Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 * Stjórnmál eru næstum jafn spennandi og stríð og alvegjafn hættuleg. Í stríði er aðeins hægt að drepa þig einusinni, en oft í pólitík. Winston Churchill Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is Allt bendir til þess að öfga- flokkurinn Gullin dögun verði þriðji stærsti flokkur Grikk- lands eftir kosningarnar um helgina. Þegar flokkurinn hélt útifund í Aþenu fjórum dög- um fyrir kosningarnar mátti heyra hróp á borð við „Burt með útlendinga!“ og „Grikk- land fyrir Grikki“. Flokkurinn hefur notað tákn þýskra nasista og merki hans minnir á hakakrossinn. Leiðtogi flokksins, Nikos Mi- kaloliakos, hafnar hins veg- ar nas- istastimpl- inum. GULLIN DÖGUN Ógerningur er að segja tilum úrslit þingkosning-anna, sem haldnar verða í Grikklandi í dag, sunnudag. Sam- kvæmt skoðanakönnunum, sem birt- ar voru í lok vikunnar munar litlu á Syriza, flokki Alexis Tsipras, fyrr- verandi forsætisráðherra, og Nýju lýðræði, flokki Vangelis Meimarakis, hans helsta keppinauti. Samkvæmt könnununum fengju flokkarnir tveir á milli 25% og 30% atkvæða. Tvær kannanir sýndu að Syriza hefði annars vegar 0,3 pró- sentustiga forustu og hins vegar3,6 prósentustiga forustu, tvær að Nýtt lýðræði væri annars vegar 0,3 pró- sentustigum og hins vegar 1,4 pró- sentustigum ofar. Samkvæmt einni könnun voru hreyfingarnar hníf- jafnar með 28% fylgi. Miklu skiptir að fá flest atkvæði í kosningunum því að flokkurinn með mesta fylgið fær 50 aukaþingsæti í bónus. Fljótandi fylgi Stjórnmálafræðingurinn Manos Papazoglou sagði í viðtali við frétta- stofuna AFP að skoðanakann- anirnar sýndu fljótandi fylgi kjós- enda í landi þar sem hið höfð hefðu verið endaskipti á hinu pólitíska landslagi frá 2010 þegar efnahags- kreppan skall á í landinu. Ekki eru nema sjö mánuðir síðan Grikkir gengu síðast að kjörborðinu. Þá vann Syriza stórsigur og hlaut 36,3% atkvæða. Papazoglou er þeirrar skoðunar að þeir, sem þá kusu Tsipras og flokk hans, muni margir ákveða sig á síðustu stundu. Ákvörðun Tsipras um að snúa við blaðinu og skrifa undir samkomulag í júlí við lán- ardrottna Grikkja með ákvæðum um afgerandi aðhaldsaðgerðir gegn 86 milljarða evru láni olli mörgum stuðningsmönnum hans vonbrigðum. Tsipras hét því í kosningabaráttunni í janúar að hafna aðhaldsaðgerðum og 5. júlí var aðhaldi hafnað í þjóð- aratkvæði með 61,3% atkvæða. Haldið er fram að sá samningur, sem Tsipras undirritaði nokkrum dögum síðar verði jafnvel enn meira íþyngjandi fyrir Grikki. Nú blasa við skattahækkanir og niðurskurður hver sem sigrar. Samkvæmt könnunum mun enginn annar flokkur ná 10% fylgi. Allt bendir til þess að öfgahreyf- ingin Gullin dögun verði þriðji stærsti flokkur landsins með á milli 5,6 og 7,2% atkvæða. Sósíalista- flokknum Pasok, sem eitt sinn hafði tögl og hagldir í grískum stjórn- málum, er aðeins spáð um 5% fylgi. Vangelis Meiramakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, vill mynda stjórn með sem flestum flokkum. Hann tók við flokknum þegar Antonis Samaris sagði af sér eftir að hvatning hans til kjósenda um að axla aðhaldið og nið- urskurðinn fyrir björgunarpakkann féll á dauf eyru í þjóðaratkvæðinu. Hægri mönnum vex fylgi Meiramakis er 61 árs gamall lög- maður, sem varð leiðtogi flokksins nánast fyrir hendingu. Hann var settur yfir flokkinn og síðan átti að kjósa nýjan leiðtoga á flokksþingi. Þegar boðað var til kosninganna 20. september varð hins vegar ljóst að ekki ynnist tími til þess og var ákveðið að hann leiddi flokkinn. Fylgisaukning flokks hans á að hluta til rætur í upplausninni í Sy- riza eftir að Tsipras ákvað að skrifa undir samkomulagið við lánardrott- nana sem leiddi til afsagnar hans. Hægri menn hafa hins vegar hrósað honum fyrir að vera afl sameiningar. Meiramakis vill að pólitísk breið- fylking myndi stjórn eftir kosning- arnar. Hann hefur nokkrum sinnum rétt fram sáttahönd og lagt til að Nýtt lýðræði myndaði sam- steypustjórn með Syriza. Tsipras hafnaði þeim boðum. Nú nefnir Meiramakis ekki Tsip- ras, en bætir við: „Þeir sem ekki hafa áhuga geta farið sína leið.“ Meiramakis er harður af sér og á til að taka af sér hanskana í skoð- anaskiptum. Hann kallar Tsipras „litla lygarann“ sem „eyðilagði“ Grikkland með því að sóa mörgum mánuðum í þrætur við lánardrottna, setja gjaldeyrishöft og koma því nánast til leiðar að Grikkir færu út úr evrunni. Tsipras, sem er 41 árs og fyrsti róttæki vinstri maðurinn, sem hefur komist til valda í Evrópusamband- inu, hefur hins vegar engar efa- semdir um að Syriza muni verða sigurvegari kosninganna. „Ég er fullviss um að við getum náð mark- miði okkar um hreinan meirihluta,“ sagði hann viku fyrir kosningar. „Syriza verður örugglega stærsti flokkur landsins.“ Mjótt á munum í Grikklandi UNDIR FORUSTU NÝS LEIÐTOGA HEFUR HÆGRI FLOKK- URINN NÝTT LÝÐRÆÐI SÓTT Á VINSTRI FLOKKINN SYRIZA OG VAR ÓGERNINGUR AÐ SEGJA TIL UM HVOR FLOKK- URINN FÆRI MEÐ SIGUR AF HÓLMI Í ÞINGKOSNINGUNUM Í GRIKKLANDI UM HELGINA. Aþenubúi gengur fram hjá auglýsingaspjöldum með myndum af grísku stjórnmálaleiðtogunum Vangelis Meimarakis og Alexis Tsipras. Litlu munar á flokkunum samkvæmt könnunum. Grikkir ganga í dag, sunnudag, að kjörborðinu. AFP Nikos Mi- kaloliakos. HEIMURINN SÍLE COQUIM þegar öflug tæplega fim neyðarásta þar sem tjó KA N Þjóðve andamærumupp eftirlit á l draga úr straumisínum til að aflóttamann aðeins viku r höfðu virst ætlaeftir að þei au. Króatar lokuðu átta stöað opna þ damærum að hefta för flóttamanna, seerbíu tilS eita nýrra leiða eftir að uðu sínum landamæUngverjar lok sóttu um hæli dsins fráaní ríkjum Evrópusamb þessu ári en í ar óttiyf rra. Þriðjungur þeir ÁSTRA m Tu bMalc her ftir að afa steyp álsri F ly a fl krj fingur silfurtun vann sigur árum ÓBÚ GOUGADOUOUA íkinuValdarán var framið í Afr k áforsetavarðarins r ðust inðna Fasó. LiBúr Michel Kafando forsetaostjórnarfundríkis m. Degi síðar var hermt að fordurnina hönríkiss us.Valdaráninu stýrðii verið látinn lahefð Dien tta er í sjöunda skipti sem frame gerð fleiri í álfunni. Fjórtáner valdarán í landinu o valdaránst an, en aðeins fjórar heilraunir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.