Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 44
Sakamál 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 A ðfaranótt 18. september 1944 var brotist inn í vinnustofu og skrautgripasölubúð Franchs Michelsens úrsmíðameistara á Vesturgötu 21A í Reykjavík og stolið þaðan allmiklu. Innbrotsþjófurinn braust inn um dyr í mjóu porti bak við húsið, að því er fram kemur í lögreglu- skýrslu, sem Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins hefur undir höndum, og hafði talsvert fyrir því. Skápar í versluninni höfðu verið opnaðir og saknaði úrsmiðurinn margra úra, hringa og annarra gripa þaðan, auk þess sem úr sem voru til viðgerðar í vinnu- stofunni voru horfin. Þá hafði þjófurinn á brott með sér lítilsháttar af peningum sem voru í ólæstri skúffu. Lögregla spurðist fyr- ir í næstu húsum en enginn hafði orðið var við þjófinn. Franch Michelsen lagði strax fram lista yfir þá muni sem hann saknaði og voru þeir metnir á ríflega 23 þúsund krónur sem voru miklir fjármunir á þeim tíma. Grunsemdir föður komu lögreglu á sporið Lögregla komst ekki á sporið fyrr en níu mánuðum seinna en 22. júní 1945 hitti Sig- urður Magnússon löggæslumaður mann sem tjáði honum að fimmtán ára gamall sonur sinn hefði skömmu áður skipt á lindarpenna og armbandsúri við breskan sjóliða. Fyrir milligöngu sonarins keypti maðurinn gull- veski fyrir vindlinga, auk þess sem pilt- urinn fékk hjá sjóliða þessum tvö karl- armbandsúr og eitt kvenarmbandsúr úr gulli, silfurvindlingaveski og hring. Þótti föðurnum þetta grunsamlegt og hafði fyrir vikið samband við lögreglu. Lögregla tók munina í sína vörslu og voru Sigurður og Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn, sem gerði upphaflegu skýrsluna um innbrotið hjá Michelsen, sammála um að allir væru þeir þaðan. Daginn eftir mætti sonur mannsins, sem við skulum kalla Gylfa, á lögreglustöðina og gaf skýrslu. Kvaðst hann hafa hitt breska sjóliðann nokkru fyrr, líklega 5. júní, á Kalkofnsvegi og þeir tekið tal saman. Gylfi var með penna sem stóð upp úr brjóstvas- anum og veitti sjóliðinn honum athygli. Úr varð að þeir skiptu á pennanum og arm- bandsúri sem sjóliðinn var með. Sjóliðinn ásældist líka blýant í sama stíl, sem Gylfi átti, en þar sem hann var ekki með blýant- inn á sér ákváðu þeir að hittast aftur dag- inn eftir. Faðir Gylfa lét athuga úrið í skartgripaverslun í Reykjavík og fékk þær upplýsingar að afar hagstætt væri að skipta á því og pennanum. Bað ekki um tryggingu Þegar Gylfi hitti sjóliðann til að afhenda honum blýantinn var honum boðið að kaupa sígarettuveski úr gulli. Sem hann gerði eft- ir að hafa látið athuga veskið. Enn mæltu Gylfi og sjóliðinn sér mót og þá fékk Gylfi hjá honum muni þá er faðir hans skilaði til lögreglu. Gylfi fékk munina gegn engri tryggingu til að láta meta þá en átti að hitta sjóliðann á sama stað annað hvort 18. eða 19. júní til að greiða fyrir þá en sjólið- inn þurfti víst að bregða sér upp í Hval- fjörð. Í hvorugt skiptið lét sjóliðinn sjá sig og kvaðst Gylfi ekki hafa séð hann síðan. „Sjó- liði þessi sem ég skipti við var meðal mað- ur á hæð. Hann var svarthærður. Hann mun hafa verið um þrítugt. Hann var í öll þau skipti sem ég hitti hann í dökkbláum frakka og með sjóliðahúfu. Ég er viss um að ég gæti þekkt þennan sjóliða ef ég sæi hann aftur,“ er haft eftir Gylfa í lög- regluskýrslunni. Sjóliðinn mun hafa haldið því fram að hann hafi keypt munina af innfæddum á ónefndri eyju í Kyrrahafinu, meðan hann var þar við störf. Nafn sjóliðans vissi Gylfi ekki. Gylfi var alltaf einn þegar hann hitti sjó- liðann, nema í fyrsta skiptið. Þá var með honum vinur hans, sem við skulum kalla Kolbein. Kolbeinn var á hinn bóginn slapp- ur í ensku og skipti sér ekki af samtali þeirra og vissi lítið sem ekkert um við- skiptin þeirra á milli. Þetta staðfesti Kol- beinn við skýrslutöku hjá lögreglunni. Lýsti hann sjóliðanum sem dökkhærðum með- almanni og taldi sig geta þekkt hann aftur. Bresku lögreglunni gert viðvart Þegar hér er komið sögu var bresku örygg- islögreglunni gert viðvart og ræddu tveir lögreglumenn, Broster og Holt, við báða drengina. Reykjavíkurlögreglan sá ástæðu til að yf- irheyra Gylfa og Kolbein nánar og kom þá í ljós misræmi í frásögn þeirra af fundinum með sjóliðanum. Bæði varðandi tímasetn- ingar og það hvernig fundinn bar að á Kalkofnsvegi. Voru þeir samprófaðir um ósamræmi þetta og vildi hvorugur neinu breyta. Eftir þetta ók lögreglumaður heim til Kolbeins og fékk leyfi móður hans til að leita í hirslum piltsins. Fundust þar fjögur armbandsúr. Kolbeinn kom heim nokkru síðar og var þá spurður hvernig á úrunum stæði. Sagði hann þá að úrin hefðu verið í poka sem þriðji pilturinn, sem við skulum kalla Aron, hafði fundið nokkru áður. Þaðan kom líka allt dótið sem Gylfi hafði haft undir höndum, að sögn Kolbeins. Lögregla yfirheyrði Aron og kom þá fram að hann hafði fundið téðan poka og annan poka til við sundlaugarnar í Reykja- vík. Sagði hann Kolbeini og bróður hans, sem hér er kallaður Jóhann, frá fundinum og fóru þeir saman að kvöldlagi og sóttu pokana. Fóru síðan með þá heim til bræðr- anna og gaumgæfðu innihaldið. Annar pok- inn var brúnn og efnið í honum svipað og í hermannatjöldum, að dómi Arons. Efnið í hinum var hvítur segldúkur. Hrein og óhrein nærföt Margra grasa kenndi í pokunum. Þar voru meðal annars hrein og óhrein nærföt, skór, sokkar, enskar sígarettur, brjóstsykur og rakáhöld. Auk margra úra, gamalla og nýrra, kvenhringa og vindlingaveskis. Aron kveðst hafa stungið upp á því að þessu yrði skilað á lögreglustöðina en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn. Niðurstaðan varð því sú að félagarnir skiptu innihaldinu á milli sín. Þess utan fékk bróðir Arons, köllum hann Birki, eitt armbandsúr. Eins Gylfi en Aron kvartar undan því í lögregluskýrslunni að hann hafi ekki greitt sér fyrir það. Aron skilaði því sem hann var ennþá með í sínum fórum. Hann var þegar búinn að borða brjóstsykurinn og reykja sígarett- urnar. Jafnframt sagði hann Jóhann hafa látið passa, sem var í öðrum pokanum, upp á skörina á loftinu heima hjá sér. Aron mundi ekki hvaða nafn stóð á passanum. Í ljósi þessara upplýsinga sendi lögregla aftur eftir Kolbeini. Viðurkenndi hann þá að sagan um sjóliðann væri ósönn. Gylfi hefði aldrei fengið neitt hjá honum. Stað- festi Kolbeinn frásögn Arons í öllum meg- inatriðum. Hann hefði fundið pokana og þeir bræður sótt þá með honum og farið með þá heim til sín. Af ótta við að lenda í klandri út af fundinum ákváðu piltarnir að skipta góssinu á milli sín. Þegar Gylfi lenti í „veseni“ vegna þess sem hann var með, væntanlega vegna samtala við föður sinn, bjuggu þeir Kolbeinn í sameiningu til sög- una um viðskiptin við sjóliðann. „Það var alveg satt að ég sá hann tala við sjóliða fyrir nokkru, en það kemur þessu máli ekk- ert við,“ er haft eftir Kolbeini í skýrslunni. Vildi vernda félaga sína Gylfi staðfesti þetta við lögreglu. „Allt, sem ég hefi áður sagt um þetta mál er ósatt,“ sagði hann við skýrslutöku. Úrið og vind- lingaveskið hafði hann fengið hjá Kolbeini en skrökvaði að föður sínum, þar sem hann var ekki sannfærður um að munirnir væru heiðarlega fengnir. Hin úrin hafði hann keypt af Aroni og Jóhanni. Gylfi kvaðst hafa sagt lögreglunni ósatt til að vernda fé- laga sína ef þeir kynnu að hafa fengið hlut- ina á vafasaman hátt. Heima hjá Aroni fannst meðal annars sjóvesti merkt G.A. Bentley. Heima hjá bræðrunum Kolbeini og Jóhanni fundust tvö önnur sjóvesti með sömu merkingu. Ekki fannst passinn sem Jóhann átti að hafa falið, ásamt nokkrum sendibréfum, en Jóhann fullyrti að nafnið á passanum hefði verið Bentley. „Allt, sem ég hefi áður sagt um þetta mál er ósatt“ INNBROTSÞJÓFUR LÉT GREIPAR SÓPA Í SKRAUTGRIPASÖLUBÚÐ FRANCHS MICHELSENS ÚRSMÍÐAMEISTARA HAUSTIÐ 1944. LÖGREGLA KOMST EKKI Á SLÓÐ ÞJÓFSINS FYRR EN NÍU MÁNUÐUM SÍÐAR OG BEINDIST GRUNUR ÞÁ AÐ ÓNEFNDUM BRESKUM SJÓLIÐA. HANN REYNDIST VIÐRIÐINN MÁL- IÐ SEM ÞÓ VAR MUN FLÓKNARA EN LÖGREGLU SÝNDIST Í FYRSTU. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.