Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 33
13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Ég er skráð í Mensa en hef reyndaraldrei mætt á fund. Geena Davis - leikkona og Mensa félagi Alls eru um 120 þúsund manns í 100 löndum með- limir í Mensa-samtökunum. Félagsmenn teljast vera meðal þeirra tveggja prósenta mannkyns sem hafa hæsta greindarvísitölu. Það vakti athygli nýverið að 12 ára bresk stúlka, Lydia Sebastian, fékk hæsta mögulega skor á Mensa-prófi sem hún þreytti í sum- ar. Mælist greindarvísitala hennar 162 en meðal- maðurinn er víst ekki nema í hundraðinu. Sebastian fylgdi með þessum árangri í fótspor tveggja ungra landa sinna, en fyrr á árinu höfðu bæði hin 12 ára Nicole Barr og hinn 10 ára Aahil Jouher náð ná- kvæmlega sama árangri, 162, sem er fullt hús stiga á prófinu. Aðeins 1% þeirra sem taka þetta próf, sér- stakt greindarvísitölupróf sem Mensa býður upp á, nær hæstu einkunn. Albert Einstein tók víst aldrei sambærilegt próf en greindarvísitala hans hefur verið metin eftir hans dag upp á 160. Vísindamaðurinn Stephen Hawking mælist einnig með 160 samkvæmt Mensa-skorinu. Vilja ná árangri í vísindum Árangur Bretanna ungu er athygliverður, það að þrír einstaklingar sem eru ekki einu sinni komnir á tán- ingsaldur nái þessum áfanga er merkilegt út af fyrir sig. En bakgrunnur þeirra hefur einnig verið dreginn fram í dagsljósið í breskum miðlum. Nicole Barr er komin af rómafólki, en þekkt er að það er lágt sett í hinu stéttskipta Bretlandi. Talið er að árangur hennar hjálpi til við að eyða for- dómum og berjast gegn staðalmyndum um rómafólk í Bretlandi. Barr á sér þann draum að verða barna- læknir og finna lækningar við sjúkdómum. Lydia Sebastian tók prófið að eigin frumkvæði í sumarfríinu. Foreldrar hennar eru indverskir en fluttu til Bretlands áður en hún fæddist. Hún fór að tala sex mánaða, hefur lesið allar Harry Potter- bækurnar þrisvar og elskar stærðfræði. Stærðfræði og eðlisfræði eiga hug Aahil Jouher all- an og í framtíðinni vill hann verða vísindamaður. Hann æfir sig með því að smíða tölvur. Mensa-snillingar koma úr ýmsum áttum og er nokkur gáfumenni að finna í hópi stjarnanna. Quent- in Tarantino er með greindarvísitölu upp á 160. Leikkonan Sharon Stone er ekki langt á eftir með 154. Madonna, Shakira og Geena Davis mælast allar með 140. Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger er með 135 í greindarvísitölu og Nicole Kidman með 132. Bresku ungmennin virðast þó engan áhuga hafa á því að komast í hóp hinna frægu – nema þá helst ef væri fyrir afrek á sviði vísinda eða læknisfræði. MENSA OG GREINDARVÍSITALA Gáfumenni úr ýmsum áttum Greindarvísitala fólks er ólík og skiptar skoðanir eru um hvað telst greind. John Papantoniou á myndinni komst tveggja ára í Mensa með 150 í greindarvísitölu. ÞRJÚ BRESK UNGMENNI HAFA NÝVERIÐ BÆST Í HÓP ÞEIRRA SEM TELJAST GJALDGENG HJÁ MENSA-SAMTÖKUNUM, EN AFAR HÁ GREINDARVÍSITALA ER INNTÖKUSKILYRÐI. ÞÓ NOKKRAR STÓRSTJÖRNUR ERU MEÐ HÆRRI GREINDARVÍSITÖLU EN GENGUR OG GERIST. Í skólann með Parker 45 var yfir- skrift á flennistórri auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir réttum fimm- tíu árum. Var þar átt við Parker „45“ skólapennann sem sagður var sterkur penni sem þyldi álag ungra eigenda. „PARKER er ávallt fremst- ur, gerir skrift yðar hreinlegri og áferðarfallegri. PARKER „45“ skólapenninn er traustur fylgi- nautur í skólanum,“ segir enn frem- ur í auglýsingunni. Þá kom fram að penninn væri sérstaklega sniðinn fyrir skóla- fólkið. „Hann er mjög hreinlegur í notkun – Þér skiptið aðeins um blekhylki og hann er reiðubúinn til að skrifa næstu 10000 orðin. Blek- hylkin fást í uppáhalds bleklit yðar. PARKER „45“ gerir skriftina ánægjulega fyrir skólafólk á öllum aldri.“ Verðið á Parker „45“ Student var kr. 160 en 218 á Parker „45“ Junior. Hafi þessar upplýsingar ekki dug- að til að heilla lesendur var klykkt út með þessum orðum og það á ensku: „A product of the Parker pen company – maker of the world’s most wanted pens.“ Eða: „Framleiðsluvara Parker-penna- fyrirtækisins – sem framleiðir eftir- sóttustu penna í heimi.“ Þar höfum við það. GAMLA GRÆJAN Í skólann með Parker 45 Leyniþjónustustofnunin breska GCHQ mælir með því að fólk hætti að nota svona erfið lykilorð. Hún segir að flókin lykilorð valdi árásar- mönnum ekki svo miklum vandræð- um en flæki daglegt líf notandans hins vegar til muna. Stofnunin varar við því að þegar fólk búi til mörg mjög flókin lykilorð sem erfitt sé að muna verði líklegra að fólk skrifi þau niður eða noti þau aftur og aftur og þannig verði þau ekki eins örugg. Þessi flóknu lykilorð verða oftar en ekki til vegna reglu hjá fyrir- tækjum og stofnunum sem krefjast þess að lykilorðin séu blanda af há- stöfum, lágstöfum og tölustöfum og líka eru oft í gildi reglur um lág- marksfjölda stafa. Í rauninni ættu fyrirtæki heldur að búa til fleiri ör- yggisreglur svo fólk geti frekar not- að einfaldari lykilorð sem séu því meira að skapi. Þessi einfaldari lykilorð gætu til dæmis verið búin til úr þremur ein- földum orðum settum saman, segir GCHQ. Stofnunin minnir samt enn á að skipta þurfi um lykilorð reglulega og alls ekki eigi að geyma lykilorð í textaskjali. RÁÐGJÖF FRÁ GCHQ Hér má sjá nýjan iPad Pro með lyklaborði tengdu við en tækið var kynnt á Apple-ráðstefnunni í vikunni. AFP Notaðu einfaldari lykilorð Tim Cook kynnti iPhone 6S á ráðstefnu Apple í vikunni. Breyt- ingarnar eru aðallega í innviðum þannig að þeir sem vilja að það sjáist að þeir séu með nýja símann ættu endilega að fá sér nýja litinn, skínandi iPhone úr rauðagulli. iPhone úr rauðagulli Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Hefilbekkir fyrir skóla og handverksfólk Margar stærðir fyrirliggjandi Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Verð 72.980 Skápur: 27.490 Nordic Plus 1450 Verð 89.600 Advanced 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.