjölskyldu sinni því auðvitað mundi hún ekkert eftir henni frá frumbernsku. Eva bjó með móður sinni og tveimur systkinum á Akureyri í sex ár og þar man ég hana fyrst þegar ég var fjögurra ára gömul. Man ég hvað mér fannst hún falleg, svo átti hún líka svo fína kjóla, en best af öllu var hvað hún var góð. Hún kom stundum með ömmu minni og systkinum sínum að heim- sækja okkur á Munkaþverá og hafði hún sérlega gaman af því að fara á hestbak. Ég sé hana fyrir mér ljósklædda með fallega dökka hárið flaksandi í golunni þar sem hún þeysist um á Gránu Bjarna, sem var besta reiðhross- ið. Eva fluttist aftur til Reykjavík- ur 1939, bjó hjá fóstru sinni og vann í Prentsmiðjunni Gutenberg í mörg ár. Oft kom hún norður í heimsókn til móður sinnar og systkina tveggja. Þó fjarlægðin væri mikil milli Evu og fjölskyldu hennar á fyrsta hluta ævi hennar varð sambandið milli þeirra seinna afar traust og náið og reyndist Eva móður sinni einstak- lega vel. Árið 1947 giftist Eva Kristjáni B.G. Jónssyni blaða- manni og leyndi sér ekki væntum- þykjan milli þeirra. Þau voru bæði mjög gestrisin og átti ég mitt ann- að heimili hjá þeim fyrstu árin sem ég var í námi í Reykjavík. Eva var hæglát og hógvær, en líka glaðlynd og bjó yfir skemmti- legri kímnigáfu. Öllum sem kynntust henni hlaut að þykja vænt um hana. Eva og Kristján eignuðust fjögur börn. Elsta barnið, Jón Gauti, lést fyrir fáeinum árum fyrir aldur fram. Eftir lifa dæt- urnar þrjár og hefur verið aðdá- unarvert að fylgjast með hversu vel þær sinntu móður sinni. Lengst af var Eva einstaklega heilsuhraust og hætti síðast að stunda Sundhöll Reykjavíkur þegar hún varð 100 ára. Þótt Eva lifði í meir en öld varð hún aldrei gömul í mínum huga. Ég kveð hana með söknuði og þakklæti. Kristín Jónsdóttir. Eva Kristjánsdóttir Elsku afi. Við er- um afar þakklátir fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um þig og eru þær okk- ur dýrmætar. Það var gott að alast upp í næsta nágrenni við ykkur ömmu og það gerði okkur kleift að heimsækja ykkur oft og njóta þess að vera með ykkur. Nú þegar þú ert farinn frá okkur og kominn til ömmu höfum við rifjað upp þær góðu stundir sem við átt- um saman. Við eigum eftir að sakna þess að horfa ekki með þér á Manchester United-leikina og spjalla um liðið okkar, FH. Þá eru ógleymanlegar heimsóknirnar til ykkar ömmu á laugardögum þar sem alltaf var boðið upp á miklar kræsingar og við tippuðum á enska boltann. Það var alltaf há- punktur hverrar viku hjá okkur að gera þetta saman. Þú varst ynd- islegur afi, við erum stoltir af þér en nú ertu kominn til ömmu og við vitum að þið fylgist með okkur. Hvíl í friði, elsku afi. Arnór Freyr og Viktor Örn. Í dag kveð ég afa minn, afa minn sem ég dýrkaði og dáði og Hilmar Ægir Arnórsson ✝ Hilmar ÆgirArnórsson fæddist 16. júní 1928. Hann lést 1. september 2015. Útför Hilmars fór fram 8. september 2015. var mín fyrirmynd. Afi var dugnaðar- maður mikill og maður sem margir litu upp til. Ég ylja mér við góðar minn- ingar af okkur sam- an. Það var svo gott að geta alltaf hlaupið yfir til ömmu og afa þegar maður vildi og gott að vita af þeim í næsta húsi. Amma og afi tóku manni alltaf opnum örmum og var alltaf hægt að leita til þeirra. Allt- af voru þau með nóg af sætindum fyrir okkur systkinin og elskuðum við það alveg hreint. Minningarn- ar eru óteljandi og þeim fylgja ótal mörg tár. Það verður auðvelt seinna meir að brosa í gegnum tárin því minningarnar eru hlýjar, góðar og skemmtilegar. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo mikið, sakna þess að fara ekki með Moggann yfir til þín, sakna þess að fara ekki með þér á leiki hjá FH, sakna þess að fá þig ekki í heimsókn hingað yfir til okkar og sakna þess að sjá þig ekki aftur. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu, elsku afi. Takk fyrir allt. Þegar tími minn á jörðu hér liðinn er, þá er ég í burtu fer þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þín, Arna Sif. Elsku amma. Ég fékk mér síðasta nammimolann hjá þér þegar ég kvaddi þig í hinsta sinn fyrir nokkru og ég vissi að í þetta sinn var þér alvara. Þú varst svo oft búin að vera á leiðinni yfir en komst alltaf til baka og sagðir þá brandara eða eitthvað ótrúlega súrrealískt og skemmtilegt og það var eins og þú værir ekki tilbúin að kveðja. Þú hafðir kannski bara farið í stutt ferðalag til að tékka á aðstæðum en varst ekki alveg tilbúin að kveðja okkur og þú varst kannski líka pínurædd við hvað tæki við. Þú varst ótrúleg, alveg einstök, engri lík og gerðir hlutina á þínum hraða sem oft var ekki í takt við nánasta umhverfi. Þú hafðir húm- or fyrir sjálfri þér. Þegar við Valdi, Úlfur Óðinn og Urður Æsa, sem þá var í mallan- um mínum, fluttum aftur til Ís- lands þá leituðum við lengi að íbúð. Við fundum ekkert fyrr en við skoðuðum pínulitla kjallaraíbúð í Vesturbænum. Við Valdi kinkuð- um kolli hvort til annars þegar við vorum að skoða hana og vissum að þetta var málið. Ekki af því að hún var flott og fín heldur af því að þarna var góður og notalegur andi og þá uppgötvuðum við að þessi íbúð var beint á móti litlu notalegu íbúðinni ykkar afa á Brávallagöt- unni. Minningarnar frá þeim tíma þegar ég var krakki og unglingur að heimsækja ykkur þangað eru eiginlega skreyttar einhverjum ævintýrarlegum bjarma. Mér þykir mjög vænt um þær minn- ingar. Það var svo góður andi í hlý- legu íbúðinni ykkar og svo ótrú- Sigurbjörg Sigfinnsdóttir ✝ Sigurbjörg Sig-finnsdóttir fæddist 5. október 1918. Hún lést 19. ágúst 2015. Sig- urbjörg var jarð- sungin 4. sept- ember 2015. lega gaman að heimsækja ykkur, leika, spjalla, gramsa í dótinu, skoða gaml- ar bækur, gömul fréttablöð, úrklippu- bækur, máta gamla kjóla og skó af þér niðri í geymslu, hlusta á sögur af sjónum, sögur af tröllskessum, huldu- fólki og öðrum yfir- náttúrulegum verum, hlusta á gamlar plötur á grammafóninum, hlusta á þig syngja Ó, Jesú bróðir besti til að svæfa okkur systkinin, heyra gömlu stóru klukkuna í stof- unni tifa, dásamleg þögn og kyrrð og tíminn stóð eiginlega í stað þarna inni. Maður gat alveg gleymt sér og langaði ekki að fara. Það kemur fyrir að ég staldra við þegar ég er að gera eitthvað eða segja eitthvað og þá finn ég svo greinilega þig, ömmu mína, í mér. Við frænkurnar höfum oft talað um það að okkur finnst þú vera í okkur öllum og við erum stoltar af því. Við erum líka stoltar af hinum svokölluðu göllum. Því ég held að gallarnir séu líka kostir. Geir afi ferðaðist lengst af á skipinu Kötlu þar sem hann vann sem bryti. Stundum fórst þú með. Hann fór í löng ferðalög til ann- arra heimsálfa og var lengi í burtu frá þér. Ég ímynda mér að það hafi verið erfiður tími og svo óbærilegur missir fyrir þig þegar hann kvaddi þetta líf. Nú ert þú komin til afa og vonandi getið þið haldið áfram að ferðast saman í annarri vídd. Ég ímynda mér að ef eitthvað heldur áfram eftir þetta líf séu sálir ykkar núna að mætast, faðmast og dansa saman, kynnast upp á nýtt. Þetta er skemmtileg tilhugsun og ætla ég að halda mig við hana og minninguna um þig, litla, fallega, góða amma mín mun lifa. Ég og fjölskylda mín söknum þín. Þín, Erna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.