Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 Ferðalög og flakk R étt eins og stærri þjóðir tala oft um hvað það sé gott að komast í náttúruna og núllstillinguna á Íslandi, þá gæti ég trúað að þannig líði Íslendingum heilt yfir þegar þeir heimsækja Færeyjar. Meiri- hluti landslagsins er ósnortinn af steinsteyptum fingraförum mannsins og það er einhver yfirvegun, æðruleysi og heiðarleiki í fólkinu á staðnum. Það er engin tilviljun að við Íslendingar tölum um Færeyinga sem frænd- ur vora. Ég rifjaði upp með heimamönnum þegar Færeyingar efndu til samskota, með því að ganga hús úr húsi með söfnunarbauka, og öfluðu þannig talsverðs fjár til handa þeim sem áttu um sárt að binda í kjölfar snjóflóðanna ægilegu í Súðavík og Flateyri árið 1995. Framtakið er í sjálfu sér lofsvert en hafa ber í huga að árið 1995 var ekki ósvipað árinu 2009 á Íslandi; efnahagurinn lítið annað en sviðin jörð eftir harkalegan samdrátt og það gerir góðverkið enn aðdáunarverðara því Færeyjar áttu ekki mikið til skiptanna í þann tíma en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir kæmu þeim til hjálpar sem á þurftu að halda. Heimamenn í Klakksvík brosa þegar þetta er rifjað upp og segjast myndu gera slíkt hið sama aftur. Við Íslendingar ættum að hafa það í huga ef á bátinn gefur einhvern tímann hjá frændum vorum. Það er ekki ofsagt að heimamenn hafi allt viljað fyrir undirritaðan gera þegar hann var þar á ferð í síðasta mánuði og ekki laust við að mér liði eins og aðalsmanni – eða jafnvel aldavini þeirra sem á vegi mínum urðu, og var ég þó þarna á ferð í fyrsta skiptið. Ég náði líka bara að skoða Klakksvík, Þorshöfn og Kirkjubæ að einhverju ráði og á því mikið óskoðað. Eitt það fyrsta sem fangar augun í Klakksvík er Christianskirkjan, sem er forkunnarfögur bygging og ætti að hrífa jafnt trúaða sem trúlausa. Kirkjan var reist árið 1963 til minningar um þá færeysku sjómenn sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni og fer því vel á því að í rjáfri hennar hangir bátur með fornu smíðalagi. Kirkjan sjálf er byggð í forn-norrænum stíl. Fyrir bragðið er engin turnspíra á kirkjuskipinu en það er aftur á móti á þremur hæðum og þar sem svo hátt er til lofts er hljómburð- urinn framúrskarandi. Vert er að benda sérstaklega á innsetningu sem er í kjallara kirkjunnar með tíu ótrúlega hag- anlega gerðum hringlaga viðarlistaverkum eftir Edward Fuglø, einn fremsta núlifandi listamann Færeyja. Nefnist verkið Jesus úr Nazareth og er lista- vel úr garði gert. Ef lesendur kunna að ramba á Edward, sem býr í Klakks- vík, er aldrei að vita nema hann bjóði þeim í heimsókn á vinnustofu sína, en það er verulega áhugavert innlit, ef fæst. Íslenski vertinn og færeyski bjórinn Skammt undan, við Klaksvíksveg, er að finna indælis pöbb, er nefnist Royk- stovan. Þar ríkir vinaleg stemning og ekki spillir að vertinn er íslenskur, Sigþór að nafni, og hefur hann á allan hátt tamið sér gestrisni og góð- mennsku heimamanna sem sást bæði á því að hann gaf sér góðan tíma til að setjast og spjalla og ekki síður á því að hann skenkti undirrituðum staup af Yamazaki Single Malt Distiller’s Reserve, sem er fágætt japanskt önd- vegisviskí. Fyrir þá sem langar að tylla sér á gott kaffihús og gæða sér á léttum réttum í leiðinni er óhætt að mæla með Frida Klaksvik Cafe við Nolsoya Palsgotta 7. Fyrirtaks kaffi og léttir réttir. Í Klaksvik er svo ómissandi að falast eftir heimsókn í brugghús Föroya Bjór, brugghús sem er fjölskyldufyrirtæki og hefur svo verið frá stofnun þess árið 1888. Annika Waag, framleiðslustjóri, er fjórði ættliðurinn sem fer fyrir starfseminni en Einar faðir hennar er forstjóri. Í brugghúsinu er hægt að skoða bæði hráefni og tækjabúnað og einnig er þar gestastofa með ýms- um gömlum munum sem tengjast sögu fyrirtækisins gegnum áratugina.Fyr- irtækið hefur hingað til lagt áherslu á hefðbundna bjórstíla, svo sem ljósan lager, og má þar nefna Gullið sem er Íslendingum að góðu kunnur, en þó ber í auknum mæli á flóknari og meira krefjandi bjórstílum á borð við IPA, stout og fleiri. Gestrisnin er söm við sig hjá Föroya Bjór og annars staðar í Færeyjum og í skoðunarferðinni má drekka í sig sögu fyrirtækisins jafnt og afurðir þess – allt innan hófsemismarka, nema hvað. Færeyingar eru glaðir á góðri stund og á eyjunum er nánast vikulega einhver hátíð í gangi og því ómögulegt að láta sér leiðast. Auk þess verður net jarðganga eyjanna á milli sífellt viðameira svo auðvelt er að fara á milli. Það tekur til að mynda ekki meira en klukkustund að aka til Þórshafnar og þaðan er svo smáskreppur til Kirkjubæjar, hinnar fornu byggðar sem skart- ar meðal annars rústunum af Magnúsardómkirkju sem eru frá um 1300. Þar sem annars staðar stendur ekki á heimamönnum að segja gestum und- an og ofan af því sem fyrir augu ber. Heima hjá frændum vorum ÞAÐ ER BÆÐI NOTALEGT, HEIMILISLEGT OG NÁTTÚRU- LEGA FALLEGT AÐ BREGÐA SÉR Í HEIMSÓKN TIL FÆREYJA. FRÆNDUR VORIR TAKA VEL Á MÓTI ÍSLENDINGUM. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Frændur vorir Færeyingar kunna þá list að brugga magnaðan mjöð og Gull frá Föroya Bjór er ís- lenskum bjórunnendum að góðu kunnur. Fljótgert er að aka milli eyja og bæjarfélaga í Færeyjum enda vegir afbragðsgóðir og gangagerð hefur stórbætt sam- göngur á seinni árum. Vissara að stilla hraðanum í hóf og gæta að sér enda verður þokan oft þykk eins og baunasúpa. * Það er engintilviljun aðvið Íslendingar töl- um um Færeyinga sem frændur vora. Ein nafntogaðasta kempa Færeyja á seinni tímum er Ove Jo- ensen, oft kenndur við Nólsey, en árið 1986 vann hann það ótrúlega þrekvirki að róa einsamall á opnum árabát frá Þórshöfn til Kaupmannahafnar. Það er sprettur sem nemur um 900 sjómílum eða 1700 kílómetrum. Fyrir gráglettni ör- laganna drukknaði Ove ári síðar, nánast í flæðarmálinu við Nólsey. Það er til marks um hversu lítt Færeyingar taka sig alvarlega að þegar ég bar söguna undir heimamann hló hann við og sagði að þó Ove hefði að sönnu verið hreystimenni og afrek hans magnað, þá hefði kappinn sömuleiðis verið örlagadrykkjumaður og desemberkvöldið sem hann drukknaði hefði hann verið blindfullur að laumast til hjákon- unnar í árabátnum sínum. Þannig fór um sjóferð þá. HIN BREYSKA HETJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.