Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 NORÐURÞING OG NÁGRENNI Á FERÐ UM ÍSLAND Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Nú líður að hausti og sauðfjárbændur eru farnir að horfa til fjalla. Í Aðaldal er sögufræg rétt, Hraunsrétt, hlaðin úr hraungrýti í jaðri hraunsins. Þar safnast sveitin saman á haustin og dregur fé sitt í dilka. Böðvar Baldursson á Ysta- Hvammi gegnir stöðu fjallskilastjóra á svæðinu og fer fyrir leitarmönnum, en þeir leggja af stað í dag. Tuttugu og fimm gangnamenn halda á fjall og reka fimm þúsund fjár niður eftir en nokkur hundruð manns taka svo þátt í réttum hinn 13. september næst- komandi. „Þetta er einn af hápunktum ársins,“ segir Böðvar. „Það er engin spurning. Það kemur gríðarmargt fólk í réttina – brottfluttir, vinir og vandamenn. Þetta er endapunkturinn á sumarið og markar upphaf hausts- ins,“ segir hann. Deilur stóðu um það í sveitinni á liðnum áratugum hvort hætta ætti að nota gömlu Hraunsréttina, en hún þótti mjög viðhaldsfrek og ekki ákjós- anlega staðsett. Böðvar segir ákveð- inn endapunkt hafa verið settan aftan við málið eftir að ráðist var í gagn- gerar endurbætur á réttinni. „Það var umdeilt hvort það ætti að byggja nýja rétt á öðrum stað. Svo var ákveðið fyrir nokkrum árum að hlaða réttina upp á nýtt. Sú vinna tók nokkur ár en núna er þetta orðið glæsilegt mannvirki,“ segir Böðvar. „Formið hélst svipað en veggirnir eru allir nýir. Hleðslumeistarinn var Oddur Bjarni prestur og nýju vegg- irnir haggast ekki og viðhaldið verður töluvert minna en áður.“ Innvígður handverksmaður Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Eyjafjarðasveit, ólst upp á Hvoli í Aðaldal. Hann lærði hand- verkið í steinhleðslunni fyrir um tutt- ugu árum þegar hann handlangaði hjá Bergsteini Gunnarssyni í Kast- hvammi og Haraldi Karlssyni á Fljótsbakka. Eftir að þeir féllu frá stóð Oddur eftir sem helsti kunn- áttumaður svæðisins í iðninni. Vinnan við Hraunsréttina tók mörg ár en eft- ir því sem henni miðaði áfram þykir Oddi smám saman hafa myndast betri sátt um réttina og ber nú ekki á deilum um stæði hennar. Oddur á jafnframt góðar minn- ingar af réttinni í bernsku. „Þetta var mikill hátíðisdagur. Það var smurt nesti og þetta var einn af fáum dögum þegar maður fékk malakoff ofan á brauðið, sem þótti mjög smart. Á þessum degi sást líka kók í líters gler- flöskum. Það var rosalega flott. Hluti af því fór í karlakókið en krakkarnir fengu líka,“ segir hann. Fastmótuð fjölskylduhátíð Sigurlaug Dagsdóttir er alin upp á bænum Haga í Aðaldal, en hún skrifaði BA-ritgerð sína í þjóðfræði um deilurnar sem stóðu um réttina og þá merkingu sem hún hefur í huga Ljósmynd/Örvar Birgisson Réttað Það getur verið mikið verk að koma fénu í rétt hús og er því mikilvægt að hafa góða menn í vinnu. Réttirnar í Aðaldal hápunktur sumars  Uppskeru- og fjölskylduhátíð með ríka hefð  Löngum hefur verið litið á skrúð- garðinn á Húsavík sem hjarta bæj- arins, enda afar vinsælt að sækja hann heim á góðviðrisdögum. Í ár var þess minnst að garðurinn var opnaður fyrir 40 árum, en í honum má meðal annars finna hið glæsilega listaverk Dans, eftir Sig- rúnu Guðmundsdóttur, sem gefið var garðinum á tíu ára afmæli hans árið 1985. „Verkið stendur á fallegum og góðum stað í garðinum,“ segir Jan Aksel Harder Klitgaard, fram- kvæmdastjóri Hvalasafnsins, en í um 15 ár gegndi hann stöðu garð- yrkjustjóra bæjarins. „Þetta er límtré sem skorið hefur verið út og þykir mörgum gaman að skoða það sem heimsækja garðinn.“ Jan Aksel segir Húsavík og ná- grenni hafa iðað af lífi í allt sumar. Margir þeirra ferðamanna sem sóttu bæinn heim komu einnig við á Hvalasafninu. „Það er mun meiri að- sókn á safnið í ár en í fyrra, en þá komu um 26.000 manns. Við verð- um nær 30.000 í ár.“ khj@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fegurð Verkið Dans stendur á áberandi stað í skrúðgarðinum á Húsavík. Fjörutíu árum fagnað á Húsavík  Birna Björnsdóttir er nýbakaður skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar. Hún er borin og barnfædd á staðn- um, en frá árinu 2006 hefur hún starfað sem kennari við skólann. Birna segir aldrei annað hafa staðið til en að vera áfram á Raufarhöfn. Ástæðan er ekki flókin. „Hér er mjög gott að búa.“ Að taka þátt í uppeldi allra barna sveitarfélagsins er ekki ósvipað því að vera náfrænka bæjarfélagsins að sögn hennar. Er þetta fylgifiskur þess að vera stjórnandi í litlum skóla þar sem gengið er í öll störf eftir þörfum. Í grunnskólanum eru einungis níu nemendur frá 1. upp í 6. bekk og seg- ir Birna það óhjákvæmilegt að hafa talsverða samkennslu fyrir hópinn sökum fámennisins. Slíkt krefst mik- illar skipulagningar og fær hver nem- andi kennslu og námsefni við sitt hæfi auk þess sem áhersla er lögð á aukna athygli við hvern og einn. Ljósmynd/Birna Björnsdóttir Skólaferðalag Birna ásamt nemendum í vettvangsferð á Höskuldarnesi. Krefjandi en skemmtilegt starf Á Raufarhöfn hefur það tíðkast á haustin að halda veglega hrútasýn- ingu þar sem kastljósi er beint að ýmsum afurðum sauðkindarinnar. Á sýningunni fer einnig fram hrúta- þukl og hrútar eru látnir hlaupa kapphlaup auk þess sem hrútar ganga kaupum og sölum á uppboði. Í ár ber hrútadaginn upp á laug- ardaginn 3. október en á undan honum hefjast Menningardagar hinn 26. september. Silja Jóhannesdóttir, verkefna- stjóri hjá bænum, situr í stjórn há- tíðanefndar. „Það verður sérstök dagskrá fyrir börnin og farið í leiki, en við höfum reynt að halda í upp- runalegt form hrútasýningarinnar og ekki viljað breyta þessu í svona klassíska bæjarhátíð,“ segir hún. „Svo verður skemmtikvöld undir stjórn Gísla Einarssonar sjónvarps- manns með hagyrðingum og tónlist og balli þar á eftir svo að þetta verður hin mesta skemmtun.“ Undanfari hrútadagsins er sem fyrr segir Menningardagar, sem hafa það að marki að létta lund Menningin hitar upp fyrir þukl og karp  Menningardögum lýkur á hrútadegi Ljósmynd/Hrútadagurinn Sýningargripir Hrútarnir eru slegnir hæstbjóðanda en áhugasömum gefst færi á að kynnast gripunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.