Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 17
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 svo mikið að gera,“ segir Telma en leggur nú áherslu á að ná sjö tíma svefni. Sár sem ekki greru Í febrúar kom bakslagið. „Allt er þegar þrennt er, ætli þetta sé þá ekki síðasti sjúkdómurinn,“ segir Telma og glottir út í annað. Hún fékk sár á ökklann sem greri ekki. „Ég fékk rauða spjaldið beint í andlitið og andlegt sjokk í leiðinni. Sárið byrjaði sem lítil bóla og ég hélt að þetta væri skordýrabit en svo opnaðist það og stækkaði og dreifði sér. Eftir sýklameðferð, stera- meðferð og nokkrar lækn- isheimsóknir kom í ljós að þetta var ólæknandi sárasjúkdómur. Ég mátti ekki fara í sund á meðan þetta var opið og sýkt sár. Lækn- irinn tilkynnti mér að það gæti tekið 4-12 mánuði fyrir þessi sár að gróa, kannski greru þau aldrei. Það kom auðvitað upp í huga minn að þetta væru þá endalokin í þríþraut. Við tóku erfiðustu æfing- arnar á árinu, æfingar í að halda andlegri heilsu, missa mig ekki í neikvæðni, vera lifandi og gera vel það sem ég gat gert og með bros á vör, en ég trúi því að brosið hafi lækningarmátt. Þremur mán- uðum seinna, eða í maí, keppti ég svo í fyrstu þríþrautarkeppni sum- arsins en mesti undirbúningurinn var að finna leið til að loka sár- unum með umbúðum og stera- kremi. Ég var þarna að taka smá áhættu en mér fannst hún þess virði,“ segir Telma en var svo heppin að í lok júní fékk lækn- irinn hennar leyfi fyrir nýju lyfi sem nefnist Remicade. Sárin lok- uðust fljótt og Telma endurheimti heilsuna en hún fer á 8 vikna fresti upp á spítala til að fá lyfið í æð. „Mér líður eins og ég sé að endurfæðast,“ segir hún alsæl. Sjúkdómarnir kannski kveikjan Telma segir að það að greinast með þessa sjúkdóma sé ákveðið verkefni og hún láti þá ekki stoppa sig, heldur leyfi hún þeim að lifa með sér í sátt. „Veikindin voru kannski kveikjan að því að ég byrjaði að æfa Þríþraut. Mig vantaði ró, hugarró,“ segir hún og blaðamaður verður eitt stórt spurningarmerki og finnst það að æfa fyrir járnmann ekki beint tengjast kyrrð og ró. „Það eru æfingarnar í kringum þetta, þú ert að synda í vatninu með þínum hugsunum, hjóla um nátturuna og hlaupa,“ segir hún brosandi og út- skýrir að það er ekkert áreiti á meðan, bara fegurð og súrefni beint í æð. Járnmaðurinn er 4. október í Calella í Barcelona og því stuttur tími til stefnu en það eru 25 manns sem fara héðan. „Þetta er örugglega heimsmet miðað við höfðatölu,“ segir Telma en þær eru aðeins þrjár konurnar í þess- um hópi. Hópurinn fer utan viku fyrr til að venjast loftslaginu. „Það verða smá viðbrigði að keppa í hitanum. Maður er nú vanur roki og rigningu og alls konar aðstæðum. Ég hef verið við það að bugast, ég viðurkenni það alveg. Kannski búin að hjóla í tvo tíma frá heimilinu í sól og blíðu og svo skellur á rok, rigning eða jafnvel snjókoma og þá á eftir að hjóla heim en þetta herðir mann um leið,“ segir hún ákveðin. Hefur aldrei hlaupið heilt maraþon Telma hefur keppt þrisvar í hálf- um járnmanni og líkaði það mjög vel. Hún segist alveg treysta sér í heilan járnmann en kvíðir þó hlaupinu. „Það verður erfiðast. Ég hef bara einu sinni hlaupið meira en hálft maraþon. Það var núna í Reykjavíkurmaraþoni. Þá hljóp ég hálft maraþon í keppninni og hljóp svo heim, þannig að ég náði 35 kílómetrum,“ segir hún og svarar þegar spurt hvernig henni hafi liðið eftir það: „Síðustu fimm kílómetrarnir voru mjög erfiðir. Vöðvarnir og þolið í góðu lagi en hásinin, ökklinn, nárinn og mjaðm- irnar öskruðu á hjálp,“ segir hún og hlær. „Í heilum járnmanni er endað á hlaupinu eftir að hafa hjóla 180 km, það er ekki auðvelt að stökkva af hjólinu og hlaupa af stað svo þetta verður TÖFF,“ seg- ir hún og blaðamaður samsinnir því og dæsir. Sigurvíma þegar komið er í mark „Ég er oft spurð að því hvað fái mig eiginlega til að gera þetta,“ segir Telma. „Er þetta ekki of erfitt? Ertu ekki of veik? Fer ekki allur þinn tími í æfingar? Auðvitað er þetta jafn erfitt og ég vil hafa þetta, ég stjórna tímanum sjálf sem ég eyði í æfingar. Mitt val er að æfa, aðrir velja 4-8 tíma djamm um helgar og sumir liggja yfir sjónvarpinu. Við erum aldrei of veik til að gera það sem við þráum. Það koma dagar þar sem ég kemst ekki fram úr rúminu og það koma vikur þar sem ég get ekkert æft. Þannig er nú bara líf- ið hvort sem ég æfi þríþraut eða ekki. Það kemur upp í huga mér í hverri keppni hvað lífið sé dásam- legt, hvað ég megi vera stolt og þakklát að hafa heilsu til að æfa og hvað það sé gaman að tilheyra einhverju og stunda þá íþrótt sem mér finnst skemmtileg. Það situr líka lítill svartur púki á öxlinni minni og hvíslar í eyrað mitt þeg- ar ég er orðin þreytt í keppni, segir mér að hætta, ég sé þreytt, þetta sé of mikið, ég þurfi ekki að klára. En það er alltaf eitthvað sem fær mig til að klára. Það er þessi tilfinning þegar ég kem í mark. Þessi sigurvíma. Mér finnst gott að finna sigur fyrir sjálfa mig,“ segir hún. Morgunblaðið/Ásdís * Það situr líka lítill svartur púki áöxlinni minni og hvíslar í eyraðmitt þegar ég er orðin þreytt í keppni, segir mér að hætta, ég sé þreytt, þetta sé of mikið, ég þurfi ekki að klára. En það er alltaf eitthvað sem fær mig til að klára. Það er þessi tilfinning þegar ég kem í mark. Þessi sigurvíma. Í íþróttakeppni er nauðsynlegt að vera undirbúinn andlega jafnt sem líkamlega. Forðastu að ofhugsa um líkamsformið í vikunni fyrir keppni. Segðu við sjálfan þig að líkaminn sé vel þjálfuð vél og muni standa sig. Láttu ekki aðra trufla þig, einblíndu á þig í keppninni. Að temja hugann fyrir keppni„Ef þú hefur ekki sjálfstraust finnurðu alltaf leið til að vinna ekki.“ Carl Lewis YogaMoves eru opnir jóga-, dans- og hugleiðslutímar með skífuþeyti á Dansverkstæðinu Skúlagötu 30 á fimmtudagskvöldum. YogaMoves er nýstárleg aðferð við að blanda saman jóga, dansi og hugleiðslu með kraftmiklum stöð- um og dansbrjálæði í bland. Skífu- þeytir er á staðnum í hverjum tíma en hugmyndin er að tónlistin hjálpi til við að búa til flæðandi hreyfingar og losa um hömlur. Í fyrstu er tónlistin seiðandi og afslappandi en þegar líður á tímann hækkar í tónlistinni og bassinn verður meira áberandi. Mælst er til þess að þátttakendur, sem geta verið á öllum aldri, sleppi tökunum, noti jógahreyfingar til að finna tengsl við líkamann og gleymi sér í dansinum. Að lokum er boðið upp á hugleiðslu og slökun. Tíminn hefst kl. 20 en húsið er opnað kl. 19.30 og mælst er til þess að fólk mæti snemma. Dansinn dunar í um tvær klukkustundir. Stakur tími kostar 2.000 krónur en fjögurra skipta kort kostar 6.000 krónur. YogaMoves á Dansverkstæðinu er fyrir alla sem vilja losa um hömlur. Jóga og dans á fimmtudögum BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 TIMEOUT - FÁGUĐ HÖNNUN OG ÞÆGINDI SAMEINUĐ Í E INUM STÓL - STÓLL + SKEMILL kr. 374.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.