Morgunblaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 10
Íslendingur hefði heitið þessu nafni
og var ekkert mjög uppveðraður til
að byrja með. Ég setti mig samt í
samband við Jensen og smám saman
vaknaði hjá mér áhugi, sérstaklega
þegar hann sagði að líklega hefði
maðurinn verið sunnlenskur.“
Sunnlenskur var töfraorð, sem
Magnús fékk ekki staðist. Honum
rann nánast blóðið til skyldunnar, því
sjálfur á hann ættir að rekja til Suð-
urlands, föður síns megin; til Land-
eyja, Hvolhrepps, Rangárvalla og
Hrunamannahrepps. Þótt hann vissi
mest um sunnlenskar ættir af öllum
ættum landsins, rak hann ekki minni
til að hafa heyrt um Þorvald Hall-
dórsson sem uppi var á 19. öld.
„Ég gat mér með réttu til um að
Þorvaldur Halldórsson hefði verið
hið rétta nafn Thorvalds Halvorsens,
því það hljómaði svo líkt. Samkvæmt
frásögn Jensens hafði Þorvaldur far-
ið í skyndi til Ástralíu, látist þar við
dularfullar aðstæður, sem leiddi til
réttarrannsóknar. Til að reyna að
komast til botns í málinu sló ég á
þráðinn til Ragnars Böðvarssonar,
sem ég þekkti frá því við sátum sam-
an í stjórn Ættfræðingafélagsins og
ég vissi að var fjölfróður um sunn-
lenskar ættir. Þegar ég hafði rakið
söguna hugsaði hann sig um stund-
arkorn og sagði síðan „Ertu að tala
um hann Þorvald á Bryggjum?“
Nánari eftirgrennslan þeirra
leiddi í ljós að sá var einmitt mað-
urinn. Magnús Óskar aflaði sér vitn-
eskju um seinni hluta stuttrar ævi
Þorvaldar, t.d. að hann fór fyrst til
Danmerkur, síðan Hamborgar og
þaðan til Ástralíu, þar sem hann
stundaði garðyrkju, gerðist síðan
gullleitarmaður í Queensland og dó í
bænum Townsville aðeins 27 ára.
Ragnari var kunnugt um Ástralíu-
ferðina og að þaðan hefði Þorvaldur
aðeins sent tvö bréf til Íslands, í maí
og júní 1873, bæði stíluð á mág hans,
Hermanníus sýslumann. Ragnar
hafði uppi á bréfunum sem höfðu
lengi verið til sýnis fyrir gesti og
gangandi í byggðasafninu í Skógum.
Danskur ævintýramaður
Að sögn Magnúsar voru þeir
Böðvar mjög áhugasamir um ættir
og uppruna íslenska Ástralíufarans
og leituðu víða fanga. „Grúsk Ragn-
ars varð til þess að hann hafði uppi á
bókinni Missing Friends, sem kom út
1892, og síðan í danskri þýðingu 1914
undir nafninu En udvandrers Æven-
tyr í Australien. Fortalt af ham selv.
Bókin er sjálfsævisaga vinar Þor-
valdar, danska ævintýramannsins
Thorvalds Peters Ludwigs Weite-
meyers, en þeir nafnarnir voru klefa-
félagar á margra mánaða siglingu frá
Hamborg til Ástralíu 1872 og varð
vel til vina. Þorvaldur kemur töluvert
við sögu í frásögn Weitemeyers og
þótt höfundurinn virðist ekki alltaf
mjög nákvæmur varpar hún ljósi á
það sem dreif á daga Þorvaldar síð-
ustu tvö æviárin,“ segir Magnús og
upplýsir að Ragnar hafi stuðst mest
við dönsku þýðinguna en haft ensku
frumútgáfuna til hliðsjónar. „Hann
var mjög spenntur fyrir verkinu,
leyfði mér að fylgjast með framvind-
unni og bað mig stundum um að lesa
yfir. Ragnar lést í fyrra og entist því
ekki aldur til að sjá þýðingu sína á
prenti.“
Magnús og Ragnar skrifa hvor
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ættfræðin er skrýtinskepna. Aldrei er aðvita hvað grúsk áþeim vettvangi getur
haft í för með sér,“ skrifar Magnús
Óskar Ingvarsson, fyrrverandi
stærðfræðikennari í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, í formála bókarinnar
Vinur Land-
eyings, sem bóka-
útgáfan Sæmund-
ur gaf nýverið út.
Hér mælir maður
sem í fjörutíu ár
hefur grúskað í
ættum lands-
manna og á
stundum komist á
snoðir um ým-
islegt skrýtið.
Magnús
kveðst ekki vera ættfræðingur, enda
geti þeir einir skreytt sig slíkum titli
sem gefið hafa út ættfræðirit. Hann
er þó vel þekktur í grúskara- og ætt-
fræðingakreðsum og því var engin
tilviljun að ritstjóri Fréttabréfs Ætt-
fræðifélagsins áframsendi honum
rétt fyrir aldamótin fyrirspurn í
tölvupósti frá danska sagnfræðingn-
um Robert Örsted Jensen.
Norrænir menn í Ástralíu
„Jensen kvaðst vera að kanna
sögu norrænna manna í Ástralíu og
vantaði frekari vitneskju um Thor-
vald Halvorsen, sem hann taldi hafa
verið fyrsta Íslendinginn í Queens-
land í Ástralíu. Mér þótti ólíklegt að
Landeyingurinn
sem hvarf í Ástralíu
Aðeins einn Íslendingur er talinn hafa freistað gæfunnar í Queenslandi í Ástr-
alíu þegar fimmti hluti þjóðarinnar fluttist til Vesturheims seint á 19. öld. Síð-
an hafði lítið til hans spurst þar til 1999 að fyrirspurn frá dönskum sagnfræð-
ingi leiddi Magnús Óskar Ingvarsson og Ragnar Böðvarsson heitinn á slóðir
Þorvaldar Halldórssonar frá Landeyjum. Grúskararnir voru himinlifandi þeg-
ar Ragnar fann meira en aldargamla bók eftir vin Landeyingsins.
Landnemi Teikn-
ing af landnema í
Ástalíu sem birtist í
frumútgáfu bókar
Weitemeyers.
Innflytjendur Stigið á skipsfjöl. Gullgrafarar Frá Drottningarlandi.
Ragnar
Böðvarsson
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
Bridget Ýr McEnvoy geðhjúkrunar-
fræðingur fjallar um gjörhygli kl.
17.15 í dag í Borgarbókasafni - Menn-
ingarhúsi Spönginni. Yfirskrift erind-
is hennar er Gjörhygli - leið til að vera
til staðar í lífinu. Bridget Ýr mun
kynna helstu kenningar um gjörhygli
og jafnframt kenna gestum hvernig
hægt er að tileinka sér gjörhygli með
því að leiða þá í gegnum nokkrar hug-
leiðsluæfingar.
Gjörhygli fjallar um að beina at-
hyglinni að líðandi stund. Huganum
er beint að því sem er að gerast þá
stundina án þess að fella dóma, án
fyrirfram gefinna skoðana eða for-
dóma. Gjörhygli snýst um að sættast
við það sem við finnum, skynjum,
hugsum, heyrum eða sjáum.
Bridget Ýr er frá Írlandi, en hefur
búið á Íslandi síðastliðin þrjátíu ár.
Hún lærði geðhjúkrun á Írlandi og
hefur starfað við hana í heimalandi
sínu, á Akureyri og við Heilsustofnun
í Hveragerði. Hún hlaut kennara-
þjálfun í gjörhygli við Háskólann í
Bangor Wales árið 2005 og hefur
kennt hana frá 2006. Bridget Ýr hef-
ur haldið fjölda námskeiða í gjör-
hygli, sérstaklega fyrir hópa verkja-
sjúklinga.
Þegar erindinu lýkur verður boðið
upp á stutt tónlistaratriði. Leifur
Gunnarsson, kontrabassaleikari,
Gunnar Hilmarsson gítarleikari og
Ingrid Örk Kjartansdóttir söngkona
flytja tvö lög af hljómdisknum Húsið
sefur sem kom nýverið út.
Í leiðinni er viðburðaröð þar sem
flutt eru stutt erindi síðasta mánu-
dag hvers mánaðar. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Borgarbókasafnið - Í leiðinni
Kennari Bridget Ýr McEnvoy hlaut
kennaraþjálfun í gjörhygli.
Athyglin á
líðandi stund
Heimildarmyndin „Hver stund með
þér“ verður frumsýnd kl. 15 í dag á
Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi.
Myndin, sem er sérviðburður á Riff
kvikmyndahátíðinni, segir frá Ólafi
Birni Guðmundssyni sem orti ást-
arljóð til konu sinnar, Elínar Maríus-
dóttur, á 60 ára tímabili. Að þeim
liðnum samdi barnabarn þeirra, Anna
María Björnsdóttir, tónlist við ljóðin
og gaf út á plötunni „Hver stund með
þér“. Er þetta efniviður heimildar-
myndarinnar. ,,Þegar ég byrjaði að
vinna að plötunni og fór að segja
fólki frá ljóðunum og lögunum þá
höfðu margir á orði við mig að nú-
tíma fyrirmynd vantaði um þess kon-
ar ást sem endurspeglast í ljóðunum.
Skortur á slíkum fyrirmyndum virtist
leiða suma að spurningunni: af
hverju ætti ég að trúa á ástina yfir
höfuð? Þetta kveikti hugmyndina að
heimildarmyndinni,“ segir hún.
Leikstjóri myndarinnar er Sigríður
Þóra Ásgeirsdóttir.
Eftir sýningu ræða kvikmynda-
gerðarmennirnir við gesti og Anna
María og Svavar Knútur flytja lög af
plötunni „Hver stund með þér“. Sýn-
ingin er ókeypis á meðan sæti leyfa.
Sérviðburður á Riff kvikmyndahátíðinni í Gjábakka
Hver stund með þér –
Ástarljóð afa til ömmu í 60 ár
Fjársjóður Ólafur Björn Guðmundsson orti ástarljóð til konu sinnar, Elínar
Maríusdóttur, á 60 ára tímabili. Barnabarn þeirra samdi tónlist við ljóðin.
Fæst íapótekum,Krónunni,
Hagkaup,NettóogGrænheilsa.Umboð:Celsus.
Duft í kalt vatn eða boost
Þægileg inntaka
Styður:
Efnaskipti og öflugri brennslu
Minni sykurlöngun
Slökun og svefn
Vöðva og taugastarfsemi
Gott á morgnana eða kvöldin
1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð
ENGIN
MAGAÓNOT
Mikill virkni
Náttúrulegt
Þörungamagnesíum