Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 25
25 Ljósmynd Helgi Grímsson voru að þá skapaðist tími og aðstaða á vinnustað fyrir samráð og undirbúning. Því er sérkennilegt að nú heyrist háværar raddir um að kennarar vilji halda áfram að sinna undirbúningi í heimahúsum. Þarf þá ekki aðstöðu fyrir undirbúning kennara í skólum? Eru þeir að fremja „félagslegan glæp“ sem vilja nota vinnuaðstöðu á vinnu- stað og skilja á milli atvinnu og einkalífs? Ólíkir kennarar - ólíkir skólar Skólar eru ólíkir og skólastig einnig. Vinnuumhverfi kennara í unglingadeild, sem er eini kennarinn í sínu fagi í skól- anum, er á margan hátt ólíkt umhverfi umsjónarkennara á miðstigi sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum með samkenn- urum í árgangi og sérgreinum. Mér finnst mikilvægt að kennarar eigi kost á að velja vinnustaði sem henta þeirra starfskenn- ingu. Margir kennarar vilja daglegt samráð við samkennara sína og ljúka vinnu sinni á vinnustað. Því tel ég mikilvægt að láta reyna á þetta samkomulag, eða afbrigði þess, sem gildir fyrir sjö kennara, í einum skóla, í eitt ár. Helgi Grímsson Höfundur er skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ. Hugmyndir starfsmanna Sjálandsskóla um undir- búning fyrsta skólaársins. SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.