Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 39
ur þeirri atkvæðagreiðslu. Cameron lofaði einnig að sækjast ekki eftir endurkjöri sem leiðtogi flokksins við lok kjörtímabilsins sem hófst í maí 2015. Nú er því haldið fram að Cameron hafi gefið bæði þessi loforð í þeirri trú að útilokað væri að hann næði hreinum meirihluta í kosningunum. En það gerði hann og situr uppi með loforðin. Eftir kosningaafhroð og afsögn Milibands sem leið- toga breytti Verkamannaflokkurinn um stefnu og styður nú þjóðaratkvæðið um ESB, þótt hann muni áfram berjast gegn úrsögn úr því. Síðustu mánuðina hafa allar kannanir sýnt að kjós- endur eru líklegir til að ákveða að Bretar verði áfram í ESB, enda næði Cameron samningum sem túlka mætti sem sigur. Er þá átt við samning sem tryggi að Bretar haldi betur í fullveldi sitt en áður. Innst inni vita allir að væntanlegir samningar við ESB verða hrein sýndarmennska. Sett verður á svið fundaröð og fréttir munu berast þaðan um að hinir leiðtogararnir hafi á leynifundum, sem lekið verður frá, sagt kröfur Breta svo ósvífnar að útilokað væri að samþykkja þær. Að loknum síðasta næturfundinum myndi Cameron þó vinna óvæntan stórsigur og koma heim með upp- blásna frasa. Félagar hans við samningaborðið í Brussel myndu dæsa og stynja opinberlega yfir upp- gjöf sinni fram yfir þjóðaratkvæðið og hafa lofað að hlæja ekki upphátt fyrst á eftir. Spennan meiri en ætlað var? Öll er þessi atburðarás fyrirsjáanleg. En nú hefur ný skoðanakönnun sýnt að meirihluti sé kominn fyrir því að Bretar yfirgefi ESB. Það er ekki vegna þess að menn hafi séð í gegnum væntanlega sigursamninga Camerons. Ástæðan er hin yfirþyrmandi heima- tilbúnu flóttamannavandamál sem skella nú á löndum ESB. Cameron lofaði að þjóðaratkvæðið færi fram ekki seinna en árið 2017. Hann og hans lið höfðu nýverið ákveðið að reyna að drífa kosninguna af sem fyrst og halda hana helst strax á næsta ári. Nú er líklegt talið að snúið verði frá þeirri hern- aðaráætlun og stefnt á kjördag eins seint á árinu 2017 eins og komist verði upp með. Breska ríkisstjórnin hefur síðustu vikur beðið tvo ósigra vegna fyrirhugaðra kosninga. Þeir eru vissu- lega ekki mjög mikilvægir. Hún hafði ætlað sér að veita ríkisfé til áróðurs fyrir áframhaldandi veru í ESB. Hún hafði jafnframt ráðgert að haga spurning- unni eins og gert var í skoska þjóðaratkvæðinu. Spurningunni myndu fylgja tveir atkvæðaferningar. Í þann fyrri fyrir kross við Já og hinn síðari fyrir kross við Nei. Já merkti að kjósandinn vildi Bretland áfram í ESB, en Nei að hann vildi að Bretar færu úr ESB. Félagsvísindamenn þykjast hafa sýnt fram á að kjósendum þyki þægilegra að segja já en nei í kosn- ingum. Munað geti einhverjum prósentustigum. Nú hefur óháð úrskurðarnefnd um kosningarnar hafnað báðum fyrrnefndum hugmyndum ríkisstjórnar Camerons. Miðað við skoðanakannanir, aðrar en þá nýjustu sem nefnd var, hefðu þessi atriði varla haft úrslita- áhrif. En það gæti munað um þau ef afstaða kjósenda er að breytast. Vart þarf að taka fram að ein skoðanakönnun segir ekki endilega mikla sögu um það sem er að gerast. Þriðja krafa andstæðinga veru Breta í ESB er eftirtektarverð. Hún er sú að tryggt verði með sér- stakri bindandi ákvörðun að Ríkisútvarpið BBC gæti hlutleysis í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það er vissulega sérkennilegt, þar sem rekstur þessarar ríkisstofnunar er réttlættur með því að hún gæti hlutleysis betur en aðrir. En fyrrnefndri kröfu er tekið sem málefnalegri kröfu í Bretlandi og hún rædd sem slík. Ástæðan er sú að BBC hefur verið hallt undir ESB og boðskap þess. Þess vegna þykir öðrum aðilanum nauðsynlegt og hinum eðlilegt að slík krafa komi fram og sé afgreidd. Og það þótt BBC megi teljast, hvað þetta atriði varðar, eins og hvítskúraður engill, og raunar enn hreinni en hann væri miðað við stofnun sem okkur Íslendingum er svo kunn. Sú gengst raunar beinlínis upp í hlutdrægni sinni, sem fer versnandi. Morgunblaðið/Styrmir Kári 13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.