Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 35
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 S máhesturinn fór að velta því fyrir sér hvort hann þyrfti að fara að klæðast tvöföldum aðhaldssokkabuxum innanundir kjóln- um, eða mögulega borða örlítið minna, eftir að hann fékk þá spurningu hvort hann gengi með folald. Þessi spurning kom frá miðaldra, hvítum, íslenskum ritstjóra sem starfar á glanstímariti. Viðbrögð smáhestsins voru eitthvað á þessa leið: „Hva … ertu að segja að ég hafi fitnað???“ Ritstjórinn neitaði því vandræðalega og sagði að þetta gæti alltaf gerst hjá smáhestum á barneignaraldri. Þessi spurning hefði svo sem ekki átt að koma á óvart því smáhesturinn hefur svo allt of oft fengið hana í gegnum tíð- ina. Smáhesturinn má nefni- lega ekki hugsa um sætabrauð og súkkulaðisnúða án þess að vömbin belgist út af sjálfu sér (sem er sjúklega ósanngjarnt). Svona smáhestar eiga nátt- úrlega bara að drekka vatn og bíta gras, taka lýsi og fara snemma að sofa. Það að sleppa einstaka sinnum morg- unmatnum, borða uppbakaðar súpur í mötuneyti, drekka of marga Flat White á dag eða stelast í sjálfsalann í vinnunni er dýru verði keypt. Tala nú ekki um þegar smáhestar tá- brotna og eru kyrrsettir í meira en mánuð. Þá er voðinn vís. En stundum er bara svo of gaman að vera til og þegar gleðin stendur sem hæst er auðvelt að gleyma boðorð- unum 10. Auðvitað ættu allir heimsins smáhestar og spariguggur þessa lands að vera löngu búin að frelsa vömbina. Hér er verið að frelsa alla heimsins líkamsparta en einhvern veginn virðist vömbin alltaf verða útundan. Spáið í hvað lífið væri svo miklu afslappaðra og frjálsara ef vömbin fengi bara að flæða óhindruð. Tala nú ekki um hvað það væri fínt ef það teldist bara eðli- legt að allir væru bara alltaf með bert á milli – líka miðaldra konur með mömmumaga. Árið 2010 ákvað norska sjónvarpskonan Helle Vaagland að frelsa vömbina og lærin og allt það. Á venjulegum degi í vinnunni ákvað hún að taka leikkonuna Demi Moore á þetta, sem nýlega hafði háttað sig inni á eigin baðherbergi og tekið selfie. Vaagland æddi inn á baðher- begi á NRK, þar sem hún starfaði á þeim tíma, girti sokkabuxurnar niður um sig og tók selfie. Vaagland er bara venjuleg, norsk, rúmlega fertug kona með femínískar skoðanir. Athæfið vakti mjög mikla at- hygli og komst í fréttir stærstu fjölmiðla heims. Með myndbirtingunni vildi Vaagland ýta við kjánalegum hug- myndum samtímans um útlitsdýrkun sem fóru í taugarnar á henni. Hún sagði að það væri ömurleg þróun að það væri bara pláss fyrir full- komna líkama í fjölmiðlum. Á dögunum var sagt frá því í fjölmiðlum að pabbalíkaminn væri að koma sterkur inn. Það er að segja að feitir, skeggjaðir menn væru meira inn en grannir, skegglausir smjörbobbar. Meira að segja Leon- ardo DiCaprio væri orðinn feitur og skeggjaður. Út frá jafnrétt- isgrundvelli geri ég ekki ráð fyrir öðru en kvenpeningurinn taki þetta alla leið. Hætti að pakka mömmumaganum inn í aðhaldsföt og njóti alls þess besta sem vömbin hefur upp á bjóða. Og síðast en ekki síst njóti þess að vera nákvæmlega eins og þær eru. martamaria@mbl.is Helle Vaagland er hér til hægri. Hún er hætt að raka sig undir höndunum. Helle Vaagland fór úr sokkabuxunum og skyrtunni 2010 og tók selfie. Mömmulíkaminn leggur línurnar Demi Moore póstaði þessum myndum. fyrir hana Ný skartgripalína Eyrnalokkar 7.500 Hálsmen 19.900 Hringur 13.900 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is mbl.is/askriftarleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.