Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 2

Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur næga raforku til að standa við samninga við United Silicon um afhendingu raforku til kís- ilvers fyrirtækisins í Helguvík. Er þá miðað við hvað kerfi fyrirtækisins ræður almennt við. Allir viðskiptavin- ir Landsvirkjunar fá afhent forgangs- rafmagn en Magnús Þór Gylfason, yf- irmaður samskiptasviðs, bendir um leið á að ákveðinn sveigjanleiki sé til staðar til að minnka afhendingu, svo sem vegna slakrar vatnsstöðu eins og raunin hefur verið síðustu ár. Fyrsti bræðsluofn United Silicon verður ræstur í maí. Hann þarf raf- orku sem svarar til 35 megawatta afls, samkvæmt raforkusölusamningi sem Landsvirkjun gerði við fyrirtæk- ið á síðasta ári. Landsvirkjun virkjar ekki sérstaklega vegna þessa verk- efnis. United Silicon vill kaupa raf- magn fyrir fleiri ofna en bíður eftir að Landsvirkjun hafi meiri orku til að selja. Fleiri væntanlegir viðskiptavin- ir eru í sömu stöðu. Magnús Þór svarar spurningu Morgunblaðsins um það hvaðan ork- an fyrir fyrsta ofn United Silicon eigi að koma á þá leið að Landsvirkjun eigi óselt rafmagn til reiðu í raforku- kerfi sínu. Svo hafi verið í umtalsverð- an tíma. Bendir hann á að á undan- förnum sextán árum hafi einungis einu sinni verið gripið til skerðinga á ótryggðri orku samkvæmt samning- um við stóriðjufyrirtæki og aðra við- skiptavini, þrátt fyrir að samningar Landsvirkjunar veiti fyrirtækinu mun rýmri heimildir. Viðskiptavinir hafi notið góðrar vatnsstöðu. Skerðingar innan væntinga Vegna slakrar stöðu í vatnsbúskap Landsvirkjunar í haust hefur við- skiptavinum verið tilkynnt að til skerðinga gæti komið 1. október og þær staðið í vetur. Magnús bendir á að þær skerðingar sem nú gæti þurft að grípa til séu vel innan væntinga allra viðskiptavina fyrirtækisins. Í upplýsingum frá honum kemur fram að dregið verði úr afhendingu í samræmi við samninga og innan samningsmarka við alla viðskiptavini. Þar þurfi að gæta ákveðins jafnræðis, óháð því hvenær fyrirtækin urðu við- skiptavinir Landsvirkjunar. Eiga næga orku fyrir kísilverið  Eiga nægt óselt rafmagn í kerfinu til að afhenda United Silicon fyrir fyrsta ofninn Þrátt fyrir vindinn og grámyglulegu haustdagana í Reykjavík sækja ástfangnir ferðamenn borgina heim. Klæddir þykkum úlpum og búnir bakpokum arka þeir upp Laugaveginn og skoða í búðarglugga. Þetta par heldur ástúðlega um hvort annað og lætur sig ef til vill dreyma, er það horfir á auglýsingaskiltið. Morgunblaðið/Golli Reykjavíkurástin smitar ferðamennina Fjölbreytilegt mannlíf á Laugavegi að hausti til Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þau yfirvöld í Evrópu sem vinna að landamæraeftirliti hafa áhyggjur af afleiðingum flóttamannavandans fyr- ir Schengen-samstarfið. Allir sem til máls tóku á stjórnarfundi Frontex, landamæraeftirlitsstofnunar Evrópu, í gær töldu nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Mikil umræða hefur verið um af- leiðingar þess fyrir Schengen- samstarfið ef ekki tekst að leysa flóttamannavandann mikla. Ágrein- ingur hefur verið innan ESB um kvóta flóttamanna. Þannig lýsti Francois Hollande, forseti Frakk- lands, því yfir fyrr í vikunni að ef ekki næðist samkomulag innan Evrópu- sambandsins um að skipta ákveðnum fjölda flóttamanna niður á aðild- arríkin gengi Schengen-samstarfið ekki lengur upp og myndi hrynja. Það þýddi að tekið yrði upp eftirlit að nýju við öll landamæri ESB-ríkja. Ekki í hans stjórnartíð Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, lagði áherslu á að Schengen- samstarfið stæðist álagið. Það yrði ekki fellt úr gildi í hans stjórnartíð. Hann lét þessa getið í gær þegar hann kynnti tillögu að áætlun um móttöku 160 þúsund flóttamanna frá ríkjunum sem sitja uppi með flesta flóttamennina. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, situr í 32 manna stjórn Frontex, landamæra- eftirlitsstofnunar Evrópu. Stjórnin fundaði í Varsjá í Póllandi í gær. Hann segir yfirvöld sem standa að landamæraeftirliti víðsvegar um álf- una hafa áhyggjur af ástandinu. Allir sem tóku til máls hafi talið að grípa þyrfti til aðgerða strax. Einn fulltrú- inn hafi lýst þeirri skoðun sinni að ef ekki tækist að ná tökum á vanda- málinu á næstunni, gæti það þýtt endalok Schengen í núverandi mynd. Ólafur Helgi segir að það sé ekki sitt sem embættismanns að spá fyrir um þróunina á Schengen. Allar ákvarðanir um það séu í höndum stjórnmálamanna ESB og annarra ríkja. Dómsmálaráðherrar ræða mál- ið á fundi sínum í Brussel næstkom- andi mánudag. Ólöf Nordal dóms- málaráðherra mun mæta þangað. Víðtækar afleiðingar Ekki er vitað hvað tæki við ef svo færi að Schengen-samstarfið stæðist ekki þessa áraun. Ef gengið yrði alla leið til baka, til þess fyrirkomulags sem var áður en Schengen kom til, þyrfti að taka upp vegabréfaskoðun á landamærum allra ríkja í Evrópu en ekki aðeins á ytri landamærum sam- starfsins eins og nú er. Það myndi hafa gífurleg áhrif, ekki síst á flug- völlum. Má nærri geta hvað gerðist á Keflavíkurflugvelli sem fjórar millj- ónir farþega fara um á ári. Þó má búast við því að vegabréfa- samstarf Norðurlandanna myndi halda en það var til áður en Schengen kom til. Þó eru fleiri útfærslur hugs- anlegar, eins og að herða eftirlit með íbúum utan Schengen-svæðisins. Grípa þarf strax til aðgerða  Yfirvöld sem vinna að landamæraeftirliti í Evrópu hafa áhyggjur af Schengen-samstarfinu  Forseti framkvæmdastjórnar ESB telur að samstarfið standist áraun vegna straums flóttafólks Eftirlit Búast má við lengri bið- röðum ef Schengen leysist upp. Stjórnmálamanna að taka ákvarðanir um Schengen- samstarfið Ólafur Helgi Kjartansson Skúli Halldórsson sh@mbl.is Héraðsdómur Austurlands hefur úr- skurðað hollenskt par í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna rann- sóknar á umfangsmiklu fíkniefna- smygli. Parið var handtekið eftir að verulegt magn fíkniefna fannst í hús- bíl þess um borð í farþegaferjunni Norrænu, sem kom til hafnar á Seyðisfirði á þriðjudag. Heimildir herma að um hvítt efni sé að ræða og að talið sé að sam- anlögð þyngd þess sé um áttatíu kíló. Rannsóknin er á forræði lögreglunn- ar á Austurlandi, sem hefur hvorki viljað gefa upplýsingar um heildar- magnið né um hvers konar efni sé að ræða, en efnið á enn eftir að fara í greiningu. Norræna kom til Seyðis- fjarðar á þriðjudag eftir að hafa siglt frá Hirtshals í Danmörku, með við- komu í Færeyjum. Lögregluyfirvöld segja að magnið sé verulegt og að ljóst þyki að þetta sé einn mesti fíkniefnafundur hér- lendis. Parið, sem að sögn lögreglu er á fimmtugsaldri, var flutt til Reykjavíkur í gær. Í samstarfi við færeysk yfirvöld Samkvæmt tilkynningu frá lög- reglu var málið unnið í samstarfi lög- reglustjórans á Austurlandi, emb- ættis Tollstjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og færeyskra tollayfirvalda. Þá segir enn fremur að rannsókn málsins sé á frumstigi. Verulegt magn fíkniefna fannst í húsbíl á Seyðisfirði  Hollenskt par úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.