Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 51
13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Meðal gesta á bókmenntahá- tíð er argentínski rithöfund- urinn Ana María Shua. Hún er þekktur höfundur í heimalandi sínu og hefur gefið út fjölda bóka, skáldsögur, ljóðabækur, smásagnasöfn og barnabækur og örsagnasöfn, en hún er einna þekktust fyrir þá gerð bókmennta, sögur sem sumar eru ekki nema ein setning, aðrar kannski ein málsgrein eða tvær. Í tilefni af heimsókn Shua til Íslands gefur Dimma út úrval af örsögum hennar í bókinni Smáskammtar. Kristín Guð- rún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og ritaði eftirmála. Smáskammtar af örsögum Í vikunni kom út ævintýrasaga Davíðs ÞórsJónssonar um álfastúlku sem berst við illöfl og ferlegar fordæður. Bókin sú heitir Mórún – Í skugga Skrattakolls. Kaldá gefur bókina út. Á kápu bókarinnar segir að Í skugga skrattakolls sé fyrsta bókin um Mórúnu Hró- bjarts og Davíð segist sjá það fyrir sér „að þetta verði eins margar bækur og ég nenni að skrifa og fólk nennir að lesa,“ segir hann, en hann er langt kominn með næsta bindi af sagnabálknum og það þriðja segir hann að sé að taka á sig mynd í kolli hans. „Von okkar er sú að viðtökur þessarar bók- ar verði með þeim hætti að næsta bók geti komið út með vorinu og sú þriðja næsta haust,“ seg- ir hann en bendir á að bækurnar séu skrif- aðar þannig að hver bók sé sjálfstætt æv- intýri, þó þær séu skrifaðar sem bókaröð og í þeim öllum ákveðin framvinda; hver saga taki við af annarri þó að þær séu allar sjálfstæðar. Sögupersóna fyrstu bókarinnar um Mórúnu er einmitt Mórún Hróbjarts, álfamær og bog- liðaforingi, og Davíð segir að sögurnar muni snúast um hana meira og minna, þó að ýms- um persónum muni bregða fyrir aftur og aft- ur og aðrar slást í hópinn eftir því sem sög- unni vindur fram. Skrifað í þrjátíu ár Segja má að Davíð Þór Jónsson hafi fengist við skrif frá unglingsaldri; eins og hann lýsir því: „Ég hef haft ýmiskonar skrif að aðalat- vinnu síðan ég var um tvítugsaldurinn þannig að það má segja að ég hafi verið að skrifa í þrjátíu ár. Ég get ekki sagt að ég hafi verið rithöfundur en ég hef unnið fyrir mér með því að skrifa skemmtiefni, greinar og pistla, stundað þýðingar og svo framvegis. Ég hef yndi af því að skrifa og finn mig í því og mér fannst skáldsagan vera eðlilegt framhald af því sem ég hafði skrifað,“ segir hann og bætir við að það hafi alltaf blundað í sér að skrifa skáldsögu og þá sérstaklega skrifa skáldsögu í þá bókmenntahefð sem Ís- lendingar hafi vanrækt að hans mati; vís- indaskáldsögur og fantasíur sem skrifaðar séu af alvöru en ekki sem einhverskonar töfraraunsæi vegna þess að hefðin njóti ekki virðingar. Fyrsta skáldverk Davíðs var og einmitt vísindaskáldsagan Orrustan um Fold. „Ég held að vísindaskáldsagan og fantasía séu kannski í svipaðri stöðu og íslenska glæpasagan var þegar Arnaldur Indriðason byrjaði að skrifa – var ekki tekin alvarlega sem bókmenntir.“ Að þessi sögðu þá segir Davíð að íslenskir rithöfundar hafi skrifað fantasíur í gegnum árin, en það þá sem mjög dökkar fantasíur fyrir fullorðna lesendur eða þá að menn hafi verið að skrifa stór epísk verk, en ekki stutta skemmtilesningu. „Ástæðan fyrir því að þessi bók kemur út í kilju og er seld á lágu verði er beinlínis að leggja áherslu á að þetta er neysluvara, þetta er bók sem þú kaupir handa sjálfum þér eða öðrum vegna þess að þig eða hann langar til að lesa hana. Þetta er ekki skrautgripur eða listmunur, þetta er af- þreying.“ Áunninn athyglisbrestur Þegar við spjöllum saman stendur Bók- menntahátíð í Reykjavík og mikil áhersla lögð á lestur og lestrarkennslu, en hin hliðin á vangaveltum um lesgetu barna er spurningin um hvort þau hafi nógu skemmtilegar bækur að lesa. „Það má segja að það sem kalla má áunninn athyglisbrest sé vandamálið. Ungt fólk les mjög mikið en það les stöðuupp- færslur á netinu og það les tíst – það vantar kannski eitthvað sem heldur því við efnið. Þegar mín börn voru unglingar var sama sag- an uppi en svo stóðu þau í biðröð fyrir utan að bíða eftir því að hún opnaði á miðnætti svo þau gætu náð í nýju Harry Potter bókina. Ef ungt fólk les ekki bækur þá er það ekki ungu fólki að kenna heldur hinum sem eiga að vera að skrifa og gefa út bækur fyrir ungt fólk, það eru þeir sem eru að klikka á sinni skyldu, ekki unga fólkið. Þetta er það sama og maður sér í skólakerfinu: Ef barn heldur ekki athygli í skólanum þá er barnið vanda- málið, barnið með athyglisbrest, en ekki skól- inn með áhugaverðleikabrest.“ Davíð Þór Jónsson skrifar bækur til þess að lesa, en ekki bara hafa í hillunni. Mórún Hróbjarts álfamær DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON ER ÞJÓÐÞEKKTUR Í ÝMSUM HLUTVERKUM, ÞAR Á MEÐAL Í HLUTVERKI RITHÖFUNDAR, ÞVÍ FYRSTA SKÁLDSAGA HANS KOM ÚT FYRIR ÞREMUR ÁRUM. NÚ HEFUR ÖNNUR SKÁLDSAGA LITIÐ DAGSINS LJÓS, ÆVINTÝRASAGA UM ÁLFASTÚLKU SEM BERST VIÐ ILL ÖFL OG FERLEGAR FORDÆÐUR. JPV útgáfa hefur gefið út Ljóðasafn Vilborgar Dag- bjartsdóttur. Í því eru all- ar ljóðabækur Vilborgar, frumsamin ljóð og þýdd, og fáein áður óbirt ljóð. Fyrsta ljóðabók Vilborg- ar, Laufið á trjánum, kom út árið 1960, en í umfjöll- un um bókina í Birtingi 1962 sagði Einar Bragi: „Og ég læt mér detta í hug, að [...] beztu ljóð þessa litla kvers [muni] standa jafn vel fyrir sínu að fimm ald- arfjórðungum liðnum og þau gera nú — og verða lesin með velþóknun, ef einhver læs á íslenzk ljóð verður þá ofan foldar.“ Þorleifur Hauksson skrifar formála að ljóðasafninu og gerir þar grein fyrir lífshlaupi Vilborgar í stórum dráttum og fjallar um ljóð hennar. Þess má geta að Vilborg er meðal þeirra íslensku höfunda sem komu fram á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2015. LJÓÐASAFN Íraski kvikmyndaleikstjórinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Hassan Blasim tók þátt í mál- þingi á Bókmenntahátíð á laugardag þar sem til umræðu voru innflytjendabókmenntir. Hassan Blasim flúði frá Írak 2004 og hefur verið búsettur í Finnlandi upp frá því. Hann hef- ur skrifað fjölmargar bækur um ýmis efni og gert kvikmyndir. Smásagnsafnið Þúsund og einn hnífur og fleiri sögur frá Írak kom út í vikunni í í tilefni af heimsókn Blasims til Íslands. Sölvi Björn Sigurðsson þýddi sögurnar en Mál og menning gefur út. Þúsund og einn hnífur Blasims Veisla fyrir höfunda og lesendur BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK VAR HALDIN Í VIKUNNI OG ÞAR KOM FRAM FJÖLDI HÖFUNDA, INNLENDRA SEM ERLENDRA. Í TILEFNI HÁTÍÐAR- INNAR KOM LÍKA ÚT NOKKUÐ AF NÝJUM ÍS- LENSKUM ÞÝÐINGUM Á NÝJUM SKÁLDVERKUM FRÁ ÝMSUM LÖNDUM. Finnska pönksöngkonan, teikni- myndaleikstjórinn og rithöfund- urinn Katja Kettu ræddi hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap á mál- þingi á Bókmenntahátíð, en skáld- saga hennar Ljósmóðir af guðs náð kom einmitt út fyrir hátíðina á veg- um Máls og menningar. Sigurður Karlsson þýddi. Rætt er við Kötju Kettu í laugar- dagsblaði Morgunblaðsins. Ljósmóðir í hildarleik BÓKSALA 02.-08. SEPTEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Stúlkan í trénuJussi Adler Olsen 2 Það sem ekki drepur mannDavid Lagerkrantz 3 Stórbók-Sitji guðs englarGuðrún Helgadóttir 4 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 5 Konan í lestinniPaula Hawkins 6 Enchanted ForestJohanna Basford 7 HugarfrelsiHrafnhildur Sigurðardóttir/ Unnur Arna Jónsdóttir 8 Sagas of the Icelanders 9 Secret GardenJohanna Basford 10 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante Kiljur 1 Stúlkan í trénuJussi Adler Olsen 2 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 3 Konan í lestinniPaula Hawkins 4 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 5 DrottningarfórninHanne-Vibeke Holst 6 Ljós af hafiM.L.Stedman 7 HamingjuvegurLiza Marklund 8 NáðarstundHannah Kent 9 Blóð í snjónumJo Nesbø 10 DNAYrsa Sigurdardottir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.