Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 »Bókmenntahátíð í Reykjavík hófst í gær og lýk- ur á laugardag. Rithöfundarnir Teju Cole frá Bandaríkjunum og Steinunn Sigurðardóttir fluttu erindi og var glatt á hjalla, eins og sjá má af með- fylgjandi myndum. Hátíðin er haldin annað hvert ár og gefst á henni tækifæri til að kynnast straum- um og stefnum í erlendum bókmenntum og íslensk- um. Fimmtán erlendir rithöfundar verða í sviðs- ljósinu að þessu sinni og sautján innlendir. Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett í Norræna húsinu í gær Erindi Bandaríski rithöfundurinn Teju Cole flutti erindi á setningu hátíðarinnar í Norræna húsinu í gær. Gestir Stella Soffía Jóhannesdóttir, Sigurður Guðni Valgeirsson og Pétur Már Ólafsson gáfu sér tíma til þess að brosa fyrir ljósmyndarann. Þýðendur Magnea Matthíasdóttir og Ólöf Pétursdóttir voru í miklu stuði. Rithöfundur Steinunn Sigurðardóttir flutti erindi á setningunni í gær. Bækur Að sjálfsögðu geta gestir blaðað í bókum á hátíðinni. Viðstaddir not- færðu sér það óspart á fyrsta degi og slógu á létta strengi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heimildarmyndin Sjóndeildar- hringur eftir leikstjórana Berg Bernburg og Friðrik Þór Frið- riksson verður frumsýnd í dag í Bíó Paradís. Myndin fjallar um myndlist og störf listamannsins Georgs Guðna Haukssonar, sem varð bráð- kvaddur árið 2011, aðeins fimm- tugur að aldri. Auk þess sem myndin verður til sýningar hér á Íslandi hefur hún verið valin til þátttöku í Toronto Int- ernational Film Festival, TIFF, sem fer fram dagana 10.-20. september. Myndlist Georgs er fyrir löngu orðin þekkt hér á landi og ættu allir sem notið hafa listar hans að sjá mynd- ina, en hún dragur upp skemmtilega og fróðlega svipmynd af Georgi Guðna. Sjálfur segir Bergur, annar leikstjóra myndarinnar, að hún sé ekki í Hollywood-stíl og megi segja að áhorfandinn geti í raun og veru byrjað að horfa á myndina hvenær sem er. Á þann hátt endurspegli hún verk Guðna. Íslensk heimildarmynd frumsýnd Morgunblaðið/Einar Falur Kvikmynd Í myndinni um Georg Guðna fá áhorfendur að kynnast honum á skemmtilegan og áhugaverðan hátt í gegnum hans frásögn og verkin hans. Heimildarmynd um Georg Guðna í bíó Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði NO ESCAPE 5:45,8,10:15 TRANSPORTER REFUELED 8, 10:20 STRAIGHTOUTTACOMPTON 5, 10:10 ABSOLUTELY ANYTHING 6 THE GIFT 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.