Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 Eins mörgum og þeir geta. Þorbjörn Óttarsson Engum. Ég er frá Svíþjóð. Þetta kostar meira en við höldum. Heidi Dahlström Eins mörgum og við getum hugsað um. Erla Jónsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Við ættum að hjálpa þeim sem við getum hjálpað en ekki þannig að það komi niður á okkur. Eyþór Sigtryggsson Morgunblaðið/Golli SPURNING VIKUNNAR HVAÐ FINNST ÞÉR AÐ ÍSLAND EIGI AÐ TAKA Á MÓTI MÖRGUM FLÓTTAMÖNNUM? Tíminn til að nýta uppskeru haustsins er að renna upp. Hægt er að nýta hráefnið, hvort sem eru kartöflur, gulrætur, rabarbara eða sveppi, á fjölbreyttan hátt. Rósa Guðbjartsdóttir gefur uppskrift að ljúffengri villisveppasúpu. Matur 28 Í BLAÐINU Þú hefur grín að atvinnu ...en RIFF er varla neitt grín eða hvað? Ég myndi nú ekki segja það. Kvikmyndahátíð er ótrúlega mikið líf og fjör og mikil gleði í kringum starfið sem því fylgir. Auðvitað er alvarlegan undirtón oft að finna í myndunum sem eru sýndar og umræðum sem við viljum vekja. En grínið er eins og það er, það er alltaf einhvers staðar og alltumlykjandi ef maður hefur bara auga fyrir því. Hvað mun vekja mesta athygli á RIFF í ár? Við finnum fyrir sífellt meiri áhuga á heimildarmyndunum sem við sýnum og á dagskránni í ár eru margar ótrúlega áhugaverðar myndir sem eiga eftir að vekja umtal og umræður. Þær eru alltaf gríðarlega vel sóttar. Það er svo engin spurning að koma heiðursgestanna okkar, Davids Cronenberg og Margrethe von Trotta, á eftir að vekja mikla athygli líka. Hvort velurðu grínmynd eða hrollvekju á kósíkvöldi? Á sunnudagskvöldi þar sem maður þyrfti að endurræsa sig fyrir vinnuvik- una er best að ná að sameina þetta tvennt. Margar hrollvekjur eru laun- fyndnar. Eða splatter-meistaraverkið Braindead eftir Peter Jackson. Ég myndi passa á Scary Movie 5 samt. Hver er frægasta kvikmyndastjarna sem þú hefur hitt? Það hefur vantað aðeins metnaðinn í mann að nudda olnbogunum í stjörnuf- ansinn sem hefur verið hér. Ég sá samt einu sinni Forest Whitaker í Banka- strætinu. Hann var léttur á fæti, kallinn. Svo átti ég Nissan Sunny 93 sem Kiefer Sutherland sat einu sinni í. Ekki með mér samt. Hann hjálpaði samt félaga mínum að losa bíl úr snjó á Amtmannsstígnum. Þetta var Ford pic- kup. Meiriháttar mál. Svo tók ég í spaðann á Casper Christensen einu sinni. Hann sagði super nice. Það tikkaði í ákveðin box. Hér á RIFF höf- um við svo auðvitað fengið fjöldann allan af fólki. Lukas Moodysson var mikið hér á skrifstofunni þegar hann var heiðursgestur. Mjög almenni- legur og fékk sér alltaf kaffi sem var helmingur til mjólk. Það er kallað að fá sér rjúkandi Moodysson á þessum bæ. Hver veit nema maður hitti á Cronenberg í ár. Svo er auðvitað leikarinn geðþekki Gunnar Hansson með mér í kynningarmálunum. Aðalleikarinn í Bakk. Það er nú eig- inlega það besta. Er mikil vinna að baki svona hátíð? Alveg ótrúlega mikil. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því. Á þess- ari stundu eru um og yfir 20 starfsmenn að leggja lokahönd á hátíðina og vinnan hefur staðið yfir sleitulaust frá þeirri síðustu. Svo munu hátt í 100 sjálfboðaliðar leggja okkur lið þegar þar að kemur. Þetta er líka fjölbreyttur hópur af ýmsu þjóðerni, sem gerir þetta sérstaklega skemmtilegt. Morgunblaðið/Golli JÓHANN ALFREÐ KRISTINSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Aukinn áhugi á heimildar- myndum Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. Danski leikarinn Søren Mal- ling fer með stórt aukahlutverk í kvikmyndinni Hjartasteini sem Guðmundur Arnar Guðmunds- son leikstýrir. Malling segist hafa lagt mikið á sig til að læra að tala íslensku í myndinni. Hann ber leikstjóranum og meðleikurum afar vel söguna. Menning 48 Ljóðskáldið Kristín Svava Tómasdóttir flokkar ævisögu bandaríska rithöfundarins John Horne Burns með sínum uppáhaldsbókum og segir hana eina þá eftirminnilegustu sem hún las í fyrra. Bækur 50 Í fallegri íbúð sem ein- kennist af persónulegum munum með sál og vand- aðri hönnun hafa hjónin Auður Ýr Elísabetar- dóttir og Marinó Sigurðsson komið sér og dóttur sinni, Elísabetu Ylfu, vel fyrir. Heimili og hönnun 24 Jóhann Alfreð Kristinsson, grínisti með meiru, starfar við kynningarmál á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst þann 24. sept- ember næstkomandi. Hann starfar jafnframt í uppistandshópnum Mið-Íslandi, sem hyggur á frekara sýningahald í vetur eins og undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.