Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 H ersteinn Pálsson er býflugnabóndi í borginni, en blaða- maður heimsótti hann á sólríkum síðsumarsdegi í úthverfi Reykjavík- ur þar sem hann heldur býflugna- bú. En hvernig byrjar 37 ára verk- fræðingur í býflugnabúskap? „Þetta byrjaði á því að pabbi og mamma tilkynntu okkur að þau væru að íhuga að fara í býflugna- rækt,“ segir Hersteinn, en honum fannst það strax áhugavert. „Á endanum pöntuðu þau tvö bú og voru með þau uppi í Borgarfirði.“ Faðir hans, Páll Hersteinsson prófessor, lést síðan í október 2011 og úr varð að Hersteinn tók við búunum. Veturinn gekk vel „þrátt fyrir skítakulda“, segir Hersteinn. Það hjálpar að flugurnar eru ættaðar frá Finnlandi, nánar tiltekið Álandseyjum, og þola kuldann, en einhverjar nætur fór frostið niður í -19 °C. „Hér skiptir svo miklu máli að flugurnar vetrist vel, að þær séu sparneytnar og fari sterkar inn í veturinn,“ segir hann. „Ég lagðist yfir bækurnar og las mér til um þetta og náði að láta þær lifa af veturinn. Um vorið sáum við fram á að við gætum ekki haldið búunum uppi í Borgarfirði því það væri svo mikil binding. Við fluttum búin í bæinn og fórum með þau inn í Fossvog,“ segir hann, en þó Hersteinn sé sá eini í fjölskyld- unni sem er titlaður býflugnabóndi taka kona hans, Elínborg Auður Hákonardóttir, og börnin tvö, Elf- ur, fimm ára, og Páll, þriggja ára, líka virkan þátt í búskapnum. Verður að vera í sátt við nágrannana Þau létu nágrannana vita af bý- flugnabúunum í garðinum og voru flestir áhugasamir og settu sig ekki upp á móti þessu. Hann segir mikilvægt að borgarbúskapur sem þessi sé í sátt og samlyndi við ná- grannana. „Það er betra að spyrja fyrir fram og svo er alltaf hægt að múta með hunangi eftirá,“ segir Elín- borg. „Svo gerðist það að sterkasta búið mitt svermdi,“ segir hann, en svermur samanstendur af um 20.000 býflugum. „Svermur er þegar það gengur svo vel hjá búinu að býflugurnar sjá fram á að geta skipt því. Þetta er hin náttúrulega fjölgun hjá býflugum. Þá rækta þær upp nýja drottningu og þegar hún er komin á stjá en ennþá ófrjó fer gamla drottningin af stað með um helminginn af vinnuflugunum með sér. Það er rosalegt sjónarspil þegar það ger- ist,“ segir Hersteinn, sem skilur að slík sjón sé óhugnanleg fyrir leikmenn að sjá. „Nágranni okkar sem vissi af bý- flugunum lét okkur vita. Ég fór af stað og fann sverminn,“ segir hann. Flugurnar eru ekki hættu- legar í þessu ástandi ef þær eru látnar í friði, segir hann. Hersteinn náði að safna flugunum saman og fékk þá nýtt bú. Óþarfi er að kalla til meindýraeyði í slíkum að- stæðum. „Hvaða býflugnabóndi sem er myndi verða hamingjusamur með að kippa upp einum svermi og græða bú,“ segir Elínborg. Þau út- skýra að venjan í útlöndum sé að meindýraeyðar viti hverjir séu bý- flugnabændur og geti því kallað bónda á staðinn ef leitað sé til þeirra. „Drottningin sem frjóvgaðist síð- an úr þessu búi var ein af mínum bestu drottningum. Þá var ég kom- inn í þrjú bú,“ segir hann. Ákváðu að flytja Þetta gerðist aftur árið 2014 og þá ákvað Hersteinn að finna nýjan stað, þannig að í vor fluttu þau sig í útjaðar Grafarvogs, þar sem stutt er fyrir býflugurnar í villi- blómahaf. Hann segir óþarft að óttast ná- býli við býflugurnar. „Þær fljúga beint upp í fimm til sex metra hæð og fara svo á veiðilendur sínar. Þær hafa ekki áhuga á að fara inn í einstaka garða. Það eru fleiri humlur í garðinum þínum en bý- flugur þó að þú búir við hliðina á búinu.“ „Nágrannarnir verða ekkert var- ir við búið að öðru leyti en því að blómin hjá þeim blómgast ef til vill betur og meira en árið á undan og þeir fá aðeins meira af rifsberjum á runnana sína,“ segir Elínborg. Seinni svermurinn kom honum á óvart, þar sem sumarið 2013 var ekki gott veðurfar fyrir býflug- urnar. „Hlutverk mitt sem býflugna- bónda er að sjá til þess að býflug- urnar hafi nóg að vinna úr. Meðal þess er að gefa þeim nógu mikið pláss svo að drottningin geti verpt og taka burt hunang þegar ramm- inn byrjar að fyllast. Ef það þrengir að drottningunni og varpi hennar er það fyrirboð um sverm.“ Hann ákvað að minnsta kosti að stressa ekki nágrannana frekar, heldur finna nýjan stað sem ekki væri í eins miklu þéttbýli. „Það er líka svo mikið eitrað í görðum á Ís- landi. Þegar ég fékk tækifæri til að koma þeim á stað þar sem þær eru ekki í færi við garðaúðun gerði ég það,“ segir Hersteinn, sem flutti í vor. Honum þykir þessi dauðhreins- unarþörf Íslendinga í görðum óþörf og eingöngu til að raska jafnvægi milli laufætanna og rándýranna sem á þeim lifa. Missti bú í vetur Búin hans eru fyrsta árs bú, þar sem hann missti nánast öll fimm búin sem hann var kominn með síðasta vetur. Fyrsta árs bú eru keypt í lok júní með um það bil 15 þúsund flugum sem verða að allt að 40 þúsund flugum fyrir vet- urinn. „Uppskeran úr tveimur búum var ekki nema þrjú til fjögur kíló af hunangi, þar sem þetta eru fyrsta árs bú,“ segir Hersteinn, sem byrjaði að ganga frá búunum í vikunni sem leið. Gefa þarf býflug- unum sykurlög og fóðurramma fyr- ir veturinn. Á næsta ári má hann búast við frekari fjölgun og meira hunangi. „Annars árs bú koma undan vetri með hátt í 20 þúsund flugur og ná 50-60 þúsund flugum eftir sumarið ef drottningin verpir vel. Með meira en það fer að verða sverm- hætta og mætti þá skipta búunum og fjölga þeim,“ útskýrir hann. Hann er sjálfur með þrjú bú en bróðir hans og móðir eru með fjórða búið. Býflugur hafa mikil áhrif á líf- ríkið í kringum sig, allir ávextir eru háðir frjóvgun. „Hérna á Íslandi kæmumst við af með humlurnar en það er nógu mikið af öllu hérna til að það sé engin samkeppni á milli þeirra.“ Hann segir Íslendinga vera al- mennt með mikla pöddufóbíu. „Íslendingar eru almennt skræf- ur þegar kemur að flugum og setja allt undir stimpilinn randafluga. Þetta er svo sterkt í okkur að það mætti halda að við hefðum flúið Noreg undan randaflugum,“ segir hann og hlær. Hann segir að fræða megi fólk um býflugur en ekki troða þeim að fólki. „Aðalatriðið er að muna að bý- flugurnar hafa voða lítinn áhuga á þér,“ segir hann, en betra er að hreyfa sig hægt þegar unnið er með býflugurnar. Býflugnabóndi í borginni HERSTEINN PÁLSSON HEFUR ALLTAF VERIÐ „PÖDDUSJÚKUR“ OG ÞAÐ BRÝST ÚT Í ÁHUGAMÁLI HANS, SEM ER BÝFLUGNARÆKT. ÖLL FJÖLSKYLDAN NÝTUR ÞESS AÐ SINNA BÝFLUGUNUM OG EIGA GÓÐA STUND SAMAN Í ÚTJAÐRI BORGARINNAR. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Hér sést hunangið vel, en flugurnar eru iðnar. Hersteinn notar hanska þegar hann tekur upp ramma úr búinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.