Skólavarðan - 01.08.2005, Qupperneq 4

Skólavarðan - 01.08.2005, Qupperneq 4
Leikskólakennarar eru nútímaleg stétt sem þróar sig í starfi 8 Viðtal við Björgu Bjarnadóttur formann Félags leikskólakennara. Björg segir frá baráttumálum leikskólakennara og lýsir framtíðarsýn þeirra. Framkvæmd nýs kjarasamnings fyrir framhaldsskólann 12 Stjórn Félags framhaldsskólakennara sendir pistil frá sér um framkvæmd hins nýgerða kjarasamnings félagsins og launanefndar ríkisins. Athyglisbrestur með eða án ofvirkni meðal framhaldsskólanema 14 Sigrún Harðardóttir kennari, náms- og starfsráðgjafi og félagsráðgjafi MSW við Menntaskólann á Egilsstöðum segir frá tilraunaverkefni sem fólst í því að veita nemendum með ADHD sérstakan stuðning. Uppi á Svalbarða 16 Björg Bjarnadóttir og Eiríkur Jónsson segja frá vorfundi stjórnar Norrænu kennarasamtakanna sem haldinn var á Svalbarða en þar er skólinn mið- punktur samfélagsins. Hægfara höfðingjar 18 Fjölgreinadeild er nýjung sem Grunnskólar Hafnarfjarðar bjóða nemendum í 9. og 10. bekk. Umsjónarmaður hennar Sveinn Alfreðsson smíða- og sérken- nari var tekinn tali. Umdeild fortíð - kennarar kalla eftir jafnvægi 20 Margrét Gestsdóttir, sögukennari Fjölbrautaskólanum við Ármúla, segir frá EUROCLIO, Evrópusamtökum sögukennara en eitt af markmiðum þeirra er að leitast við nota aðferðir í kennslu sem örva gagnrýna skoðun á umdeildri fortíð. Eru allir kennarar eins? 24 Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ, skrifar um samkmulag sem Sjálandsskóli og Garðabær gerðu í febrúar samkvæmt bókun 5 í nýgerðum kjarasamningi KÍ og LN. Verslunarfagnám tekið upp í Verzlunarskóla Íslands 26 Hildur Friðriksdóttir er verkefnastjóri nýs verslunarfagnáms í VÍ. Hún segir m.a. að þar með hafi upphafleg markmið skólans verið endurvakin. En haldið er upp á aldarafmæli VÍ um þessar mundir. Formannspistill 3 Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, ritar. Gestaskrif 5 Svanhildur Óskarsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar og stjórnarmaður í Röddum - samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, skrifar um Stóru upplestrarkeppnina og fleira sem lýtur að því að yfirvinna sviðsskrekk. Smiðshöggið 30 Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla skrifar um sérstöðu lítilla samfélaga og þær leiðir sem Samtök fámennra skóla hafa farið til að leysa vandmál sem þau glíma við. Að auki Fréttir af mönnum og málefnum sem varða kennara á öllum skólastigum. Forsíðan Forsíðumyndina tók Kristín Bogadóttir af Björgu Bjarnadóttur formanni Félags leikskólakennara. Útgáfustefna Norrænu kennarafélögin gefa öll út fjölbreytt efni í þágu félags- manna sinna. Í vor komu nokkrir starfsmenn upplýsingasviða nor- rænna kennarafélaga saman til fundar og miðluðu hugmyndum sínum og reynslu af útgáfumálum. Öll kennarasamböndin gefa út metnaðarfull blöð eða tímarit, meira að segja þau fámenn- ustu eins og það grænlenska. Öll félögin halda úti heimasíðum og ýmislegt annað efni er gefið út til að fræða kennara um rétt- indi sín og skyldur. Hér má nefna hluti með merki félaganna, upplýsingabæklinga og til eru dæmi um auglýsingaherferðir til að vekja athygli á mikilvægi kennarastarfsins. Útgáfusviðin eru fjárfrek og var samdóma álit fundarmanna að það væri óhjákvæmilegt. Útgefið efni, hvort sem það er heima- síða, blað eða bæklingur, er mikilvægt tæki til að hafa áhrif. En hvers konar áhrif er mikilvægast að hafa og á hvern skal hafa áhrif? Útgáfa má aldrei vera stefnulaus og handahófskennd. Því er mikilvægt að móta stefnu um hvert skuli vera markmiðið með því sem gefið er út og hvaða áhrifum eigi að ná með útgáfunni. Dönsku og sænsku félögin ganga út frá fyrirfram ákveðinni útgáfustefnu og allt sem þau gefa út er hugsað innan ramma hennar. Kynni mín af kennurum á öllum skólastigum þetta ár sem ég hef ritstýrt Skólavörðunni hafa verið sérlega ánægjuleg. Ég hef komist að því að í öllum aðildarfélögum KÍ er metnaðarfullt fagfólk sem ber hag nemenda sinna heilshugar fyrir brjósti. Það er ötult við að kynna sér nýjungar og fara ótroðnar slóðir. Fjöl- miðlar á Íslandi hafa því miður ekki mikinn áhuga á skólamálum. Þess vegna er Skólavarðan og allt annað sem Kennarasambandið gefur út vopn til að styrkja félagsmenn inn á við og út á við. Í Skólavörðunni núna er fróðlegt viðtal við Björgu Bjarna- dóttur formann Félags leikskólakennara. Hún segir m.a. að eitt brýnasta verkefni KÍ sé að byggja upp sterka sjálfsmynd kennara. Ég er henni sammála og tel að útgáfustefna KÍ gæti haft það að leiðarljósi. Megi komandi skólaár verða öllum kennurum og nemendum uppbyggilegt og gott. Með kærri þökk fyrir samstarfið. Guðlaug Guðmundsdóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005 GREINAR Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Guðlaug) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.