Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 Símenntun 2005 - 2006 Símenntunarstofnun KHÍ býður sérþekkingu á öllum sviðum uppeldis og mennunar í formi námskeiða, fræðslfunda, vinnustofa, handleiðslu og leshringja.  Jafnréttisfræðsla á unglingastigi - vinnustofa í tengslum við námsefnið Kynlega klippt og skorið  Hamskipti á heimleið, að skilja við vinnuna – námskeið í umsjón Önnu Sigurðardóttur  Upplýsingamiðlun með litum, formum, teikningum og myndum – vinnustofa í umsjón Ásdísar Olsen  Nýjar kenningar og aðferðir er varða uppeldi og menntun - leshringur  Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar - leshringur í umsjón Jónínu Völu Kristinsdóttur  Sjálfsrækt fyrir uppeldisstéttir - fræðsla og handleiðsla  Tilfinningaleikni fyrir leikskólakennara - hagnýtar aðferðir til að heyra, skilja og virða tilfinningar  Tónlist í skólastofunni – vinnustofa fyrir almenna kennara í umsjón Helgu Rutar Guðmundsdóttur  Áföll í nemendahópnum – fræðslufundur í umsjón Gunnars Finnbogasonar  Framsögn, raddbeiting og munnleg tjáning – vinnustofa  Hamskipti á heimleið, að skilja við vinnuna – námskeið í umsjón Önnu Sigurðardóttur  Leikræn tjáning sem losar um höftin – vinnustofa  Miðlun upplýsinga með litum, formum og myndum – vinnustofa í umsjón Ásdísar Olsen  Námsefnisgerð - vinnustofa í umsjón Ásdísar Olsen  Sjálfsstyrking, sjálfssmat og sjálfsskoðun með aðferðum leiklistar – í umsjón Trausta Ólafssonar  Raddþjálfun og gítarleikur – námskeið í umsjón Sigríðar Pálmadóttur  Tilfinningaleikni fyrir leikskólakennara - aðferðir til að heyra, skilja og virða tilfinningar  Umsjónarkennarinn – námskeið fyrir grunnskólakennara í umsjón Sólveigar Karvelsdóttur Sjálfsbetrun og starfshæfni Uppeldis- og menntunarfræði  Að greina mismunandi námsaðferðir (Learning styles) – vinnustofa  Dyslexía með kostum og göllum – námskeið í umsjón Steinunnar Torfadóttur  Einstaklingsmiðað nám og kennsla í blönduðum bekk – námskeið eða handleiðsla  Námsmat – námskeið í umsjón Meyvants Þórólfssonar og Jóhönnu Karlsdóttur  Nýjar kenningar og aðferðir er varða uppeldi og menntun - leshringur  Sjálfsmat – námskeið eða leiðsögn í umsjón Steinunnar Helgu Lárusdóttur Sjálfsbetrun og starfshæfni  Hjallastefnan – fræðslufundir í umsjón Margrétar Pálu Ólafsdóttur  Leikbrúðan sem námsgagn – vinnustofa í umsjón Jóhönnu Fjólu Einarsdóttur  Leiklist í kennslu gefur marga möguleika – námskeið í umsjón Ásu Helgu Ragnarsdóttur  Myndir, ljóð og tónar – námskeið í umsjón Kristínar Björnsdóttur  Persónubrúður í vinnu með börnum – vinnustofa í umsjón Hönnu Ragnarsdóttur.  Lesið í skóginn og tálgað í tré – námskeið í umsjón Brynjars Ólafssonar  Tónlist í skólastofunni – vinnustofa fyrir almenna kennara í umsjón Helgu Rutar Guðmundsd.  Teymisvinna í fjölfaglegu starfsumhverfi – námskeið í umsjón Jónu G. Ingólfsdóttur Fjölmenning og margbreytileiki  Fjölmenningarleg kennsla: CLIM aðferðin - námskeið í umsjón Hönnu Ragnarsdóttur  Geðraskanir og þroskaskerðing – námskeið í umsjón Halldórs Kolbeinssonar  Íslenskukennsla fyrir nýbúa – námskeið í umsjón Önnu Soffíu Óskarsdóttur og Sigríðar Ólafsdóttur  Lífsgæði og mál í starfi með fólki með alvarlega fötlun – námskeið í umsjón Önnu Soffíu Óskarsd.  Margbreytileiki í skólastarfi – fræðslufundir eða vinnustofa  Trúarbrögð og siðfræði– námskeið í umsjón Hönnu Ragnarsdóttur  Að ná tökum á tilverunni – vinnustofa í umsjón Erlu Kristjánsdóttur og Aldísar Yngvadóttur  Að vaxa úr grasi – vinnustofa í umsjón Erlu Kristjánsdóttur og Aldísar Yngvadóttur  Fjölmiðlar og skólastarf – námskeið í umsjón Stefáns Jökulssonar  Heimspekileg samræða á unglingastigi – námskeið í umsjón Sigurðar Björnssonar  Jafnréttisfræðsla á unglingastigi - vinnustofa í tengslum við námsefnið Kynlega klippt og skorið  Lífsleikni sem liður í öllu skólastarfi – vinnustofa  Tilfinningaleikni – námskeið í umsjón Valgerðar Ólafsdóttur Lífsleikni  Evrópska tungumálamappan (ETM) – námskeið í umsjón Auðar Torfadóttur og Hafdísar Ingvars.  Málþjálfun fyrir enskukennara – námskeið  Notkun upplýsingatækni í tungumálakennslu – námskeið Erlend tungumál  Gerbakstur – námskeið í umsjón Stefaníu Valdísar Stefánsdóttur  Gómsætir aðventu- og jólaréttir – námskeið í umsjón Stefaníu Valdísar Stefánsdóttur  Nýi heilsupýramídinn – námskeið. Heimilisfræði  Lestur og lesskilningur – námskeið í umsjón Guðmundar B. Kristmundssonar  Lifandi frásagnir – vinnustofa í umsjón Baldurs Hafstað  H.C. Andersen og ævintýrin hans – námskeið í umsjón Kristjáns Jóhanns Jónssonar  Orðhlutaleið í stafsetningarkennslu – námskeið í umsjón Baldurs Sigurðssonar  Vísnagerð og bragfræði – vinnustofa í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar  Gítarkennsla fyrir byrjendur - námskeið í umsjón Hannesar Guðrúnarsonar  Hljóðkerfisvitund hjá börnum (Hljóm-2) – í umsjón Ingibjargar Símonard. og Jóhönnu Einars.  Myndaskoðun með börnum – námskeið í umsjón Svölu Jónsdóttur  Silfursmíði i grunnskóla – námskeið í umsjón Gísla Þorsteinssonar  Tónlist og hreyfing – vinnustofa fyrir tónmenntakennara  Þæfing úr íslenskri ull – námskeið í umsjón Hallfríðarr Tryggvadóttur  Bylgjur, ljós og hljóð – námskeið í umsjón Hauks Arasonar  Nemendamiðuð náttúrufræðikennsla – námskeið í umsjón Hafþórs Guðjónssonar  Vindorka og endurnýtanleg orka – námskeið í umsjón Sørens Cruysbaggers og Eriks Jørgensens  Íslandssagan skoðuð útfrá unglingamenningu hvers tíma (Í fullorðinna tölu) – vinnustofa.  Kennslufræði samfélagsgreina – vinnustofa eða námskeið.  Konur og stjórnun menntastofnana – vinnustofa.  Lýðræðislegir stjórnunarhættir í skólastarfi – í umsjón Steinunnar Helgu Lárusdóttur og Kristínar Karlsdóttur  Einingakubbar og stærðfræði í leikskólastarfi – námskeið í umsjón Jónínu Völu Kristinsdóttur  Efnisþættir í stærðfræði – námskeið í umsjón Meyvants Þórólfssonar  Leshringur um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar – námskeið í umsjón Jónínu Völu Kristinsdóttur  Námsmat í stærðfræði – námskeið í umsjón Jónínu Völu Kristinsdóttur  Stærðfræðikennsla á unglingastigi – námskeið í umsjón Guðbjargar Pálsdóttur og Guðnýjar Gunnarsdóttur  Gerð kennsluvefs - námskeið í umsjón Kristínar Helgu Guðmundsdóttur  Publisher (umbrotsforrit) í skólastarfi - námskeið í umsjón Kristínar Helgu Guðmundsdóttur  Tölvunámskeið fyrir leikskólakennara - námskeið í umsjón Kristínar Helgu Guðmundsdóttur og Önnu Hreinsd.  Vefsíðugerð í FrontPage - námskeið í umsjón Kristínar Helgu Guðmundsdóttur Tölvu- og upplýsingatækni Stærðfræði Stjórnun Samfélagsgreinar Náttúruvísindi List- og verkgreinar  Tölum saman – námskeið um samskipti í kennslustofunni í umsjón Þórunnar Blöndal  Hljóðkerfisvitund hjá börnum (Hljóm-2) – í umsjón Ingibjargar Símonardóttur og Jóhönnu Einarsdóttur Íslenska og bókmenntir  Íslenska lifandi mál – námskeið í umsjón Þórunnar Blöndal simennt.khi.is Allar nánari upplýsingar eru vef Símenntunarstofnunar KHÍ Hafið samband við Símenntunarstofnun KHÍ og fáið námskeið sérsniðin að ykkar þörfum Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands simennt@khi.is Bolhollt 6 105 Reykjavík  Matreiðsla án sykurs og hveitis (niður með kolvetnin) – námskeið Nýtt og spennandi 563 3980 Ásdís Jónsdóttir fulltrúi – asdis@khi.is 563 4884 Ásdís Olsen verkefnastjóri – ao@khi.is 563 3861 Sólrún Björg Kristinsdóttir forstöðumaður - solrunb@khi.is Menntamálaráðherra tilkynnti í lok maí sl. þá ákvörðun sína að fresta gildistöku nýrrar þriggja ára aðalnámskrár fyrir framhaldsskólann um eitt ár, til ársins 2009. Nemendur sem hæfu nám í framhaldsskólum haustið 2009 hefðu þá að baki þriggja ára nám í grunnskóla, samkvæmt breyttri námskrá fyrir það skólastig, í stað tveggja eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Framkvæmdaáætlunin um styttingu grunnskólans héldist hins vegar óbreytt og hæfist haustið 2006. Jafnframt gæfist lengri tími til að endurmennta grunnskólakennara, en byrjað yrði á því verkefni nú í haust, til að ljúka endurskoðun á námskrám skólastiganna og til að vinna nýtt námsefni. Kennarasambandið hefur markað sér ítarlega stefnu um styttingu námstímans, 3. þing þess og aðalfundir einstakra aðildarfélaga sendu frá sér skýrar ályktanir um málið. Lagt er fast að ráðherra að leggja til hliðar þá skerðingu á námi sem fólgin er í styttingu námstímans og taka þess í stað upp samstarf við kennarasamtökin um að bæta inntak og gæði menntunar á öllum skólastigum, efla sveigjanleika í námi og jafnrétti til náms. Vaxandi þungi hefur færst í opinbera umræðu um styttinguna og varnaðarorðum til ráðherra fjölgar. Aðferðirnar við að stytta námstímann gangi einkanlega út frá þörfum dugmikilla nemenda en ekki þeirra sem standa ver að vígi. Brottfallið í framhaldsskólum muni ekki minnka heldur aukast. Núverandi námsskipan geri nemendum kleift að hraða námi sínu. Dýrmætur sveigjanleiki og valfrelsi í námi glatist. Nemendur muni ekki verða betur búnir undir áframhaldandi nám. Bent er á nauðsyn þess að finna leiðir til að draga úr óhóflegri vinnu margra nemenda með námi. Spurt er hvernig starfsnáminu muni reiða af. Gagnrýnd er ofuráherslan á tímarammann í stað þess að skoða inntak og gæði menntunarinnar. Skilaboð nemenda til ráðherra eru skýr: Við viljum þetta ekki. Í umræðu um styttingu námstímans hefur margsinnis verið bent á mikilvægi þess að efla greinabundna menntun grunnskólakennara. Upplýsingar frá menntamálaráðuneyti um menntun þeirra sem kenndu stærðfræði í 8. – 10. bekk grunnskóla skólaárið 2003 - 2004 sýna að tæp 50% þeirra voru aðeins með almennt kennarapróf en enga sérhæfingu í stærðfræði. Ráðuneytið hefur skipulagt 15 eininga viðbótarnám í stærðfræði fyrir þá kennara sem kenna þá grein í 8. – 10. bekk grunnskólans í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa almennt kennarapróf. Í júní sl. höfðu rúmlega 50 umsóknir borist um þetta viðbótarnám. Greinabundin endurmenntun upp á 15 einingar hrekkur skammt. Þar þarf miklu meira að koma til. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því? Hyggst ráðherra skapa starfandi kennurum viðunandi skilyrði til að stunda þetta viðbótarnám, s.s. með því að veita þeim afslátt af kennsluskyldu á meðan á því stendur? Kennsla samkvæmt nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskólann á að hefjast eftir eitt ár. Á þeim skamma tíma sem er til stefnu þarf að semja og gefa út nýtt námsefni. Ætlar ráðherra að beita sér fyrir þeim fjárframlögum til námsefnisgerðar sem þar verða að koma til? Kennarasambandið ákvað að draga fulltrúa sína út úr öllu samstarfi við ráðuneytið um miðjan júní sl. á meðan ráðherra daufheyrðist við öllum tilmælum um að ná fundum með henni. Í kjölfarið lýsti ráðherra yfir vilja sínum til þess að bæta samskiptin við kennarasamtökin. Nú stendur upp á ráðherra að sýna viljann í verki. Aðalheiður Steingrímdsdóttir Fyrir hvaða nemendur, ráðherra? Aðalheiður Steingrímdsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.