Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 Fjölskyldan Laugardaginn 12. september verður hjólaferðalag á vegum Ferðafélags barnanna ogHáskóla Íslands. Brottför er klukkan 11 á reiðhjólum frá Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Kenndir verða leikir, teygjur og æfingar og verður fræðsla um íþróttanammi. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekki þarf að panta heldur bara að mæta. Hjólafimi í borginni Ó hætt er að kalla Rosalind Wisem- an sérfræðing í málefnum barna og unglinga. Hún skrifaði bókina Queen Bees and Wannabes: Helping Your Daughter Survive Cliques, Gossip, Boyfriends, and the New Realities of Girl World, en bókin varð grunnur að hinni vinsælu kvikmynd Mean Girls. Hún kafar síð- an í heim stráka í nýjustu bók sinni, Master- minds & Wingmen: Helping Our Boys Cope with Schoolyard Power, Locker-Room Tests, Girlfriends, and the New Rules of Boy World. Bókin varpar nýju ljósi á samskipti stráka í hópum, en þar eru reglur rétt eins og í stel- puklíkunum. Hún er á leið til Íslands og heldur tölu á ráðstefnu í Salnum í Kópavogi, sem fer fram föstudaginn 18. september klukkan 14.30- 16.30. Ráðstefnan er á vegum Erindis, sam- taka fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða. Samtökin taka þátt í átak- inu Á allra vörum í ár, en verið er að safna fyrir samskiptasetri fyrir börn og unglinga sem glíma við einelti. Mikið hefur verið rætt um samskipti stúlkna og tilfinningar þeirra á meðan strák- arnir hafa frekar setið á hakanum. „Það er ótrúlegt í hve miklum mæli við leyfum strákum ekki að eiga vandmál. Svo verðum við hissa þegar þeir tala ekki við okkur eða svara: Þetta er allt í lagi, það er ekkert að. Við erum búin að segja þeim svo lengi að þeir eigi ekki við nein vandamál að stríða. Þeir byrgja allt inni og svo springa þeir eða snúast gegn sjálfum sér. Hérna í Bandaríkjunum hafa strákar verið að glíma við vandamál eins og þunglyndi og ofbeldi í meiri mæli en stelp- ur,“ segir Wiseman, sem fyrir bókina tók við- töl við 160 stráka. „Strákarnir voru á aldrinum 10-21 árs. Það var erfitt fyrir suma að tala við mig í fyrstu því að fullorðnir ræða jafnan ekki við þá um þessa hluti. Þegar við tölum við stráka erum við yfirleitt að vanda um fyrir þeim; segja þeim hvað sé að eða hvað þeir hafi gert rangt. Eða við tölum við þá eins og þeir séu vitlausir eða brjálaðir eða að þeir séu hormónabúnt en ekki eins og þeir séu fólk,“ segir Wiseman. Strákarnir komu úr ýmsum áttum og voru ólíkir. „Ég sagði við þá: „Ég hef ekki öll svör- in, þið verðið að hjálpa mér.“ Þegar þeir fóru að trúa því gat ég varla fengið þá til að hætta að tala. Þetta voru alls konar strákar, ekki bara þeir sem höfðu orðið fyrir stríðni eða einelti heldur líka íþróttamennirnir. Strákar eru oft mjög góðir í að fela tilfinningar sínar og það sem þeir ganga í gegnum og segja að þetta skipti ekki máli en þetta skiptir máli því að atvik sem þeir lenda í geta haft áhrif á sambönd þeirra í framtíðinni,“ segir hún, en margt í þessum samtölum kom henni á óvart. Láta eins og þeim sé sama „Eitt af því sem mér fannst hvað merkilegast er að strákum, að minnsta kosti í Bandaríkj- unum, finnst þeir ekki geta viðurkennt hverju þeir hafi ástríðu fyrir. Þeir geta ekki sagt: Ég vil breyta heiminum. Þeir láta eins og þeim sé sama um allt. Það finnst mér ósanngjarnt ekki bara gagnvart drengjunum heldur okkur öllum því að þeir hafa upp á svo margt að bjóða.“ Hún segir mikilvægt fyrir foreldra að hafa í huga hversu mikið hafi breyst síðan þeir voru börn og unglingar. „Sumt er alltaf eins; strákar og stelpur eiga eftir að lenda í ást- arsorg, verða afbrýðisöm, langa til að eiga heima í hópi og verða fyrir höfnun. Annað hefur breyst mikið, eins og að börnin okkar hafa allt annan skilning á einkalífi en við. Ég held að fullorðnir skilji ekki hvernig það er, nema að hafa lent í því, að það sé ekki lengur hægt að gera mistök án þess að þau verði mögulega að skemmtiatriði fyrir annað fólk. Niðurlæging þeirra verður skemmtun fyrir aðra og það er hægt að útvarpa henni um allt,“ segir hún og vísar til símanna sem eru alls staðar með upptökugræjum sínum og samfélagsmiðlum. „Fullorðnum hættir til að gera lítið úr slík- um atvikum og svara með orðum eins og: Það verða allir búnir að gleyma þessu á morgun, eða: Þetta skiptir engu máli, ekki sýna þeim að þetta hafi áhrif á þig,“ segir hún. Viðurkenndu að hlutirnir hafa breyst Hvernig á þá samtalið heldur að fara fram? „Segðu frekar: Ég var einu sinni unglingur en ég veit ekki nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Ég er ekki þú, þú ert uppi á öðrum tíma og lifir öðru lífi og ég ber virð- ingu fyrir því. Ég átta mig á því að hlutirnir eru flóknari og öðruvísi en þegar ég var að alast upp. Ég vil ræða við þig um það og langar til að hlusta á þig segja frá því hvern- ig það er. Þetta vilja börn heyra. Ekki, ég hef upplifað þetta allt og veit nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum,“ segir hún og bætir við að öll ráð hennar í bókinni séu byggð á svörum táninga um hvað þeim finnist virka. Hún segir að það sé mikilvægt að spyrja börn ekki of margra spurninga í dagslok, slíkt geti verið yfirþyrmandi. „Vilja foreldrar lenda í yfirheyrslu um leið og þeir koma heim eftir langan dag í vinnunni? Nei, þeir vilja frið, rétt eins og börnin. Þú myndir ekki vilja svara öllum þessum spurningum: Hvernig var dagurinn þinn? Svaraðirðu öllum tölvupóstunum þín- um? Gerðirðu öll verkefnin sem þú áttir að gera? Hvernig gekk með þessa manneskju í vinnunni sem þú þolir ekki?“ Yfirheyrsla er ekki málið heldur eru til betri leiðir til þess að fá svör sem eru lengri en eitt atkvæði. „Taktu á móti börnunum eft- ir skóladaginn með ástúð. Eigið rólega stund saman. Það getur opnað fyrir samtal. Þú þarft að sýna þolinmæði. Foreldrar hugsa oft um unglinga sem óþolinmóða en foreldrar geta líka verið mjög óþolinmóðir. Þú þarft að gefa þeim tíma, ekki búast við að orðræðan breytist strax. Þú þarft að útskýra fyrir barninu að það geti ýmislegt gerst í skóla og það geti hjálpað að tala um það. Ef þú byggir þennan grunn þá er auðveldara fyrir barnið að tala.“ Munur á einelti og átökum Hún segir mikilvægt að hjálpa barninu að gera greinarmun á einelti og átökum. „Árekstrar verða og stundum er fólk mjög leiðinlegt. Eitt af því sem ég ætla að ræða á ráðstefnunni á Íslandi er munurinn á átökum og einelti. Börn þurfa að læra muninn. Þau þurfa líka að vita að það sem þarf að taka al- varlega verði tekið alvarlega og að þau geti beðið um aðstoð. Ég ætla að ræða um stráka og stelpur og hvernig foreldrar geta fengið börnin sín til að tala meira við sig, sérstak- lega eftir því sem þau eldast. Ég ætla einnig að tala um tæknina og hvernig hún hefur áhrif á einelti og átök.“ Það sem einkennir skrif Wiseman er að hún notar húmorinn mikið og það er gaman að lesa texta eftir hana. „Það er svo mikil- vægt að hlæja saman og að geta hlegið að okkur sjálfum. Fólk má líka spyrja mig spurninga um hvað sem er, ég vinn með ung- lingum svo að ég hef heyrt þetta allt.“ SÉRFRÆÐINGUR Í SAMSKIPTUM BARNA OG UNGLINGA Á LEIÐ TIL LANDSINS Slepptu yfirheyrslunni Líf unglinga er allt öðruvísi en það var þegar foreldrar þeirra voru ungir, m.a. út af tækninni. Getty Images/iStockphoto BÓK ROSALIND WISEMAN VAR INNBLÁSTUR FYRIR TINU FEY OG KVIKMYNDINA MEAN GIRLS EN NÚ HEFUR HÚN SNÚIÐ SÉR AÐ STRÁK- UNUM Í NÝRRI BÓK. HÚN KEMUR HINGAÐ TIL LANDS Á VEGUM ER- INDIS, SAMTAKA SEM SAFNA FYRIR SAMSKIPTASETRI FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SEM GLÍMA VIÐ EINELTI Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Rosalind Wiseman. * Þegar við tölum við stráka erum við yfirleitt að vanda um fyrir þeim; segja þeim hvað sé að eða hvað þeir hafi gert rangt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.