Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
Bið Þessi fallegi guli hundur af labrador-tegund beið þolinmóður í umferðinni og þótti eflaust ekki amalegt að njóta þess sem fyrir auga bar enda margt forvitnilegt að sjá.
Árni Sæberg
Nú er rætt um hvernig
skipa skuli Hæstarétt lands-
ins. Það er eins og menn
telji að þar ættu helst að
sitja dómarar sem talist
gætu einhvers konar „þver-
skurður“ af fólkinu í land-
inu! Í öllu talinu felst ein-
hvers konar
grundvallarmisskilningur á
starfsemi dómstóla.
Dómstólar leysa úr rétt-
arágreiningi milli manna.
Þeim ber að dæma einungis eftir lögum.
Það er í reynd forsenda fyrir starfi
þeirra að hin lagalega rétta niðurstaða
sé aðeins ein. Starfsemi dómstóla felst í
að leita hennar. Þar þarf oft á mikilli
hæfni að halda því leitin er stundum ekki
einföld og menn kann að greina á um
niðurstöðu hennar. Dómstólar fara auð-
vitað ekki með neitt vald til að setja
reglur, þó að svo sem hafi heyrst villu-
kenningar um slíkt hlutverk þeirra. Þessi
grundvallaratriði ættu að sýna okkur vel
að skipaðir dómarar eru ekki fulltrúar
fyrir neina sérstaka hópa í samfélaginu.
Þess vegna er það beinlínis skaðleg villu-
kenning að halda því fram að samsetning
dómarahópsins eigi að svara til þjóð-
félagshópa. Í slíkum hugmyndum felst
ráðagerð um að dómsniðurstöður eigi að
geta verið breytilegar eftir því hverra
hagsmuna sá hefur að gæta sem dæmir.
Slíkt er ekki bara rangt heldur afar
háskalegt fyrir starfsemi réttaríkisins.
Hvorki læknar, iðnaðarmenn, verka-
menn, veitingamenn né sólbaðsstof-
unuddarar þurfa að eiga fulltrúa í
Hæstarétti svo dæmi séu tekin. Svo er
einnig um karla og konur. Dómararnir
eru ekki fulltrúar fyrir kynsystkini sín,
einfaldlega vegna þess að þeir dæma eft-
ir lögunum sem eru hin sömu hvort sem
karlar eða konur dæma.
Tökum dæmi. Í okkar réttarkerfi er
það veigamikil grunnregla að sýkna skuli
menn sem sakaðir eru um
refsiverða háttsemi ef sök
þeirra sannast ekki. Þessari
reglu eiga dómarar að beita
þegar á reynir, jafnvel þó
að við vitum öll að beiting
hennar kann í einhverjum
tilvikum að leiða til þess að
sekur maður sleppi. Það
skiptir auðvitað engu máli
um beitingu reglunnar
hvers kyns dómarinn er.
Til dæmis sýknar kvenkyns
dómari ákærðan karlmann
af ákæru um nauðgun ef
sökin sannast ekki ekkert síður en dóm-
ari af karlkyni. Það væri óásættanlegt ef
kynferði dómara skipti hér máli um nið-
urstöðuna.
Í hópi þeirra sem kallast mega lög-
fræðingar er margur misjafn sauðurinn.
Við viljum ekki að aðrir en þeir hæfustu
fái í hendur völd til að kveða upp dóma í
málefnum fólksins í landinu. Það er
hreinlega velferðarmál fyrir þjóðina að
til þessara starfa ráðist menn (karlar og
konur) sem hafa yfir mestri hæfni að
ráða til að sinna þeim og hafa skilning á
hlutverki og valdsviði dómstóla. Í því
efni skiptir kynferði dómara engu máli.
Við bara veljum þá hæfustu sem bjóðast
hverju sinni, hvort sem um konur eða
karla ræðir. Ef níu hæfustu lögfræðing-
arnir sem sækjast eftir dómaraemb-
ættum í Hæstarétti eru konur skulum
við skipa þær allar og engan karl. Svo
einfalt er það.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Ef níu hæfustu lögfræð-
ingarnir sem sækjast
eftir dómaraembættum
í Hæstarétti eru konur
skulum við skipa þær
allar og engan karl.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögfræðingur.
Veljum þau hæfustu
Ein helsta áhersla
Framsóknar – á
þessu kjörtímabili
sem öðrum – hefur
verið á heimilin í
landinu. Í byrjun árs-
ins fórum við að sjá
áhrif leiðrétting-
arinnar á verð-
tryggðum húsnæð-
islánum og í vor var samþykkt,
samhliða gerð kjarasamninga,
að ráðast í umfangsmiklar að-
gerðir til úrbóta á húsnæðis-
markaði, bæði fyrir leigjendur
og eigendur.
Fleiri á leigumarkaði
Frá árinu 2007 hefur hlutfall
heimila í leiguhúsnæði hækkað
ört, hvort sem litið er til höfuð-
borgarsvæðisins eða lands-
byggðarinnar, almenna mark-
aðarins eða félagslegra
leiguíbúða og námsmannaíbúða.
Fyrir átta árum voru 15,4% ís-
lenskra heimila í leiguhúsnæði
en árið 2013 var hlutfallið komið
uppí 24,9%. Það er fjórða hvert
heimili.
Þessi fjölgun á leigumarkaði
leiðir eðlilega af sér aukna eft-
irspurn eftir leiguhúsnæði, sem
svo leiðir til hækkunar leigu-
verðs. Þar sem löng bið er eftir
félagslegu húsnæði hefur hlut-
fall lágtekjufólks á almennum
leigumarkaði farið ört vaxandi
og byrði húsnæðiskostnaðar
þess hóps er því orðin þyngri en
gengur og gerist hjá fjölskyldum
Við viljum hækka
grunnfjárhæð húsnæð-
isbóta, hækka frítekju-
markið, hækka hámarks-
hlutfall af leiguverðinu og
miða stuðninginn við
fjölda einstaklinga á
heimili, í stað fjölskyldu-
gerðar eins og hefur ver-
ið. Þannig er tekið tillit til
aukins húsnæðiskostn-
aðar eftir því sem fleiri
eru í heimili.
Markmið þessara
breytinga er að lækka
húsnæðiskostnað efna-
minni leigjenda og tryggja ör-
yggi í húsnæðismálum í sam-
ræmi við þarfir hvers og eins.
Lægri skattbyrði
af leigutekjum
Auk þess að hækka húsnæðis-
stuðninginn er litið til þess að
lækka skattbyrði leigutekna úr
14% niður í 10%. Markmiðið með
þessum breytingum er að hvetja
til langtímaleigu íbúðar-
húsnæðis og að fasteignaeig-
endur sjái hag sinn í því að gera
langtímaleigusamninga, en
hætta er á að skammtímaleiga
húsnæðis, til dæmis til ferða-
manna, dragi úr framboði á
leiguhúsnæði til langs tíma og
þrýsti þar með upp leiguverði.
Þannig aukum við framboð og
öryggi leigjenda með framtíð-
arhúsnæði í huga.
Framsókn notaði slagorðið
„Framsókn fyrir heimilin“ í síð-
ustu kosningum og ekki að
ástæðulausu. Okkar áhersla er
og verður á heimilin í landinu.
sem hafa meira milli handanna.
Rúmlega 63% þeirra sem fá hús-
næðisbætur í dag eru heimili
með tekjur undir 3 milljónum á
ári, eða 250 þúsund krónur á
mánuði. Sem samfélagi ber okk-
ur skylda til að létta undir með
þeim heimilum.
1,1 milljarður í aukinn
húsnæðisstuðning
Í haust mun Alþingi taka fyrir
breytingar á húsnæðisbótum og
í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir að húsnæðisstuðningur
hækki um 1,1 milljarð króna á
næsta ári.
Eftir Jóhönnu
Maríu Sigmunds-
dóttur og Silju
Dögg Gunn-
arsdóttur
»Markmið þessara
breytinga er að
lækka húsnæðis-
kostnað efnaminni
leigjenda og tryggja
öryggi í húsnæðis-
málum í samræmi við
þarfir hvers og eins.
Höfundar eru þingmenn
Framsóknarflokksins.
Leiga raunverulegur
valkostur
Jóhanna María
Sigmundsdóttir
Silja Dögg
Gunnarsdóttur