Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 43
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
betur áttaði hún sig á hinu stóra samhengi
hlutanna. „Allt bar að sama brunni, staða
kvenna í Íran er ekki boðleg. Við pabbi rök-
ræddum þetta fram og til baka og vorum
ekki alltaf sammála. Hann bar þó alltaf virð-
ingu fyrir mínu sjónarmiði. Mikið sakna ég
þessara rökræðna.“
Hún þagnar.
Hefur stuðning foreldra sinna
Í ljós kemur að faðir hennar er heldur eng-
inn engill í augum stjórnvalda í Íran, því
þegar Nazanin var fimmtán ára var hann
sendur í útlegð frá höfuðborginni Teheran til
lítillar borgar í suðurhluta landsins. „Það var
erfitt fyrir ungling að fara þangað, enda lítið
við að vera, auk þess sem ég var ekki orðin
nógu gömul til að skilja hvað var raunveru-
lega á seyði. Gagnrýndi pabba bara fyrir að
skilja mig og bróður minn frá vinum okkar
heima í Teheran.“
Foreldrar hennar eru ennþá í Íran, eins
bróðir hennar. Spurð hvort þau hafi orðið
fyrir ónotum vegna útlegðar hennar segir
hún fjölskylduna hafa verið yfirheyrða til að
byrja með en það hafi lagast. „Stjórnvöld
vita hvar ég er og gera líklega ekki ráð fyrir
að ég geti gert þeim mikinn miska héðan frá
Íslandi.“
Hún segir foreldra sína aldrei hafa íhugað
að yfirgefa Íran. Þau unni landi sínu og
þjóð. Bróðir hennar hefur ekki gefið sig að
stjórnmálum. „Foreldrar mínir hafa alltaf
stutt mig með ráðum og dáð og höfðu frum-
kvæði að því að senda mig úr landi þegar ég
átti fangelsisdóm yfir höfði mér vegna skoð-
ana minna. Þau vilja mér bara það besta.“
Eftir að hún flúði land var Nazanin á
hrakhólum í Tyrklandi, Grikklandi og víðar.
Það var erfiður tími. „Ég var ósátt við orð-
inn hlut, saknaði fjölskyldu minnar og vina
og missti satt best að segja fótanna í lífinu
um stund. Var bæði ringluð og sjokkeruð og
fór að hegða mér eins og allt önnur mann-
eskja. Byrjaði til dæmis að drekka óhóflega.
Það er ekki vel séð í ríkjum múslima. Fljót-
lega eftir að ég kom til Íslands fann ég
gleðina á ný. Endurheimti líf mitt. Núna skil
ég betur hvers virði lífið er. Ég er eins og
manneskja sem vaknað hefur úr dauðadái
eða losnað undan sterkri heróínfíkn.“
Beðin um að setja upp slæðuna
Nazanin bjó um tíma með fleiri flóttamönn-
um í Tyrklandi, meðal annars frá Sýrlandi,
og hegðun hennar fór fyrir brjóstið á mörg-
um, ekki síst konunum. „Ég neitaði að bera
slæðu og sumum konunum fannst það mjög
óþægilegt. Báðu mig um að setja hana upp,
þar sem eiginmenn þeirra væru á staðnum.
Segið þeim bara að horfa ekki á mig! sagði
ég bara á móti. Ég er frjáls kona og geri
það sem ég vil! Þetta áttu þær vont með að
skilja.“
Faðir Nazanin er múslimi og sjálf er hún
fædd inn í þá trú. „Reiði mín hefur að miklu
leyti beinst að trúnni, íslam. Lengi var ég
sannfærð um að hún væri skúrkurinn. Mein-
ið. Allt slæmt stafaði af íslam. Ég meina, ísl-
am rændi þjóð mína frelsinu – fyrir byltingu
höfðum við allt, núna höfum við ekkert. Ísl-
am hefur sent Íran langt aftur í aldir. Ég
tók þessa reiði oft út á pabba, skildi ekki
hvers vegna hann gat játað slíka trú. Hann
tók árásum mínum alltaf með jafnaðargeði
og hvatti mig til að skoða málið í stærra
samhengi, öll trúarbrögð hefðu sína kosti og
galla. Ég sá það ekki þá en með tímanum
hef ég áttað mig á því að faðir minn hefur á
réttu að standa, sérstaklega eftir að ég kom
til Íslands. Núna veit ég betur, vandamálið
er ekki íslam, heldur stjórnvöld í Íran.
Landinu er stjórnað af vondum mönnum
sem skáka í skjóli trúarbragða. Illska þeirra
hefur ekkert með íslam að gera. Skilaboðin
eru einföld: Blandið aldrei íslam saman við
pólitík! Það á raunar við um kristni líka,
öfgafólk í þeirri trú getur líka verið hættu-
legt, komist það til valda.“
Völd kvenna áþreifanleg
Spurð hvers vegna hún hafi komið til Ís-
lands vísar Nazanin aftur í sýninguna, ekki
megi ljóstra of miklu upp. Hún ber Íslandi
og Íslendingum þó vel söguna. Fá lönd í
heiminum séu komin lengra á braut frelsis
og umburðarlyndis. Nefnir hún kvenréttindi
og réttindi samkynhneigðra sérstaklega í því
sambandi. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin
vissi ég ekki að til væri svona umburðarlynt
land. Hver hefur ekki heyrt slagorðin: „Kon-
ur eru valdamiklar!“ og „Að baki hverjum
farsælum karli stendur kona!“ Á Íslandi eru
þetta ekki slagorð, heldur veruleiki. Hægt er
að þreifa á völdum kvenna. Mér líður af-
skaplega vel hérna og finnst ég vera heppin.
Ég gæti varla verið öruggari. Það hlýtur
einhver mjög jákvæð og sterk orka að hafa
leitt mig hingað. Kannski er Guð til eftir allt
saman? Íslendingar eru upp til hópa hlýtt og
duglegt fólk en svolítið lokaðir. Þeir hleypa
manni ekki svo auðveldlega inn.“
Hún brosir.
Hún sér framtíðina á Íslandi. „Ég var
með annan fótinn í Noregi í fyrra og um
tíma stóð til að ég flytti alfarið þangað, til
kærastans míns. Hann er líka frá Íran og í
sömu stöðu og ég. Nú höfum við hins vegar
slitið sambandinu og ég á ekki von á öðru en
að verða hér áfram. Ég er byrjuð að læra ís-
lensku og stefni að því að sækja um rík-
isborgararétt hér. Eins og staðan er núna þá
er ég landlaus og því fylgja mikil óþægindi,
ekki síst á ferðalögum. Þá hefur sýningin og
samstarfið við Mörtu verið mikil hvatning og
hver veit nema fleiri tækifæri komi í kjölfar-
ið. Ísland er gott land fyrir félagslegan
aktífista.“
Nazanin kveðst hafa lært mikið um mann-
réttindi og baráttuna fyrir þeim af fyrrver-
andi kærasta sínum sem eigi djúpar pólitísk-
ar rætur í Íran. „Hann hefur setið inni og
verið írönskum stjórnvöldum óþægur ljár í
þúfu. Stutt er síðan þau tóku bæði móður
hans og föður af lífi.“
Rödd hinna raddlausu
Enda þótt Nazarin sé fjarri heimahögum er
baráttunni hvergi nærri lokið. „Mér ber að
vera rödd fyrir allar konurnar sem hafa
enga rödd. Og baráttan snýst vitaskuld ekki
bara um konur, ég hef til dæmis nýlega
hrint af stokkunum verkefni með vinum mín-
um sem snýst um að fá samviskufanga í Ír-
an leysta úr haldi. Á tímabili varð ég svolítið
þreytt á ástandinu í Íran en því verra sem
það verður þeim mun brýnni er þörfin að
láta í sér heyra.“
Nazanin kemst við þegar hún er spurð
hvort hún sjái fyrir sér að hún geti snúið
heim til Íran í framtíðinni. „Öll skref sem ég
tek miða í þá átt,“ segir hún eftir stutta
þögn. „Ég ann landi mínu og þjóð og þar
eru fjölskylda mín og vinir. Auðvitað þrái ég
að sjá allt þetta aftur. En til þess að það
megi verða þarf að skipta um stjórnarfar.“
Spurð hvort það sé raunhæfur draumur
svarar Azanin að bragði: „Bjartsýni er mér í
blóð borin og ég mun aldrei gefa upp von-
ina!“
Hún hefur hvorki séð foreldra sína né
bróður síðan hún yfirgaf Íran en er í ágætu
sambandi við þau, símleiðis og á Skype enda
þótt netsamband geti verið stopult. „Það er
heldur langt á milli okkar núna, ætli ég
þurfi ekki að flytja til lands sem er nær til
að eiga raunhæfa möguleika á að hitta þau
aftur.“
Hörmulegt ástand í Sýrlandi
Nazanin hefur að sjálfsögðu fylgst með
hildarleiknum í Sýrlandi síðustu misserin og
gagnrýnir aðkomu stjórnvalda í Íran. „Íran
er eini öruggi staðurinn á þessu svæði í
augnablikinu. Landið er ríkt og notar þann
auð einkum og sér í lagi í stríðsbrölt í Mið-
Austurlöndum. Því miður. Stjórnvöld í Íran
hafa stutt Palestínu í stríðinu við Ísrael og
líka Bashar al-Assad og stjórnarherinn í
Sýrlandi. Og hver veit nema þau styðji IS-
IS? Ég hef aldrei stúderað stjórnmál sér-
staklega en lít eigi að síður á mig sem
stjórnmálamann. Það að eiga við stjórnvöld
í Íran gerir þig að stjórnmálamanni. Vest-
ræn ríki eru logandi hrædd við ISIS og
þess vegna aðhafast þau ekkert gegn Bas-
har al-Assad og ógnarstjórn hans. Verði
honum velt úr sessi tekur ISIS nefnilega
við og enginn þorir að hugsa þá hugsun til
enda. Þetta er hörmulegt ástand fyrir sýr-
lensku þjóðina og hún á alla mína samúð.
Að mínu viti hefðu Vesturlönd þurft að
bregðast mun fyrr við ástandinu í Sýrlandi.
Bashar al-Assad er hræðilegur einræð-
isherra. Ég hata hann. Alþjóðasamfélagið
þarf að stíga inn í þessa atburðarás og
höggva á hnútinn.“
Fræða þarf flóttamenn
Flóttamannavandinn vegna ástandsins í Mið-
Austurlöndum hefur ekki farið fram hjá
nokkrum manni og nú íhuga íslensk stjórn-
völd að taka á móti flóttamönnum frá Sýr-
landi. „Íslensk stjórnvöld eru að gera þetta í
nafni mannréttinda. Það er vel. Að ýmsu er
þó að hyggja. Flóttamenn eru jafn misjafnir
og þeir eru margir. Þeir eru ekki allir
menntaðir og illa upplýstir flóttamenn geta
verið meinsemd í samfélaginu. Þetta þurfa
íslensk stjórnvöld að hafa í huga. Gera þarf
þá kröfu til flóttamannanna að þeir læri að
skilja og virða menningu þjóðarinnar sem
tekur við þeim, þar með talin trúarbrögð. Til
þess að tryggja þetta þurfa íslensk stjórn-
völd að koma upp kerfi sem allir flóttamenn
sem hingað koma eru skyldugir að fara í
gegnum. Það er að segja, menntum þá fyrst,
hleypum þeim síðan út í samfélagið. Þannig
má komast hjá árekstrum í framtíðinni, eins
og Norðmenn eru að glíma við núna. Ef
öfgamúslímum er hleypt inn í landið án at-
hugasemda eða viðeigandi ráðstafana gæti
Ísland orðið annað Íran. Hver kærir sig um
það?“
Morgunblaðið/Golli
Nazanin á kynningarmynd vegna sýningarinnar í
Tjarnarbíói. Hún hefur fengið bágt fyrir að vilja
ekki nota slæðu til að hylja hár sitt.
*Hver hefur ekki heyrtslagorðin: „Konur eruvaldamiklar!“ og „Að baki
hverjum farsælum karli
stendur kona!“ Á Íslandi
eru þetta ekki slagorð,
heldur veruleiki. Hægt er
að þreifa á völdum kvenna.
„Konur eiga ekki að
sætta sig við það að
vera kúgaðar,“ segir
íranska baráttukonan
Nazanin Askari.