Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 24
24 Sjálandsskóli og samkomulagið Í Sjálandsskóla verður fjölbreytt kennsla við hæfi allra nemenda. Einstaklingsmiðuð kennsla og fjölbreytt samstarf nemenda eru höfð að leiðarljósi. Kennsla í Sjálands- skóla er samstarfsverkefni þeirra kennara sem þar starfa. Markmið samkomulags Sjálandsskóla og Garðabæjar var að tryggja vinnuum- hverfi þar sem grunnskólakennarar vinna saman að undirbúningi, framkvæmd og mati á skólastarfi: • Kennarar séu virkir og ábyrgir þátt- takendur í stefnumörkun og mótun skóla- starfs. • Kennarar beri ábyrgð á framkvæmd þeirrar skólastefnu sem þeir vinna sam- kvæmt sem og daglegu skólastarfi. • Kennarar geti gengið að því sem vísu að eiga rúmt samráð við samstarfsmenn sína á hverjum vinnudegi og líti á skólann sem sinn vinnustað. Samkomulagið felur m.a. í sér að dag- legur vinnutími kennara er sambærilegur við það sem gildir hjá öðrum háskóla- menntuðum starfsmönnum sveitarfélaga, þ.e. á bilinu frá kl. 8:00 til 17:00, og innan þeirra tímamarka er öll vinnuskylda kennara, samtals 1800 klukkustundir á ári. Vinnutímaskilgreining samkvæmt talningu kennslustunda, frímínútnagæslu o.fl. er felld niður. Skipulags- og símennt- unardagar eru fimm á skólaárinu og átján í júní og ágúst. Þessir dagar eru auk símenntunar nýttir til skipulagningar, þró- unar og uppgjörs skólastarfs. Ekki er gert ráð fyrir deildarstjórn í Sjálandsskóla og því bera kennarar skólans jafna ábyrgð á skólastarfinu. Mánaðarlaun allra kennara eru miðuð við launaflokk 241, 4. þrep. Framhaldsnám er metið til hækkunar á launum. Farsæl skólaþróun og sveigjanleiki Líkur á kulnun í starfi aukast ef starfs- menn upplifa einsemd í starfi og að þeir sitji uppi einir með vandamál sín. Til þess að tryggja farsæla þróun í skólastarfi þarf starfshópurinn að taka virkan þátt í þró- unarstarfinu. Því skiptir máli að kennarar hafi næg tækifæri til samstarfs og sam- ráðs og lykilatriði í því sambandi eru tími og aðgengi. Á flestum vinnustöðum felst sveigjan- legur vinnutími í því að starfsmenn ráða hvenær þeir hefja störf á tímabilinu frá kl. 8-9 og ljúka störfum frá kl. 16-17. Svipaða skilgreiningu má vel útfæra samkvæmt sam- komulaginu. Ef kennarar vinna stærstan hluta vinnutímans á vinnustaðnum er það á margan hátt vinnuvernd. Þegar kennari tekur stóran hluta af vinnu sinni heim og blandar henni saman við heimilisstörf og tómstundir þá er erfitt að skilgreina hvenær vinnu lýkur. Einnig er hæpið að tala um yfirvinnu þegar verkefni eru flutt af dagvinnu á vinnustað yfir á heimili utan dagvinnumarka. Þannig getur frelsið orðið að fangelsi. Ein rökin fyrir einsetningu grunnskólans Sjálandsskóli og Garðabær gerðu samkomulag í febrúar samkvæmt bókun 5 í nýgerðum kjarasamn- ingi KÍ og LN. Þessu samkomulagi hefur FG hafnað en samningsaðilar hafa lagt áherslu á að halda samræðum áfram. Eru allir kennarar eins? Helgi Grímsson SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.