Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 12
12 KJARAMÁL SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 Skrifað var undir nýjan kjarasamning fyrir framhaldsskólann 18. mars sl. og atkvæði greidd um hann um miðjan apríl. Laun samkvæmt nýjum kjarasamningi komu til útborgunar þann 1. maí sl., það er 20 þúsund kr. eingreiðsla fyrir mánuðina desember 2004 og janúar 2005 miðað við fullt starf og 7.07% miðlæg hækkun á launatöflu með afturvirkni frá 1. febrúar 2005. Næsta miðlæga launatöfluhækkun um 2.5% verður 1. janúar 2006. Nýr kjarasamningur og ný launatafla eru á vef félagsins (www.ki.is). Einnig er þar að finna svör við ýmsum spurningum um nýja kjarasamninginn og niðurstöður nýjustu könnunar á launaþróun í framhaldsskólum sem var send út til skóla í vor. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta efni vel. Í 11. kafla kjarasamningsins um stofnanasamninga og samstarfsnefndir er kveðið á um að samstarfsnefndir í skólum séu skipaðar allt að þrem fulltrúum frá hvorum aðila, það er annars vegar frá stéttarfélagi/starfsmönnum og hins vegar frá stofnun, og jafnmargir til vara. Félagið beindi þeim skilaboðum til stjórna félagsdeilda sl. vor að þær efndu til félagsfunda fyrir lok starfstíma skóla til að kjósa fulltrúa í nýjar samstarfsnefndir. Formenn FF og FS sendu auk þess sameiginlega orðsendingu til skóla um að hugsað yrði fyrir því að aðstoðarstjórnendur ættu varamann í samstarfsnefndunum því þær eiga að gera einn stofnanasamning fyrir félagsmenn FF og FS í hverjum skóla, kennara, náms- og starfsráðgjafa og aðstoðarstjórnendur. Félagið biður þá skóla sem hafa kosið í nýjar samstarfsnefndir en ekki sent inn upplýsingar um fulltrúa að gera það sem allra fyrst. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi þess að þeir skólar sem eiga eftir að kjósa í nýjar samstarfsnefndir gangi strax frá þeim málum við upphaf skólastarfs og sendi upplýsingarnar til félagsins. Stjórn og samninganefnd félagsins stóðu fyrir fræðslufundi um nýja kjarasamninginn fyrir trúnaðarmenn og formenn félagsdeilda í lok maí sl. Á fundinum var farið yfir nýja könnun á launaþróun í framhaldsskólum. Formaður félagsins fjallaði um meginatriðin í nýjum kjarasamningi. Fulltrúi fjármálaráðuneytis, Guðmundur H. Guðmundsson, gerði grein fyrir viðhorfum ríkisins til kjarasamn- inga opinberra starfsmanna með áherslu á kjarasamning framhaldsskólans. Már Vilhjálmsson og Sigurður Sigursveinsson skólameistarar héldu erindi um stofnana- samninga í framhaldsskólum um nýtt launakerfi. Hermann Tómasson formaður FS fjallaði um aðild og þátttöku FS í starfi samstarfsnefnda í framhaldsskólum að undirbúningi, gerð og framkvæmd stofnanasamninga um nýtt launakerfi. Auk þess störfuðu vinnuhópar á fundinum sem ræddu ýmsar mikilvægar spurningar um framkvæmd kjarasamningsins og skiluðu niðurstöðum þar um. Glærur af erindum fræðslufundarins eru á vef félagsins og verður fundargerð hans send út til trúnaðarmanna og formanna félagsdeilda þegar skólar taka til starfa á næstu dögum. Í fylgiskjali 2 í nýjum kjarasamningi og í bókun 5 er kveðið á um fræðslu fyrir fulltrúa í samstarfsnefndum skólanna, báðum megin borðsins. Fræðslan hefst í byrjun september og á henni að vera lokið fyrir 1. nóvember. Undirbúningur hennar hófst í júní og er kominn vel á veg. Skipulag og framsetning fræðslunnar er í höndum sameiginlegrar verkefnisstjórnar sem er skipuð fulltrúum fjármálaráðu- neytis og þeirra stéttarfélaga sem gerðu kjarasamninga um nýtt launakerfi. Aðalfundur félagsins 25. febrúar sl. samþykkti að stofna til tveggja nýrra launaðra starfa á vegum félagsins. Annars vegar erindreki fyrir félags- deildir til að veita þeim stuðning og efla tengsl þeirra og félagsins og hins vegar faglegur ráðgjafi í skólamálum til að efla slagkraft félagsins í þeim efnum. Um er að ræða 25% starfshlutfall í báðum tilvikum. Haukur Már Haraldsson varaformaður FF gegnir erindrekstrinum og Anna María Gunnarsdóttir, formaður skólamálanefndar FF, faglegri ráðgjöf í skólamálum. Eru þau boðin velkomin til starfa. Í fréttabréfi stjórnar sem verður sent innan skamms til skóla verður gerð nánari grein fyrir störfum þeirra og öðrum mikilvægum málum sem eru framundan í félagsstarfinu. Stjórn FF Framkvæmd nýs kjarasamnings fyrir framhaldsskólann Áhersla er lögð á að skólar kjósi í nýjar samstarfsnefndir gangi strax frá þeim málum við upphaf skólastarfs og sendi upplýsingarnar til félagsins.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.