Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 45
Á þessu stigi málsins hafði Franch Mic- helsen borið kennsl á allmarga muni sem hann saknaði eftir ránið en þeir voru í vörslu lögreglu. Taldi hann þá muni vera um 9 þúsund króna virði og taldi fyrir vikið að enn vantaði muni að virði 15 til 16 þús- und krónur, miðað við útsöluverð. Eftir þetta skiluðu Aron og Gylfi hvor sínu úrinu til viðbótar. Í skýrslu lögreglu kveðst Gylfi hafa látið föður sinn hafa eitt úr til. „Ég reyndi að tala um það við hann í dag, en hann var í því ástandi að ég gat ekkert við hann rætt.“ Kolbeinn skilaði fjórum úrum til viðbótar. Ekkert benti til glæpamennsku Rannsóknarlögreglunni og bresku öryggis- lögreglunni var kunnugt um að sjóliðinn G.A. Bentley þekkti íslenska stúlku, við skulum kalla hana Margréti. Staðfesti hún það við skýrslutöku. Hafði kynnst George Bentley á skemmtisamkomu hjá breska sjó- liðinu í apríl 1945 og hittust þau reglulega eftir það. Margréti féll ágætlega við Bent- ley og fann ekkert í fari hans sem benti til glæpamennsku beinlínis. Þó var ýmislegt skrýtið við hann, til dæmis stal hann einu sinni strætisvagni til að aka Margréti úr herbúðunum og heim til hans. Þá hafði hann oft meiri peninga umleikis en Mar- gréti þótti eðlilegt fyrir mann í hans stöðu. Fljótlega eftir að þau kynntust gaf Bentley Margréti armbandsúr. Að því kom að Bentley ákvað að strjúka úr herbúðunum og faldi sig eftir það heima hjá Margréti. Sagði hún hann hafa tekið föggur sínar, meðal annars tvo poka sem þau földu í sameiningu undir skýli við sundlaugarnar. Hugmyndin var að sækja pokana síðar. Margrét sagðist aldrei hafa litið í pokana og hélt að þar væri einungis fatnað Bentleys að finna. Seinna sama kvöld var Bentley handtek- inn á heimili Margrétar og hafði hún ekki séð hann eftir það. Hún fékk að vísu bréf frá honum, þar sem hann bað hana að hafa uppi á pokunum og koma þeim til sín. Í bréfinu kom fram að Bentley væri í haldi í herbúðunum. Lánaði hermanni úrið Margrét játaði að hafa tekið hring og arm- bandsúr úr tösku sem Bentley skildi eftir hjá henni. Lögregla lagði síðar hald á töskuna. Hringinn var hún með á sér við skýrslutökuna og skilaði honum. Úrið kvaðst hún hafa lánað bandarískum her- manni og nafngreindi hann. Margrét sótti úrið síðar til hermannsins og skilaði því til lögreglu. Margrét benti á aðra stúlku sem Bentley umgekkst á undan henni. Hún er hér köll- uð Hólmfríður. Þau Bentley höfðu kynnst um jólin 1944. Fátt kom fram við skýrslu- töku yfir henni, nema að Bentley hafði reynt að gefa henni úr sem Hólmfríður vildi ekki þiggja vegna þess að þau voru ósátt. Síðar sá Hólmfríður Margréti með þetta sama úr. Bentley hafði gefið Margréti úrið og skil- aði hún því, að beiðni lögreglu. Þetta úr, eins og öll hin fyrri, mátti rekja til versl- unar Franchs Michelsens. Þar með lofaði Margrét að vera búin að afhenda allt sem Bentley hafði gefið henni, nema eina ljós- mynd sem hún vildi halda. Þar með lauk afskiptum lögreglunnar í Reykjavík af málinu enda kom í ljós að George Bentley var snúinn aftur til Bret- lands. Þar var hann handtekinn skömmu síðar og málið tekið fyrir í herrétti í Ro- syth 2. október 1945 og dæmt. Bentley var dæmdur í eins árs þrælkunarvinnu, rekinn úr hernum og sviptur öllum rétti til heið- ursmerkja. Franch Michelsen var við- staddur réttarhaldið að frumkvæði breskra yfirvalda. Flaug utan með sprengjuflugvél. Meira og minna skemmdir Í skaðabótakröfu sem Franch Michelsen sendi leigumála- og skaðabótaskrifstofu breska flughersins á Íslandi 9. desember 1945 segir meðal annars: „Nokkrir af mun- um þeim, sem stolið var, hafa fundist og hefi ég veitt þeim móttöku. Flestir af þess- um hlutum eru nú meira og minna skemmdir og mér því minna virði en þá er þeim var stolið. Þá hafa og úr lækkað all- mikið í verði og get ég því ekki selt þau fyrir sama verð og hefði getað ef þeim hefði ekki verið stolið. En það er fullvíst að ég hefði getað selt þessi úr, þar eð ég hefi marg oft fengið stórar úrasendingar síðan í sept. 1944 og hafa öll þau úr selst. Ég vil því leyfa mér að gera eftirfarandi skaða- bótakröfur fyrir þessum vörum ásamt vörum þeim, sem ekki hafa fundist og fl.“ Franch Michelsen sundurgeinir vörurnar og fer samtals fram á 15.361 krónur og 84 aurum betur í skaðabætur. Eftir at- hugasemd frá hernum lækkaði hann kröfu sína um kr. 5.218, eða sem nam smásölu- álagningu. Að því er Morgunblaðið kemst næst fékkst krafan ekki greidd áður en leigu- mála- og skaðabótaskrifstofu breska flug- hersins á Íslandi var lokað sumarið 1946. Þar með var mál þetta úr sögunni. Franch Michelsen úr- smíðameistari að störf- um á Vesturgötu 21A. Franch Michelsen fyrir utan verslun sína ásamt Málfríði Jónsdóttur. Sýningargluggi úra- og skrautvöruverslunar Franchs Michelsens á Vesturgötunni. * Margra grasakenndi í pok-unum. Þar voru meðal annars hrein og óhrein nærföt, skór, sokkar, enskar sígarettur, brjóstsykur og raká- höld. Auk margra úra, gamalla og nýrra, kvenhringa og vind- lingaveskis. 20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.