Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015
✝ HöskuldurBaldursson
fæddist 30. maí
1934 í Reykjavík.
Hann lést 27. ágúst
2015.
Foreldrar hans
voru Baldur Stein-
grímsson, f. 21. júní
1904, gjaldkeri og
bókari hjá embætti
lögreglustjóra, síð-
ar sakadómara, og
kona hans Margrét Sigfríður
Símonardóttir, húsfreyja, f. 9.
nóvember 1896.
Höskuldur kvæntist Magda-
lenu Jórunni Búadóttur, f. 19.
mars 1934, hjúkrunarfræðingi,
þann 5. júlí 1963. Börn þeirra
eru 1) Margrét Jóna Höskulds-
dóttir, f. 25.apríl 1972, gift
Torfa H. Péturssyni, f. 23. mars
1968, þeirra dætur eru Magda-
lena Anna, Helena Lilja og Diljá
Dögg. 2) Baldur Búi Höskulds-
son, f. 18. apríl 1977, hans synir
eru Höskuldur Þórir og Jónas
Dagur.
sóknarverkefni og gegndi jafn-
framt starfi ráðgefandi bækl-
unarlæknis við ríkisháskóla
Texasríkis fyrir börn með heila-
lömun.
Eftir heimkomu, starfandi
sérfræðingur á Landspítala og
síðar Landakotsspítala. Við
breytt hlutverk Landakots, ráð-
inn aftur til Landspítalans og
jafnframt falið að hafa umsjón
með bæklunarlækningum barna
þar. Ráðgefandi bækl-
unarlæknir við Greiningastöð
ríkisins um árabil. Óregluleg
stundakennsla við læknadeild
HÍ í almennri handlæknisfræði,
síðar bæklunar- og
barnabæklunarfræðum. Hann
kenndi við Hjúkrunarskóla Ís-
lands. Starfaði að auki hjá
Tryggingastofnun síðastliðinn
áratug. Sat í stjórn
Gigtsjúkdómafélags íslenskra
lækna 1968-1970, Félags ís-
lenskra bæklunarlækna frá
stofnun þess 1972 og í stjórn
Læknaráðs Landsspítala 1975-
1977. Var gerður heiðursfélagi í
Bæklunarskurðlæknafélagi Ís-
lands árið 2004 og heiðursfélagi
í Skurðlæknafélagi Íslands árið
2007.
Útför Höskuldar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 10. sept-
ember 2015, kl. 13.
Höskuldur varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík, stærð-
fræðideild, árið
1954 og lauk kandi-
tatsprófi í lækn-
isfræði frá Háskóla
Íslands vorið 1961.
Hann hóf kandí-
datsstörf á Lands-
spítala en síðar
settur héraðs-
læknir í Hólmavíkur- og Djúpa-
víkurhéruðum veturinn og vorið
1962. Hélt síðan til Bandaríkj-
anna til framhaldsnáms aðstoð-
arlæknis með aðaláherslu á lyf-
lækningar (mixed medical
internship) við sjúkrahús North-
western háskólans í Chicago ár-
ið 1962-1963. Sérfræðinám í
bæklunarskurðlækningum full-
orðinna og barna við sjúkrahús
læknadeildar Texas-háskóla í
Galveston júlí 1963 til júní 1967.
Styrkþegi „United Cerebral
Palsy Research and Educational
Foundation“, vann þar að rann-
Ég man þegar ég var yngri og
afi og amma tóku mig vestur á
Látra. Mér fannst það voða mikið
sport að fara sjálf í ferð með afa
og ömmu, en þegar í bústaðinn
var komið þá helltist gífurleg
heimþrá yfir mig og ég saknaði
foreldra minna. Loks fór ég að
gráta. Afi þerraði tárin mín og
sagði mér sögu sem lét mér líða
betur. Ég man ekkert hvernig
sagan var en ég man að afi náði
að hughreysta mig. Þetta atvik á
Látrum er ekki eina skiptið sem
afa hefur tekist að stappa í mig
stálinu og gefið mér góð ráð.
Ég leit mikið upp til afa og var
hann ein af mínum helstu fyrir-
myndum í lífinu. Ekki aðeins
vegna mikils dugnaðar, afreka,
eljusemi og vinnusiðgæðis, held-
ur einnig vegna þess hvað hann
var góður og hugulsamur maður.
Mér þótti ávallt afar vænt um afa
minn og mun sakna hans mjög
mikið.
Magdalena Anna.
Ein af fyrstu minningum mín-
um er frá því ég var mjög lítil. Við
fjölskyldan höfðum farið upp í
sumarbústað og afi og amma
komu í heimsókn til okkar þang-
að. Ég man að í þessari ferð
kenndi afi minn mér að telja upp í
100 og las með mér fullt af bók-
um. Við fórum líka öll saman í
göngutúra og skoðuðum okkur
um. Ég og Magdalena stóra syst-
ir mín fórum og tíndum bláber
fyrir utan bústaðinn og síðan
borðuðum við öll saman bláberin
í eftirrétt.
Alltaf þegar við afi gerðum
eitthvað saman var gaman. Ég
man eftir einu skipti þegar afi, ég
og Diljá fórum saman í fjöruna
einn sunnudagsmorguninn. Þar
tíndum við alls konar skeljar,
kuðunga og þara. Við snerum við
steinum, skoðuðum dýrin í fjör-
unni og afi ræddi við okkur um
allt sem við fundum og settum í
fötuna. Hann var svo fróður og
vissi svo margt um alls konar
hluti. Við bjuggum líka til sand-
kastala. Eftir fjöruferðina feng-
um við okkur svo ís.
Hann var vanur að koma um
hátíðirnar til okkar. Afi kom líka
oft um helgar í mat. Þá borðuðum
við, töluðum saman og stundum
spiluðum við spil. Afi var mjög
vitur og sagði mér oft sögur frá
því þegar hann var lítill í sveit-
inni. Afi sagði svo skemmtilega
frá að það var næstum eins og að
vera staddur í fortíðinni þegar afi
sagði mér sögur frá því í gamla
daga. Hann hafði alltaf tíma fyrir
okkur systurnar og hafði mikinn
áhuga á að fylgjast með öllu því
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Afi minn var mjög góður og
skemmtilegur og það var gaman
að tala við hann um lífið og til-
veruna.
Ég á eftir að sakna hans mjög
mikið. Mér þykir mjög vænt um
afa minn og finnst svo erfitt að ég
muni ekki sjá hann aftur. Ég mun
aldrei gleyma honum.
Helena Lilja.
Elsku afi minn. Ég vildi að þú
værir ekki dáinn því þú varst
besti afi í heimi. Mér fannst
skemmtilegt að gera saman
barnablaðið á sunnudögum og
spila Óþelló með þér. Við gerðum
líka oft krossgátur saman, það
var skemmtilegt. Þú komst
stundum með skonsur og snúða
þegar þú komst að passa okkur,
mér fannst það gaman. Mér
fannst gaman þegar þú komst í
matarboð um helgar og jólin líka.
Þú áttir alltaf mitt hjarta og ég
átti alltaf þitt hjarta. Og ég sakna
þín svo mikið að það er ekki hægt
að telja það. Ég gleymi þér aldr-
ei. Það er leiðinlegt að geta ekki
lengur knúsað þig því þú varst
svo skemmtilegur og góður.
Diljá Dögg.
Látinn er í Reykjavík góðvinur
okkar, Höskuldur Baldursson
læknir. Örlögin höguðu því svo að
hann var náinn samferðamaður
okkar hjónanna, allt frá bernsku-
eða unglingsárum. Sigrún ólst
upp í næstnæsta húsi við hann í
Norðurmýrinni og þau voru
bekkjarsystkin í barna- og gagn-
fræðaskóla. Þegar leiðin lá í
Menntaskólann í Reykjavík urðu
svo Höskuldur og Páll bekkjar-
bræður og saman urðum við svo
öll þrjú stúdentar vorið 1954.
Nokkrum árum síðar voru Hösk-
uldur og Páll orðnir læknar og
aftur leiddu tilviljanirnar okkur
saman þegar Höskuldur og
Magdalena kona hans fluttu í
næsta hús við okkur hjónin í
Hvassaleiti og urðu nágrannar
okkar næstu þrjá áratugina. Enn
styrktust vinaböndin er við hóf-
um öll fjögur að sækja í það fé-
lagsstarf sem blómstrar í Öld-
ungadeild lækna, þar sem
Höskuldur og Páll sátu saman í
stjórn og öldungaráði um átta ára
skeið. Skarð varð fyrir skildi er
Magdalena lést árið 2007.
Afar gott orð fór af læknis-
starfi Höskuldar en hann sinnti
einkum bæklunarlækningum
barna. Allt sem hann tókst á
hendur rækti hann af stakri sam-
viskusemi og trúmennsku. Hann
var góður maður og einstakt ljúf-
menni.
Þegar sá illvígi lungnasjúk-
dómur er að lokum hafði yfir-
höndina gerði vart við sig lagði
Höskuldur ekki árar í bát en fór
sinna ferða, jafnvel þótt súrefn-
iskúturinn yrði um síðir hvar-
vetna að vera með í för. Hann
ræddi sjúkdóm sinn af æðruleysi
og var stundum sem læknirinn
væri að leggja hlutlægt mat á
ástand skjólstæðings síns.
Höskuldar er sárt saknað af
öllum er hann þekktu. Við vottum
Margréti Jónu, Baldri Búa og
fjölskyldum þeirra innilega sam-
úð.
Blessuð veri minning góðs
manns.
Sigrún Erla Sigurðardóttir
og Páll Ásmundsson.
Þegar við minnumst Höskuld-
ar Baldurssonar læknis er okkur
efst í huga gleði yfir því að hafa
fengið tækifæri til þess að kynn-
ast og starfa með honum. Hösk-
uldur veitti Sjúkratryggingum
Íslands læknisfræðilega ráðgjöf
mörg síðustu ár og í samstarfi
okkar við hann fengum við að
njóta hans miklu þekkingar og
reynslu. Höskuldur var einstak-
lega þægilegur í samstarfi og
kom alltaf fram af einstakri hóg-
værð og lítillæti sem okkur
fannst einkenna hann.
Við minnumst Höskuldar vin-
ar okkar með söknuði og vottum
ættingjum hans innilega samúð.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
Sjúkratryggingum Íslands,
Berglind Ýr Karlsdóttir.
Það má vera að það sé skrítið
að sjúklingur skrifi minninga-
grein um lækninn sinn, en ég á
Höskuldi Baldurssyni bara svo
mikið að þakka.
Ég var stelpa á Barnaspítala
Hringsins þegar Höskuldur kom
þangað til starfa, þá ungur maður
nýkominn úr læknanámi. Allan
hans starfsferil fékk ég að njóta
hæfileika hans því ég fylgdi hon-
um einfaldlega eftir milli sjúkra-
stofnana, frá Barnaspítala
Hringsins á Landakot og síðar á
Landspítalann. Þess á milli að-
stoðaði Höskuldur mig á lækna-
stofu sinni úti í bæ og var alltaf
reiðubúinn að verða við kvabbi
mínu og það gátu verið ansi fjöl-
breytt verkefni. Höskuldur var
svo fær læknir og umsetinn að á
tímabili gat hann ekki bætt við
nýjum sjúklingum á stofuna. Með
klækjum tókst mér að fá hann til
að líta á tvo ættingja mína og eins
og vonir stóðu til gerði hann á
þeim aðgerðir sem heppnuðust
vel.
Þegar ég frétti að Höskuldur
væri hættur störfum vegna ald-
urs mannaði ég mig upp í að
hringja heim til hans og við áttum
frábært spjall. Þá gat ég þakkað
honum fyrir alla hjálpina í gegn-
um tíðina. Sagði honum að ég var
bara unglingur þegar ég hafði
fyrst áhyggjur af því hver ætti að
taka við sem læknirinn minn þeg-
ar hann hætti.
Við hlógum að því en eins hóg-
vær og hann var heyrði ég að
honum þótti vænt um að ég
hringdi.
Síðast hitti ég Höskuld fyrir
tæpum tveimur árum og það var
nokkuð skondið. Fyrir algjöra til-
viljun lentum við saman í bílferð
og það er ekki hægt að lýsa í
stuttu máli hvað sú ferð var
skrautleg og skemmtileg. Þá var
Höskuldur auðsjáanlega orðinn
veikur en það hafði engin áhrif á
samskiptin því við töluðum út í
eitt.
Það er sagt að maður komi í
manns stað, en nú er ég efins.
Höskuldur Baldursson var ein-
staklega hæfileikaríkur í sínu
fagi og ég hef því miður ekki trú á
að annar slíkur fyrirfinnist. Nú
sérhæfa bæklunarlæknar sig á
mismunandi sviðum en Höskuld-
ur var sérfræðingur í öllu stoð-
kerfi mannslíkamans og mér
fannst hann algjör sérfræðingur í
mínum margþætta stoðkerfis-
vanda.
Ég er sannfærð um að ég tali
fyrir munn margra skjólstæðinga
Höskuldar og foreldra barna sem
sem hann hefur hjálpað og þakka
af heilum hug að við fengum að
njóta krafta hans.
Fjölskyldu og vinum Höskuld-
ar votta ég samúð.
Hólmfríður Ben
Benediktsdóttir.
Höskuldur
Baldursson
Fölnuð laufblöð falla til
jarðar grösin sölna og
halla sér að móður jörð
eins og þreytt gam-
almenni að beði sínum
(Gunnþór Guðmundsson)
Þá er langri og farsælli göngu
Þóru Eggertsdóttur lokið. Síðustu
skiptin sem við heimsóttum Þóru
lá hún á sjúkrahúsinu, oftast við-
ræðugóð og með allt á hreinu.
Kynni okkar hófust þegar við
komum norður á Hvammstanga
haustið 1979, en þar störfuðum við
saman við skólann næstu tólf árin.
Þóra var góður liðsmaður er lagði
sig fram um að ná sem bestum ár-
angri. Að sjálfsögðu vorum við
ekki alltaf sammála um leiðir, en
skólastarf er þess efnis að þar eiga
Þóra Eggertsdóttir
✝ Þóra Eggerts-dóttir fæddist
28. september 1926.
Hún lést 19. ágúst
2015. Útför Þóru
fór fram 7. sept-
ember 2015.
og þurfa starfsmenn að
tala sig niður á lausnir
og því gátu kennara-
fundir oft orðið fjörug-
ir. Eftir að leiðir skildi
og við fluttum suður yf-
ir heiði var samt alltaf
samband. Við heim-
sókn á Tangann var
ávallt komið við á
Kirkjuveginum og
drukkið kaffi og spjall-
að um fyrri tíma, börn-
in, nemendur okkar og ekki síst
okkur sjálf. Það var gott að koma
til Þóru og spjalla, að ekki sé talað
um ef hún var nýkomin úr ferða-
lagi innan eða utan landsteinanna.
Þá hafði hún frá mörgu að segja.
Ferðalögin á efri árum gáfu henni
mikið. Það er gott og gefandi að
loknu ævistarfi að fá tækifæri til
þess að njóta og þess naut Þóra
meðan kraftar leyfðu.
Við sendum fjölskyldu Þóru
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kristín Ingibjörg
og Flemming.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAFNHILDUR KATRÍN ÁRNADÓTTIR,
áður til heimilis að Sunnubraut 17,
Akranesi,
sem lést 3. september, verður jarðsungin
frá Akraneskirkju föstudaginn 11. september
kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Dvalarheimilið Höfða.
.
Helga Guðmundsdóttir, Ingi Steinar Gunnlaugsson,
Kristinn Guðmundsson, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir,
Guðjón Guðmundsson, Elín Jóhannsdóttir,
Jónína Guðmundsdóttir, Ásgeir Kristjánsson,
Þórir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN FANNDAL ÞÓRÐARSON,
frá Laugarási við Ísafjarðardjúp,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
7. september. Útförin verður auglýst síðar.
.
Margrét Magnúsdóttir,
Hanna Sigurjónsdóttir, Bjarnþór Gunnarsson,
Helga María Jónsdóttir, Styrmir Sigurðsson,
Magnús Jónsson, Erna Ragúels,
Halldór Jónsson, Guðrún Benediktsdóttir,
Jón Þór Jónsson, Oddný Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndisleg mamma okkar, amma,
tengdamamma, dóttir, systir og frænka,
LINDA MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Heiðvangi 12,
Hellu,
lést á bráðadeild Landspítalans þann
4. september. Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Kormákur Atli Unnþórsson,
María Hödd Lindudóttir,
Guðrún Birna Garðarsdóttir, Jón Helgason,
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir,
Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir,
Helgi Jónsson,
Garðar Jónsson,
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS ÁSMUNDSSON
læknir,
sem lést þann 31. ágúst, verður
jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn
11. september kl. 13.
.
Katrín Jónsdóttir,
Eyrún Magnúsdóttir,
Sæmundur Þ. Magnússon,
Andrés Magnússon, Áslaug Gunnarsdóttir,
Jón Magnússon, Guðrún Bergþórsdóttir,
Ásmundur Magnússon, Ásdís Höskuldsdóttir,
Steinun S. Magnúsdóttir, Jesper Madsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEINGRÍMUR SKAGFJÖRÐ
BJÖRNSSON,
Austurbrún 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
2. september. Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni mánudaginn 14. september kl. 15.
.
Katrín Steingrímsdóttir, Haraldur Gunnarsson,
Einar S. Steingrímsson, Sigurdís Benónýsdóttir,
Steingrímur H. Steingrímsson, June Wasna,
Jón Björn Steingrímsson, Marta Guðmannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.