Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 11
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Grúskari Magnús Óskar Ingvarsson hefur grúskað í ættum landsmanna í fjörutíu ár, mest þó þeim sunnlensku. sinn formálann í bókinni. Magnús rekur ættir og uppruna Þorvaldar og lífshlaup hans í stórum dráttum, en Ragnar beinir sjónum aðallega að Weitemeyer, sem hann segir hafa verið litríka og öfgakennda persónu. Þegar formálunum sleppir skautar Weitemeyer yfir uppvaxtarár sín í Kaupmannahöfn og stutta viðveru í Hamborg áður en hann vindur sér í siglingu til Queensland. Þar er hann samskipa Þorvaldi, sem hann lýsir með eftirfarandi hætti: „Einn samferðamanna á skipinu var Íslendingurinn Thorkild (en svo kallaði hann Þorvald, sem þó gekk alla jafna undir nafninu Thorvald) sem var mjög sérstæður maður. Hann var svo ólíkur öllum öðrum að ég verð að lýsa honum nánar, einkum vegna þess að við urðum nánir vinir og hann varð samstarfsmaður minn í Queensland. Augu hans voru blárri og litarhaft hans ljósara en nokkurs annars manns, hann hafði sítt og hrokkið gult hár og þykkt gult skegg. Hann var stór og sterkur, nálægt tuttugu og átta ára gamall og hvað útlit snerti að öllu leyti ímynd hins fullkomna manns,“ segir Weite- meyer í bókinni, en bætir við að „Thorkild“ hafi einnig haft sínar veiku hliðar og verið blíðlyndur eins og kvenmaður.“ Weitemeyer rekur sögu sína og Þorvaldar vinar síns allt frá því þeir stigu á land í Queensland. Þeir lentu frá fyrsta degi í ýmsum ævintýrum og furðulegum aðstæðum og uppá- komum. Báðir voru ævintýramenn, ferðuðust víða, tóku þau störf sem buðust og gerðust m.a. gullgrafarar í Drottningarlandi. Flóð, krókódílar, sjúkdómar og alls konar hörmungar og harðræði koma við sögu. Theodore Morgan Weitemeyer tók dauða Þorvald- ar nærri sér, en þeim félögum hafði rétt áður orðið sundurorða og hann afráðið að gista á hóteli í Townsville. Þorvaldur varð eftir á tjaldsvæði í bænum, veiktist skyndilega og lést úr heilablóðfalli 1874. Aftast í bókinni eru málskjöl vegna andlátsins, sem Magnúsi fannst tilhlýðilegt að þýða til að varpa ljósi á endalok Landeyingsins, sem gekk undir nöfnunum Þorvaldur Halldórsson, Thorvald Halvorsen og Thorkild, en hugðist taka sér nafnið Theodore Morgan eins og fram kem- ur í fyrra bréfi hans til Hermann- íusar sýslumanns 25. maí 1873: „Ef Þér vilduð gjöra svo vel að skrifa mér nokkrar línum um For- holdene heima Þá má eg geta þess að eg hefi tekið mér enskt nafn, þar engin kunni að segja eða muna: Þor- valdur Halldórsson; eg kalla mig því Theodor Morgan og það géta þeir bæði munað og sagt. Min adresse er því: To: Theodor Morgan, the danish consul in Sidney Australia.“ Bókinni lýkur ekki við dauða Þorvaldar, enda átti Weitemeyer eft- ir að lifa mörg ævintýraleg ár eftir að Landeyingurinn var allur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu- hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN - NÚNA Á LÆGRA VERÐI citroen.is • 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK FRÁ:2.850.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK FRÁ:2.298.387 KR. ÁN VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 15á ra afmæli Citroënhjá Brimborg „Eg hefi skrifað til Yður nokkrar línur, skömmu eptir að ég var komin til Mackay í Queensland til Mr. Paine, en þar var eg ekki lengi, þar mér líkaði þar ekki, við vorum fyrir réttinum, og eg fékk leyfi til að fara frá honum, eptir að ég havði verið þar 3 mánuði; eg var síðan í ½ ár hjá öðrum manni í Mackay, en þar hann vildi ekki fremdeilis géfa mér meira en 30 pund sterling um árið, fór eg hér niður til New South Wales, og hefi nú fengið forþénustu, hér í Sidney, sem Garðyrkjumaður (Gartner) og skal hafa 15 shillings enska um vikuna og alt frítt.“ Hæstvirti Elskulegi, herra Sýslumaður BROT ÚR BRÉFI TIL HEMANNÍUSAR 1847 Þorvaldur Halldórsson fæddist á Bryggjum í Krosssókn í Landeyjum. Hann var sjötti í röð 12 barna hjónanna Halldórs Þorvaldssonar og Kristínar Sig- urðardóttur. Meðal systkina hans var Ingunn, kona Her- manníusar Johnsens, sýslu- manns, sem bjó á Velli í Breiða- bólstaðarsókn. 1864 gerðist Þorvaldur skrifari Hermanníusar sýslumanns. 1869 fluttist hann trúlega til Vestmannaeyja. Sama ár er hann skráður sem Thorvald Halvorsen í landbúnaðarháskóla í Dan- mörku. Hann hætti námi eftir ár og stundaði garðyrkjustörf á eyjunni Als þar til hann hélt til Hamborgar. 1872 tók Þorvaldur sér far með skipinu Humboldt, sem flutti verðandi landnema til Ástralíu. 1874 Þorvaldur lést í tjaldi sínu á tjaldsvæði í bænum Townsville í Drottningarlandi, þar sem hann var við gullgröft ásamt Weite- meyer. Í kjölfarið fór fram rétt- arrannsókn, sem leiddi í ljós að dánarorsökin var heilablóðfall. Skrifari og gullgrafari ÞORVALDUR HALLDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.