Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 34
Tíska *Sænska keðjan H&M hefur hafið fram-leiðslu á svokallaðri Mini-me línu seminniheldur samskonar fatnað fyrir kon-ur og börn. Línan er því afskaplegakrúttleg þar sem börnin geta nú klættsig alveg eins og mamma. Mini-me línaninniheldur meðal annars kuldaskó, pelsa, kraga, sokka og jakka. Mini-me haustlína frá H&M Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Minn persónulegi stíll er afslappaður og hefur smátt og smátt þróast yfir í að verða einfald- ari og kröfuharðari. Mér líður best í hversdagslegum fatnaði en er meðvituð um smáatriði, „layering“ og rétta fylgihluti. Svo safna ég prjónaflíkum og laðast að áhugaverðum efnum og er hálfpartinn farin að hlakka til þess að kólni aftur í veðri til þess að ég geti farið að grafa þær upp á ný. Hvað heillar þig við tísku? Tíska er gríðarlega margþætt fyrirbæri og þurfti ég að spyrja sjálfa mig að þessari spurn- ingu þegar ég fór inn í þennan heim. Mitt svar á sínum tíma var að efni (textíll) og skapandi ferlið við gerð þeirra væri það sem heillaði mig mest og fór í þá átt og hef sérhæft mig í að hanna flíkur úr efnum sem ég hanna sjálf. Tískusagan sjálf finnst mér líka heillandi og það hvað tískan endurspeglar tíðaranda hvers og eins tímabils. Hvernig skín þinn persónulegi stíll í gegn í hönnun þinni? Ég held að hönnun mín og persónulegur stíll haldist algjörlega í hendur þó að ég spái ekki mikið í það dagsdaglega. Í hönnun minni legg ég áherslu á að búa til ný og áhugaverð efni og leik mér með smáatriði og andstæður í áferðum og efnisvali. Sniðin hef ég einföld svo að efnin fái að njóta sín. Ég sé það núna að þessi lýsing gæti einnig átt við um minn eigin stíl. Hvaðan sækir þú innblástur? Úr öllum áttum. Það getur verið manneskja sem ég sé úti á götu eða mynd sem sonur minn teiknar. Ég er frekar forvitin að eðlisfari og er alltaf með myndavélina uppi við og tek myndir af litasamsetningum og áferðum sem mér finnst áhugaverðar. Ég safna einnig hinum ýmsu hlutum sem mér finnast heillandi og svo finn ég rauðan þráð sem ég vinn síðan út frá. Ég ákveð sjaldnast fyrir fram hvar ég ætla mér að finna innblástur og þannig var síðasta lína Magnea til dæmis sprottin út frá skærblárri ullarklessu sem ég fann fyrir tilviljun á gólfinu í íslensku ullarverksmiðjunni Ístex og átti sennilega að fara í ruslið. Áttu þér uppáhalds tískuhús/-hönnuð? Þau erlendu tískuhús sem ég er alltaf spenntust fyrir að skoða nýjungar frá eru Acne Stud- ios og Proenza Schouler. Annars er ég spenntari fyrir grasrótinni, sérstaklega í London, og fylgist með útskriftarsýningum úr Central St. Martins og ungum hönnuðum sem ég kannast við þaðan, til dæmis Phoebe English og Anitu Hirlekar. Svo er mikið að gerast í íslensku hönnunarsenunni og þar ber helst að nefna meðeigendur mína í versluninni Kiosk, sem eru allar að gera virkilega góða hluti. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Ég hef fundið mínar helstu gersemar á mörkuðum og „second hand“-búðum erlendis. Hvíti kanínupelsinn minn sem ég keypti á Portobello-markaðnum í London er til dæmis í sérstöku uppáhaldi, en hann er með hettu úr refaskinni og er ein af flíkunum sem láta mig hlakka til vetrarins. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Ég er mjög spennt fyrir haustinu í Kiosk, það eru nýjungar væntanlegar frá okkur öllum þar og ég hlakka til að sjá hvað kemur upp úr kössunum þegar sendingar fara að berast og velja mér fallega íslenska hönnun fyrir veturinn. Svo er ég að leita mér að draumaskónum, sem ég hef ekki ennþá fundið. Ég hef þó mjög ákveðna skó í huga, en það eru karlmannleg ökklastígvél í líkingu við skó sem ég kom auga á í Wes Anderson-myndinni Grand Budapest Hotel. Ákveðin „element“ úr þeirri mynd voru einmitt notuð sem innblástur að stílíseringu fyrir tískusýningu Magnea á RFF núna í vor. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ég forðast „trend“ eins og heitan eldinn og vel gæði fram yfir magn. Ég vel klassískar flíkur en þær verða þó að hafa ákveðinn karakter, hvort sem það varðar ákveðin smá- atriði eða einfaldlega efnin sem þær eru búnar til úr. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég sá söngkonuna MØ á tónleikum í sumar og fannst hún mjög flott. Annars heillast ég almennt af týpum sem fara sínar eigin leiðir í klæðaburði og nota tísku sem tjáningarform, Iris Apfel og söngkonan Sia koma upp í hug- ann. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Ég hef alltaf verið heilluð af kventísku þriðja ára- tugarins. Það er eitthvað alveg sérstakt við þetta tímabil og miklar breytingar frá fyrri tímum, bæði hvað varðar snið og heildarútlit kvenna með styttri pilsum og hári, sem sýnir einnig fram á ákveðið frelsi sem einkennir áratuginn og tímana fram und- an. FORÐAST „TREND“ EINS OG HEITAN ELDINN Magnea Einarsdóttir fatahönnuður klædd kápu úr nýjustu línu Magnea sem fæst í Kiosk. Forvitin að eðlisfari MAGNEA EINARSDÓTTIR, YFIRHÖNNUÐUR ÍSLENSKA TÍSKUHÚSSINS MAGNEA, LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ BÚA TIL NÝ OG ÁHUGAVERÐ EFNI OG LEIKUR SÉR MEÐ SMÁATRIÐI OG ANDSTÆÐUR Í HÖNNUN SINNI. MAGNEA VELUR GÆÐI FRAM YFIR MAGN OG KLÆÐIST KLASSÍSKUM FLÍKUM MEÐ KARAKTER. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Magnea heillaðist af skópari sem hún kom auga á í Wes Anderson- myndinni Grand Budapest Hotel. Mynd úr Vetrarlínu Magnea. Hönnun Anitu Hirlekar. Morgunblaðið/JúlíusAFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.