Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 14
14
Í Menntaskólanum á Egilsstöðum var
unnið tilraunaverkefni sem fólst í því að
veita þremur nemendum með athyglis-
brest með eða án ofvirkni (ADHD) sér-
stakan stuðning. Ástæðan fyrir því að
farið var af stað með verkefnið var sú að
í skólanum hafði safnast upp reynsla af
vinnu með nemendur með ADHD. Mark-
miðið var að finna út hvernig stuðning
nemendur í framhaldsskóla, sem greinst
hafa með ADHD, þurfa til að nám þeirra
geti orðið árangursríkt. Árangur verk-
efnisins var kannaður með eigindlegri
rannsókn í tengslum við MSW ritgerð í
félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Rann-
sóknin fólst í viðtölum við nemendur,
foreldra þeirra og kennara í ME. Nið-
urstöður sýna að skólaganga þessara
nemenda getur verið mjög erfið og þeir
þurfa oft mikinn stuðning til að geta
haldið áfram námi.
Alvarlegasti vandinn á unglingsárum
Staðan á Íslandi er sú að börn með ADHD
eiga skilgreindan rétt á þjónustu í leik-
skólum og grunnskólum en ekki í fram-
haldsskólum. Ljóst er, út frá þeirri þekk-
ingu sem fyrir hendi er, að vandi þeirra
sem eru með ADHD getur verið mestur á
unglingsárum, við upphaf framhaldsskóla-
göngu, og undarlegt að ekki virðist gert
ráð fyrir sérstakri þjónustu innan fram-
haldsskólanna til að koma til móts við þá.
Samkvæmt íslenskum lögum er sjálfræðis-
aldur miðaður við 18 ár og því kemur á
óvart sá mikli munur sem virðist vera á
þjónustu við einstaklinga með ADHD í
leik- og grunnskólum annars vegar og
framhaldsskólum hins vegar. Ekki hefur
verið gerð íslensk rannsókn á því hvernig
þessum einstaklingum hefur vegnað í
framhaldsskólum en erlendar rannsóknir
hafa sýnt fram á mikið brottfall úr þessum
hópi.
Þrír nemendur fengu aukinn stuðning
Til að þróa úrræði sem koma til móts við
nemendur í ME með ADHD var farið af
stað með tilraunaverkefni haustið 2004
sem fólst í auknum stuðningi við þrjá nem-
endur sem greinst höfðu með ADHD og
samstarfi við foreldra þeirra. Einn þessara
nemenda hafði útskrifast af almennri
braut og var skráður á félagsfræðibraut
en hinir tveir voru nýnemar, annar var
skráður á félagsfræðibraut en hinn á
almenna braut. Byrjað var á því að boða
þessa nemendur og foreldra þeirra í viðtal
og jafnframt var leitað eftir samstarfi við
kennara þeirra. Ákveðið var að stuðningur
yrði með þeim hætti að haldið yrði utan
um skipulag heimanáms, stöðugt sam-
band væri við kennara, þar sem leitað yrði
eftir upplýsingum um hvað ætti að læra
heima, og síðan gerður listi vikulega þar
sem fram kæmi hvað ætti að læra fyrir
hvern dag. Einnig voru fengnar upplýs-
ingar vikulega hjá kennurum um hvernig
verkefnaskil væru og almenn ástundun í
námi. Nemendur hittu svo umsjónaraðila
verkefnisins vikulega þar sem farið var
yfir hvernig námið gengi og ef eitthvað
var að voru nemendur aðstoðaðir við að
leita lausna. Í hverjum mánuði var haft
samband við foreldra og farið yfir hvernig
gengi í námi í skólanum og hvernig gengi
með heimanám. Tveir af nemendum
fengu sérkennslutíma í þeim greinum sem
þeir voru slakastir í.
Sérúrræða er þörf til að
tryggja velgengni
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru
þær að einkenni ADHD geta haft mikil
áhrif á nám í framhaldsskóla og sérúrræða
er þörf til að nemendum geti gengið vel
í námi sínu. Sá stuðningur sem nemendur
fengu í þessu tilraunaverkefni kom þeim
að góðum notum en var langt því frá að
vera nægur. Foreldrar voru mjög ánægðir
Athyglisbrestur með eða án
ofvirkni meðal framhaldsskólanema
með að þekking á ADHD var til staðar í
skólanum og þakklátir fyrir þá þjónustu
sem börn þeirra fengu. Engu að síður voru
foreldrar áhyggjufullir um framtíð barna
sinna og hvort þau fengju stuðning áfram.
Fram kom hjá kennurum að þeir búa við
mikið vinnuálag og hafa vart tíma til að
sinna slíkum nemendum í stórum hópum.
Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ætla
að stórauka þurfi stuðning við nemendur
með ADHD í framhaldsskólum og auka sam-
starf við foreldra þeirra. Þróa þarf úrræði
sem taka á vanda þessara nemenda, s.s.
að þjálfa einbeitingu, tímastjórnun, skipu-
lagshæfni og leiðbeina þeim í gagnlegri
námstækni.
Í MSW ritgerðinni er m.a. fjallað um
ýmis úrræði sem reynst hafa gagnleg fyrir
nemendur með ADHD í framhaldsskólum
erlendis. Það er von rannsakanda að með
því að varpa ljósi á þjónustuþörf framhalds-
skólanema sem eru með ADHD sé ýtt undir
frekari umræðu og hvatt til betri þjónustu
við þennan hóp. Takist það fá fleiri með
ADHD tækifæri til að nýta hæfileika sína
til menntunar og auka þannig lífsgæði sín
og vellíðan.
Þess má geta að lokum að Mennta-
skólinn á Egilsstöðum fékk nýlega 300.000.-
kr. styrk frá menntamálaráðuneyti til
stuðnings nemendum með ADHD.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar
um MSW ritgerðina hjá höfundi. Ritgerðin
heitir Þurfa allir að verða stúdentar? Fram-
haldsskólinn og nemendur með ADHD.
Fyrirspurnir óskast sendar á netfangið
shardar@me.is
Sigrún Harðardóttir
Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi
og félagsráðgjafi MSW við Menntaskólann á
Egilsstöðum.
Sigrún Harðardóttir
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005