Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 5
5
GESTASKRIF
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005
Einn vinur minn úr menntaskóla
stundaði framhaldsnám í læknisfræði
í Bandaríkjunum. Þar tók hann meðal
annars þátt í rannsóknarverkefni nokk-
urra læknanema sem þótti svo fram-
bærilegt að þeim var boðið að kynna
það á stórri læknaráðstefnu. Nú þurfti
að tilnefna fulltrúa hópsins: einn nem-
anna varð að taka að sér að standa á
sviðinu í hinni risastóru ráðstefnuhöll
og koma niðurstöðum rannsóknarinnar
á framfæri - ekki öfundsvert hlutskipti.
Þau tóku þann kost að varpa hlutkesti
og kom hlutur Íslendingsins upp. Þegar
á hólminn var komið gekk þessi vinur
minn ótrauður inn á sviðið, talaði
fumlaust til ráðstefnugesta og kom
öllu til skila eins og best varð á kosið.
Skólasystkini hans voru að vonum full
aðdáunar og eitthvert þeirra spurði:
„Það var eins og þú værir þaulvanur ...
hefurðu talað oft á svona ráðstefnum?"
„Nei,“var svarið, „en ég var einu sinni
tenór í Hamrahlíðarkórnum.“
Ég hef heyrt margar svipaðar sögur frá
gömlum kórfélögum mínum, sögur sem
sanna hversu ómetanlegt það er að fá
þjálfun í túlkandi listum hjá góðum lista-
manni og reyndum kennara. Því þar er
ekki eingöngu um að ræða menntun í
listinni sjálfri, í þessu tilviki sönglist, - það
hangir fleira á spýtunni og margt af því
nýtist nemendunum löngu eftir að þeir
eru kannski hættir að syngja og orðnir
kennarar, flugmenn, hjúkrunarfræðingar,
leiðsögumenn, arkitektar eða fram-
kvæmdastjórar. Eins og þeir vita sem reynt
hafa lærist nefnilega svo ótalmargt á því
að koma aftur og aftur fram fyrir áheyr-
endur. Til dæmis: Að undirbúa sig (agi við
æfingar, alúð við samsetningu efnisskrár
- hún er þaulskipulögð en þó sveigjanleg
svo að bregðast megi við aðstæðum; að
ógleymdum straujuðum skyrtum og burst-
uðum skóm). Að ganga inn á sviðið („með
andann á undan ykkur,“ sagði Þorgerður
kórstjóri gjarnan, engar hendur í vösum,
brosa!). Að halda athygli áheyrenda (full-
komin einbeiting, einlægni í flutningi
samfara útgeislun á sviðinu). Að enda
með bravúr (hvað sem á hefur gengið - og
bregðast svo fallega við þakklæti áheyr-
enda). Að nýta reynsluna áfram (fara yfir
tónleikana eftir á og staldra bæði við það
sem gekk vel og hitt sem ekki fór alveg eins
og gert hafði verið ráð fyrir). Allt eru þetta
mikilvæg atriði sem lærast smám saman
með þjálfun og aga og sem yfirfæra má á
flest ef ekki öll verkefni þar sem mannleg
samskipti koma við sögu. En lykilorðið er
virðing: Virðing fyrir verkefninu, virðing
fyrir áheyrendum og virðing fyrir sjálfum
sér.
Þetta þrískipta lykilatriði er haft að
leiðarljósi í Stóru upplestrarkeppninni í 7.
bekk (SU) - miklu ævintýri sem ég hef verið
svo lánsöm að fá að taka þátt í. Lesendur
Skólavörðunnar kannast vonandi flestir
við keppnina af eigin raun en hún hefur
líka verið kynnt rækilega hér í blaðinu (sjá
t.d. 3. tbl. 2004). Stóra upplestrarkeppnin
skiptist í tvennt, ræktunarhluta og keppn-
ishluta. Á ræktunarskeiði fer fram þjálfun
í listinni sjálfri, upplestrinum, undir leið-
Upplestur og aðrar sviðslistir
heima og heiman
Veganesti út í lífið
Svanhildur Óskarsdóttir