Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 V irðulegur borgari sótti forðum til opinbers aðila um fyrirgreiðslu í formi viðurgernings fyrir fé- lagsskap sinn. Rökstuddi hann er- indið með því að hefð væri fyrir því að slíku væri vel tekið. Sá, sem fór tímbundið með veitingavaldið, féll fyrir þessari rök- semd. Þegar málið var skoðað betur kom í ljós að sama fyrirgreiðsla hefði aðeins einu sinni áður verið veitt. Ekki tók þó að afturkalla loforð um hana. En jafnvel þótt slík liðlegheit hefðu þannig gerst tvíveg- is er hæpið að segja að hefð væri komin á þau og allra síst í lagalegum skilningi orðsins. Kveðjuhefðin Þetta litla dæmi rifjaðist upp þegar gamall borg- arfulltrúi sá í fréttum að „hefð“ væri fyrir því að borgarfulltrúi á förum úr borgarstjórninni flytti „kveðjutillögu“ og virtist undanskilið að „hefðinni“ fylgdi óbein kvöð um að samþykkja þyrfti slíka til- lögu hversu vitlaus sem hún væri. Þessi meinta „hefð“ hlýtur að vera ný af nálinni og þar með ekki hefð. Þótt svo væri nær hún ekki máli. Flestir borgarfulltrúar hætta sem slíkir í lok kjörtímabils. Vitað er fyrir fram að sumra þeirra sé ekki von eftir kosningar en aðrir ná ekki endurkjöri þótt þeir vilji. Kannski þætti því rétt að skapa „nýja hefð“ um að fallnir borgarfulltrúar mættu umboðslausir á fyrsta borgarstjórnarfund til að flytja kveðjutillöguna sína eða þá að þeir sendu borgarstjórn hana í pósti. Viðbrögð borgarfulltrúa minnihlutans nú var í góðu samræmi við „umræðustjórnmála stílinn“ sem mun ganga út á að stjórnmálum sé ekki blandað í stjórnmál. Talsmaður Sjálfstæðisflokksins tók fram að „kveðjutillagan“ væri góð tillaga(!) og afsakaði síðan hjásetu flokksins í málinu. Hvenær á að rumska? Kjörtímabilið sem Samfylkingin stjórnaði borginni eftir hrakfarir í kosningum vorið 2010 þegar hún lét eins og Jón Gnarr Kristinsson væri borgarstjóri, var niðurlægingartímabil. Ekki bara fyrir þá sem kom- ust yfir lýðræðislegt vald rauðir eftir rassskellingu kjósenda. Heldur ekki síður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, sem hefur átt svo glæsta tíð í borginni en kaus nú að láta allt yfir sig ganga eða fram hjá sér fara. Oftast þó með því að látast alls ekki vera á staðnum. Borgarbúar áttu ekki auðvelt með að brúka kjör- seðilinn sinn í framhaldinu svo kosningaþátttakan hrundi vorið 2014. Það vissu flestir að Jón Gnarr Kristinsson, á full- um launum borgarstjóra, sinnti ekki „hefðbundnum“ skyldum við borgarbúa, svo sem þeirri að vera tilbú- inn í skrifstofu sinni tvisvar í viku til að tala við þá úr þeim hópi sem það vildu. Og svo að leggja sig allan fram um að leysa úr þeim erindum sem þeir höfðu persónulega borið á borð við borgarstjórann sinn. Frá vorinu 1982-1991 tók þáverandi borgarstjóri að meðaltali við 40 viðmælendum í opnum viðtals- tímum auk sérstakra funda með öðrum. Þetta voru um 2.000 borgarar á ári að jafnaði. Álagið var tölu- vert en ekki talið eftir. Og þótt sumir kæmu oftar en einu sinni gafst borgarstjóranum einstakt tækifæri til að kynnast ótrúlega mörgum borgarbúum, sjónar- miðum þeirra, kvörtunarefnum, áhyggjum, vonum og þakklæti. Svakaflott sendibréf Mikið var gert úr því afreki að Jón Gnarr Krist- insson hefði í sinni tíð skrifað borgarstjóranum í Moskvu bréf vegna refsimeðferðar rússneskra yf- irvalda á meðlimum hljómsveitarinnar Pussy Riot. Aldrei hefur komið fram hvort sá í Moskvu hafi feng- ið bréfið, eða látið svo lítið að svara því, hafi hann lesið það. m ill ja rð ar kr ón a Ráðhúsið er fallegt en það færi betur á því að borgarstjórn fundaði í einum af leikskólunum 400 19 8 19 8 19 8 19 8 9 1 19 94 19 9 19 9 20 04 20 12 19 97 20 05 20 13 19 9 20 06 20 15 20 148 19 99 20 07 20 00 20 08 20 01 20 09 20 03 20 02 20 11 20 10 350 300 250 200 150 100 50 1 2 0 3 99 19 1 1 9 99 2 3 5 64 19 8 1 5 98 6 19 87 19 88 19 90 19 8 * S R e y k j a v í k u r b o r g a r k u l d i r *Nýlega kom í ljós að ringulreiðríkir í daglegri fjármálastjórnborgarinnar. Í stað þess að snúa sér að því forgangsverkefni þykjast borg- aryfirvöld þurfa að taka yfir utanrík- ismál landsins og hafa þau til að nesta einn af pólitísum samherjum sínum sem flyst á nýjar slóðir. Reykjavíkurbréf 18.09.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.