Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 31
13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Þriðja útgáfa Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? er komin út, endurbætt og uppfærð. Þessi sígilda uppskriftabók með meiru eftir Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur er leiðarvísir fyrir foreldra sem langar að gefa börnunum sínum og allri fjölskyldunni einfaldan og næringarríkan mat. Hvað á fjölskyldan að borða?* Ég hef ekki áhuga á að tala við mann sem hefur skrifað meira en hann hefur lesið. Samuel Johnson Fjölskyldumeðlimir eru: Anna Sigga dósent í næringarfræði við Háskóla Ís- lands, Gauti verkefnisstjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Jakob Yngvi (11), Andri Sigfús (10), Mar- teinn Ragnar (7), Helena Lea (7) og Elías Ívar (5). Þátturinn sem allir geta horft á? Sameiginleg sjónvarpsstund er yfirleitt á laug- ardagskvöldum og þá verða leiknar fjölskyldu- myndir helst fyrir valinu. Þær sem síðast slógu í gegn voru Benjamín Dúfa og svo er ennþá verið að syngja lög- in úr Annie, þar sem við sáum bæði gömlu og nýju útgáfuna í sumar. Krakkarnir eru jafn- framt öll aðdáendur Ævars vísindamanns. Maturinn sem er í uppá- haldi hjá öllum? Mataráhuginn er mikill og bæði það fyrsta og síðasta sem heyrist sagt á hverjum degi er „hvað ætlum við að borða?“ Tilraunaeldamennska er vin- sæl þar sem allir sem eru í stuði fá að spreyta sig. Elsti les matreiðslubækur og merkir við hvað hann vill að verði prófað og á það til að breyta uppskrift- unum í leiðinni á meðan sá yngsti er ástríðukokkur og á það til að koma með snjallar hugmyndir að nýsköpun við eldhúsborðið. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst svakalega gaman að gera hluti sam- an og þá eru litlar útilegur með náttúruskoðun, hjólatúrar og sund oftast á dagskrá; svo búum við stundum til fjölskylduþrautakeppni eða spilum spil. Borðið þið morgunmat saman? Þrátt fyrir að allir þurfi ekki að fara út úr húsi á sama tíma á morgnana er stuðið klárlega við morgunverðarborðið ekki síður en í kvöldmatnum þannig að þeir sem mega sofa aðeins lengur eiga það til að rífa sig á fætur til að missa ekki af neinu. Fyrir utan að skella potti með hafragraut á borðið sér hins vegar hver um sig og allir mjög sjálfstæðir. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við eigum sameiginlega lestrarstund fyrir háttinn alla daga og erum núna að lesa Línu Langsokk, en það er búið að vera Astrid Lindgren-þema hjá okkur undanfarið og við höfum áður lesið Emil og Ronju. Þetta eru mínúturnar sem enginn tímir að missa af og góð leið til að ýta á alla að klára heimalærdóminn og koma sér í náttfötin. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Tilraunaeldamennska og sameiginleg lestrarstund Ræ ég út á sérhljóðasæ á sjálfri málfræðinni, breiðir hafa brodd nema æ, bara að ég þá finni. Ge, gi, gí, gæ, góða reglan engan villi. Ke, ki, kí, kæ, kemst hér ekkert j á milli. Efna, tefla, hafna, höfn, hefna, skefla, kafna, nefna, kefla, safna, söfn, sofna, efla dafna. Gaman er að brjóta boð, sem berast mér í hendur. Ég ætla samt að setja j í sækjendur og fjendur. Upphafsstaf í Ísland haf eins og kennir skólinn, en laugardag með litlum staf og líka blessuð jólin. „Blessaður“, sagði Bangsimon og bauð mér kaffi. „Það er aldrei ypsilon á eftir vaffi.“ (Úr Menntmálum 1953; Örn Snorrason kennari.) Stafsetningarbögur Svandís Sturludóttir, náms- ogstarfsráðgjafi hjá Erindi,samtökum um samskipti og skólamál, segir að mikilvægt sé að ræða samskipti og vinamálin við upphaf skólaárs. Hvað geta for- eldrar gert til að efla bekkjarandann í skólanum? Hún hefur svör við því. ● Hitt aðra foreldra. Ekki bíða eftir að kjörinn bekkjarfulltrúi hafi sam- band. Sýnið frumkvæði og hittist á „spjallfundi“ og ræðið um bekkinn og hvernig þið viljið hafa samstarfið. Þá er einnig kjörið að stofna hóp á netinu þar sem auðvelt er að ná til allra, t.d. á Facebook. Það er mik- ilvægt að hittast án barnanna og ræða andann í hópnum, hverjir eru að hittast, hvaða fréttir þau eru að koma með heim, hvað þau eru að segja um hvort annað, kennarann, frímínúturnar og svo framvegis. ● Rætt hvernig þið viljið hafa af- mælisboð. Komið ykkur saman um að enginn verði skilinn útundan. ● Mætt á fundi og fræðslu sem skólinn býður upp á. Það er afar mikilvægt að mæta og fjárfesta þannig í góðum tengslum við starfs- fólk skólans. Það sýnir barninu líka að við berum virðingu fyrir því sem er að gerast í skólanum og þá eru meiri líkur á að barnið öðlist þá virðingu sjálft. ● Hist reglulega með bekknum og gert eitthvað skemmtilegt saman. Gott er að hafa bak við eyrað þegar verið er að ákveða hvað skal gera að það efli liðsandann og samveru allra í bekknum. ● Rætt samskipti við börnin sín. Tökum afstöðu með „góðum sam- skiptum“, ekki með einhverjum ákveðnum aðilum ef vandi kemur upp. Börnin okkar eru að læra og flest gera þau mistök. Við erum fyr- irmyndir þeirra og verðum að hafa í huga að samnemendur barna okkar hafa mikil áhrif á þau og eftir því sem hópurinn er samhentari og líð- ur betur, þeim mun betur líður okkar barni. Svandís leggur áherslu á að for- eldrar standi saman, vinni að góðum bekkjaranda og passi upp á allan hópinn. Ýmsa fræðslu og nánari upplýs- ingar um samtökin er að finna á Erindi.is. HVAÐ GETA FORELDRAR GERT TIL AÐ EFLA BEKKJARANDANN Í SKÓLANUM? Gátlisti foreldra að hausti Tökum afstöðu með „góðum samskiptum“, ekki með einhverjum ákveðnum aðilum ef vandi kemur upp. Morgunblaðið/Eggert AÐ HAUSTI ÞARF AÐ UNDIRBÚA SKÓLAÁRIÐ Á FLEIRI VEGU EN AÐ KAUPA RITFÖNG. MIKILVÆGT ER AÐ RÆÐA SAMSKIPTI OG VINAMÁL VIÐ BARNIÐ OG AÐ FORELDRAR STANDI SAMAN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA Nánari upplýsingar á skrifstofu Vegnamikillar eftirspurnar Vantar öfluga beitingarvélabáta og/eða balabáta í sölu Eigum til aflahlutdeild ásamt aflamarki í krókakerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.