Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 42
Kotra 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 K otra er eitt elsta borðspil sem um getur, mögulega það elsta, en til eru heimildir fyrir því að menn hafi byrj- að að stunda það fyrir 5.000 árum. Hvorki meira né minna. „Mér skilst að menn hafi spilað kotru meðan þeir gerðu hlé á byggingu píramídanna. Eða öfugt,“ segir Bjarni Freyr Krist- jánsson, forseti Kotrusambands Íslands, sposkur á svip. Kotrusamband Íslands er heldur yngra, stofnað árið 2009. „Við vissum af fólki sem var að spila hér og þar, aðallega í heimahúsum, og vildum ná þessum hópi saman,“ segir Bjarni. 120 manns eru nú skráðir í sambandið og þar af um helmingur virkir þátttak- endur í mótum á þess vegum. Árlega er krýndur deildarmeistari, bikarmeistari og Íslandsmeistari. Bjarni segir kotru í mikilli sókn og engin hugaríþrótt vaxi hraðar á heims- vísu. „Sú tíð er liðin að bara eldri menn við Miðjarðarhafið spili kotru. Nú spilar allskonar fólk leikinn, út um allan heim, konur og karlar. Alþjóðlegum mótum fjölgar hratt og hægt er að finna kotr- umót einhvers staðar í hverjum mánuði,“ segir Bjarni og Róbert Lagerman lands- liðseinvaldur bætir við að Kotrusamband Íslands hafi áform um að halda slíkt mót við fyrsta tækifæri. Hársbreidd frá bronsinu Ísland sendi í fyrsta skipti lið á Evr- ópumeistaramótið í fyrra en þá fór það fram í Dubrovnik í Króatíu. Átta þjóðir áttu lið á mótinu og gekk því íslenska ljómandi vel. Var hársbreidd frá því að leika um bronsið. „Það munaði grátlega litlu,“ segir Bjarni. Annað Evrópumeistaramótið í kotru fer fram í Búdapest í Ungverjalandi um næstu helgi og að þessu sinni hafa sex- tán lið boðað komu sína, þar á meðal hið íslenska. Bjarni og Róbert segja markið sett hátt og vonast liðið til að gera enn betur en síðast. Spilað er á sjö borðum en átta leik- menn fara utan. Landsliðið var valið í byrjun sumars og hófust vikulegar æfing- ar þegar í stað. Þá fékk landsliðið Kjart- an Maack markþjálfa til liðs við sig og segja Bjarni og Róbert hann hafa hjálpað liðinu mikið við undirbúninginn. „Kjartan hefur aðstoðað okkur við að þétta rað- irnar, setja okkur markmið og opnað augu okkar fyrir ýmsum hlutum. Á heild- ina litið er undirbúningur liðsins mun betri en í fyrra og óhætt að segja að við mætum vel þjálfaðir til leiks,“ segir Bjarni og Róbert bætir við að nú sé tækifæri til að stimpla sig rækilega inn í evrópska kotrusamfélagið. Kona heims- meistari í fyrra Það er til marks um breiddina í ís- lenskri kotru að pressuliðið gerði jafntefli við lands- liðið í pressuleik fyrr í þessari viku. Athygli vekur að landslið Íslands er eingöngu skipað körlum. „Konur eru því miður í miklum minnihluta hjá okkur ennþá en vonandi breytist það sem fyrst. Það hafa alltof fáar verið að keppa á mótunum hjá okkur en þeim mun fleiri sem spila sér til gamans í heimahúsum. Ég er ekki í vafa um það. Vonandi get- um við teflt fram konu í landsliðinu áður en langt um líður,“ segir Bjarni en þess má geta að alþjóðleg kotrumót eru ekki kynjaskipt og heimsmeistari síðasta árs var einmitt kona, Akiko Yazawa frá Jap- an. Eru að skrifa söguna Að sögn Bjarna og Róberts gengur bæri- lega að koma kotrunni á kortið hér heima. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref og skrifa kotrusögu Íslands í leið- inni,“ segir Róbert og Bjarni bendir á að það hái kynningarstarfinu að kotra sé ekki samþykkt hugaríþrótt hér á landi, líkt og bridds og skák. „Við erum að vinna í því að fá greinina samþykkta en það gæti opnað fyrir styrki til starfsem- innar og annað þess háttar,“ segir Bjarni og Róbert laumar því að glettnislega að sennilega væri best að kenna annað hvort forseta Íslands eða forsætisráðherra spil- ið. „Við erum komnir með ákveðna fram- tíðarsýn en það tekur tíma að byggja svona starf upp frá grunni,“ segir Bjarni og þeir Ró- bert eru sammála um að það sé sam- hentur hópur sem vinni að því að efla veg kotrunnar á Ís- landi. Kotrusambandið hefur enn ekki komið sér upp föstu hús- næði en hefur fengið lánaða sali undir mót. „Okkur er iðulega mjög vel tekið og allir boðnir og búnir að greiða götu okk- ar. Fyrir það erum við mjög þakklátir,“ segir Bjarni. Róbert bætir því við að Kotru- sambandið sé ekki ríkt samband en á móti komi að það skuldi ekki krónu. Þeir benda á að mikil sprenging hafi orðið í íþróttinni í Danmörku á umliðnum árum en kotra er orðin fullgild hugar- íþrótt þar. „Það er engin tilviljun að Danir unnu síðasta Evrópumót,“ segir Róbert. Bjarni segir útbreiðslu íþróttarinnar að einhverju leyti bjórframleiðandanum Carlsberg að þakka en þar á bæ fóru menn í átak með danska kotrusam- bandinu sem fólst í því að Carlsberg lét framleiða fjöldann allan af kotruborðum sem dreift var á öldurhús víðsvegar um landið. „Það kvikna oft góðar hugmyndir á börum,“ segir Róbert brosandi en hann tók á sínum tíma þátt í að stofna skákfélagið Hrókinn á Grand Rokk. Það félag hefur heldur betur fært út kvíarnar. Út af knæpunum Annars er það markmið Kotrusambands Íslands að færa íþróttina út af knæp- unum. Guðaveigar eigi alltént ekkert er- indi inn á mót. „Í okkar huga er kotra ekki fjárhættuspil á bar,“ segir Róbert. „Annars má svo sem deila um það hvað sé fjárhættuspil og hvað ekki. Veðja menn ekki grimmt á fótbolta og ýmsar aðrar íþróttir?“ Kotran lifir líka góðu lífi í netheimum og þar fara fjölmörg mót fram, meðal annars í landsliðsflokki. Þá eru leikmenn að vísu fimm í stað sjö. Tæknin vinnur sumsé með þessu fimmþúsund ára gamla sporti. Bjarni lærði kotru meðan hann var bú- settur í Danmörku fyrir um aldarfjórð- ungi. Hann hefur ekki bakgrunn í öðrum hugaríþróttum, eins og skák. Það hefur Róbert á hinn bóginn, er margreyndur landsliðsmaður í þeirri grein. Spurður hvort það hjálpi honum í kotr- unni hristir hann höfuðið. „Nei, það gerir það ekki. Bæði kotran og skákin snúast Þitt tækifæri kemur alltaf í kotru ÞAÐ ERU EKKI BARA KÖRFUBOLTA- OG KNATTSPYRNULANDSLIÐ ÍSLANDS SEM BAÐA SIG Í DÝRÐARLJÓMA EVRÓPUMEISTARAMÓTA ÞESSI MISSERIN. KOTRULANDSLIÐIÐ ER Á LEIÐ Á EM Í BÚDAPEST UM NÆSTU HELGI. ÞESSARI ÆVAFORNU HUGARÍÞRÓTT VEX NÚ FISK- UR UM HRYGG, HÉR HEIMA SEM ERLENDIS, OG RÓBERT LAGERMAN LANDSLIÐS- EINVALDUR OG BJARNI FREYR KRIST- JÁNSSON, FORSETI KOTRUSAMBANDS ÍSLANDS, SEGJA MARKIÐ SETT HÁTT Á EM. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is *Hann tók ósigrinummjög illa, strunsaðiút og kvaðst aldrei ætla að spila kotru aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.