Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 21
21 Á 50 ára afmæli Félags leikskólakennara árið 2000 voru tveir félagar gerðir að heiðursfélögum fyrir áratuga framlag sitt í þágu barna og leikskólastarfs. Annar þeirra var merkiskonan Þórunn Einarsdóttir sem lést þann 13. júlí sl. 85 ára að aldri. Þórunn útskrifaðist frá Uppeldisskóla Sum- argjafar 1. júní 1948 og var ein af þeim níu sem skipuðu fyrsta hópinn sem skólinn útskrifaði. Hún er því óyggjandi einn af frumkvöðlum í stétt leikskólakennara. Hún tók virkan þátt í uppbyggingu leikskóla á vegum Barnavinafélagsins Sumargjafar í Reykjavík og starfaði alla sína starfsævi hjá Sumargjöf og Reykjavíkurborg eftir að borgin tók við rekstri leikskóla. Þórunn var lengst af leikskólastjóri, síðast í Hagaborg í 15 ár. Árið1975 tók hún við og mótaði nýtt starf umsjónarfóstru, sem nú kallast leikskólaráðgjafi, og gegndi því þar til hún lét af starfi 1990 eftir 42 ára samfellt starf, þá sjötug að aldri. Þórunn lét félagsmál sig varða. Hún sat í stjórn Sumargjafar í 22 ár. Þá var hún formaður Fóstrufélags Íslands, sem nú er Félag leikskólakennara, frá 1968 til 1972. Auk þess sat hún lengi í stjórn og varastjórn félagsins ásamt því að gegna mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Hún bar alla tíð hlýjan hug til Félags leikskóla- kennara og fylgdist vel með starfi félagsins og málefnum er varða börn og leikskóla allt til síðasta dags. Til minningar um Þórunni hefur Félag leikskólakennara fært Rannsóknasjóði leikskóla gjöf. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja rannsóknir í leikskólastarfi. Björg Bjarnadóttir SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 Uppeldi og menntun Út er kominn 14. árgangur tímaritsins Uppeldi og menntun. Ritið kemur nú í fyrsta sinn út í breyttri mynd og er gefið út af Rannsóknarstofnun KHÍ í samvinnu við HA og HÍ. Nýr ritstjóri tímaritsins er Jóhanna Einarsdóttir dósent við KHÍ. Timaritið hefur að geyma greinar um fræðilegt efni sem varðar mennta- og uppeldismál, auk greina um viðhorf til þróunar háskólastigsins. Nánari upplýsingar um efni tímaritsins má finna á heimasíðu KHÍ á slóðinni http://www.khi.is Ritið er hægt að kaupa í Bóksölu kennaranema, Kennaraháskólanum í Stakkahlíð eða panta á Rannsóknarstofnun KHÍ í síma 563 3827. RANNSÓKNARSTOFNUN KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Þórunn Einarsdóttir MMinning um heiðursfélaga FL

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.