Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 31

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 31
er afsprengi þeirra viðhorfa sem nú eru almenn í íslensku þjóðfélagi. Rétt er þó að hafa í huga að ýmsar aðrar þjóðir í nágrenni við okkur eiga við nákvæmlega sama vanda að etja. Flótti fólks úr dreif- býli til þéttbýlis er almennt hugarfarslegt vandamál í hinum vestræna heimi. Hugar- farslegt telst vandamálið vegna þess að það grundvallast á ríkjandi viðhorfum í efnahagsmálum og þeim aðferðum sem nú eru uppi varðandi hagvöxt og fjármála- viðskipti. Og það vill nú einmitt svo til um þessar mundir að hin fjármálalega hugsun er sú sem er ríkjandi, húmanísk fræði og hin mannlegu gildi virðast hins vegar síður eiga upp á pallborðið. Fámenni skólinn í samtímanum Það er ekki einfalt að leggja mat á fjár- hagslega hagkvæmni skóla. Eins og áður hefur komið fram skortir dreifbýlið þá eðliseiginleika sem fjölmennið hefur til að standast kröfur um markað og arðbærar einingar. Nákvæmlega það sama er uppi á teningnum þegar við skoðum fjárhagslega hagkvæmni fámennra skóla. Vegna þess hve skólinn er lítil eining verður hver nem- andi miklu dýrari en nemandi fjölmenna skólans. Sama gildir um margvíslegan ytri búnað og aðstöðu sem ævinlega þarf að vera fyrir hendi hversu fámennur sem skólinn er. Fámennir skólar teljast því dýrar stofnanir á mælikvarða þess raunveruleika sem blasir við okkur Íslendingum. Við hinn hefðbundna skólakostnað bætist kostn- aður við akstur nemenda til og frá skóla. Oft þarf að sjá starfsfólki fyrir húsnæði við skólann og fleira mætti til telja. Það þarf því engan að undra þótt stjórnendur sveit- arfélaga leiti leiða til að lækka kostnað við skólahald, ekki síst ef haft er í huga að dæmi eru um að þessi kostnaður geti numið allt að 80% af útgjöldum sveitarfé- lags. Skóla ætti aldrei að meta með mælistiku viðskiptafræðinnar Það er mikilvægt að átta sig á því að hag- kvæmni skóla ætti aldrei að meta með sömu mælistiku og annarra fyrirtækja. Skólar eru ekki sambærilegir við nein önnur fyrirtæki eða stofnanir. Fámennir skólar verða ævinlega dýrari en þeir fjöl- mennu ef miðað er við nemendafjölda. Þeir sem standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvort fámennur skóli skuli lagður niður þurfa hins vegar að hyggja að fleiri þáttum. Þá er einna mikilvægast að líta til þess starfs sem í skólanum hefur verið unnið og eins að gera sér glögga grein fyrir eðli hins fámenna skóla og hvaða möguleika hann hefur til að reynast nemendum sínum sá grundvöllur þroska og menntunar sem þeim er nauðsynlegur til að geta tekist á við lífið. Þá er þess og að geta að skóli, ekki síst í fámennu sam- félagi, er samfélaginu afar mikilvægur, t.a.m. í atvinnu- og menningarlegu tilliti og skýtur þar með styrkari stoðum undir búsetu á viðkomandi svæði. Það má að sjálfsögðu benda á margar leiðir til að auka hagkvæmni fámennra skóla. Ein er sú að fámenn sveitarfélög fái möguleika á að samreka leikskóla, grunn- skóla og tónlistarskóla. Það hefur sums staðar gefist vel. Mikilvægast af öllu er þó að þeir sem enn eru fúsir til að berjast fyrir búsetu vítt um landið leggi sitt af mörkum til að hafa áhrif á orðræðuna. Það gerðu Samtök fámennra skóla fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Það er ljóst að undir þrýstingi orðræðu samtímans megna Samtök fámennra skóla ekki ein að standa vörð um skólahald í dreifbýli þessa lands. Þar þurfa fleiri að koma til. Alþingismenn, menntamálaráðu- neytið, Kennarasamband Íslands og síðast en ekki síst sveitarstjórnarmenn eiga hér að gegna lykilhlutverki. Ólafur Arngrímsson. Höfundur er skólastjóri Stórutjarnaskóla. Hvernig væri að hrista kennaraliðið saman fyrir komandi skólaár? 5 daga skemmtilegt golfleikjanámskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið er 1 1/2 klst í senn og lýkur með því að farið er á golfvöll, spilaðar nokkrar holur og skorið skráð. Næstu námskeið verða 22.-26. ágúst og 29.-3. sept. Ný námskeið hefjast alla mánudaga í september. Námskeiðstími er kl. 17.30-19.00 eða kl. 19.10- 20.40 Framhaldsnámskeið 29.-3. sept. kl. 19.00-20.30 Öll áhöld á staðnum. Er skólagolf í þínum skóla. Golfleikjaskólinn tekur að sér að koma og aðstoða við að setja upp golfleiki fyrir nemendur á skólatíma. Golfáhöld til staðar. Golfleikjaskólinn skipuleggur golfleiki fyrir ýmis tækifæri t.d. óvissuferðina, saumaklúbbinn eða íþróttadaginn. Haustnámskeið hjá Golfleikjaskólanum Skráning í síma 691 55 08 eða sendið inn fyrirspurn á golf@golfleikjaskolinn.is www.golfleikjaskolinn.is Golfleikjaskólinn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.